Myndaspurningar:
Fyrri spurning: Hluta úr hvaða bókmenntaverki má sjá á myndasögubrotinu hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða borg er lestarstöðin Waterloo?
2. En í hvaða landi er þorpið Waterloo?
3. Hvaða ár átti sér stað þar fræg orrusta?
4. Hann fæddist í Kanada fyrir 27 árum og gaf fyrir örfáum mánuðum út verkið Justice. Hvað heitir hann?
5. Kangchenjunga heitir fjall eitt ansi hátt í Asíu. Það var klifið í fyrsta sinn árið 1955 af tveim Bretum en þeir höfðu lofað heimamönnum að fótumtroða ekki sjálfan topp fjallsins og námu því staðar rétt áður en þeir komu að hæsta punkti fjallsins. Þeirri hefð hafa fjallgöngumenn síðan fylgt. Ég býst ekki við að mjög margir hér á landi þekki Kangchenjunga, en hvað er merkilegast við það fjall? (Þá fyrir utan siðinn, sem ég nefndi áðan.)
6. Hver lét lífið í Abbottabad?
7. Hvaða sveitarfélag rann saman við Garðabæ fyrir örfáum árum?
8. Hvað heitir rithöfundurinn, sem þurfti að fara í felur 1989 þegar múslimaklerkur lýsti hann réttdræpan fyrir skáldsögu, sem klerkurinn taldi móðgun við múslima?
9. Sá höfundur hafði árið 1981 gefið út eina kunnustu skáldsögu 20. aldar, þar sem lýst er leið Indlands til sjálfstæðis og innbyrðis átaka. Hvað heitir sú bók?
10. Ljóðaljóðin svonefndu eru hluti af ...?
***
Seinni spurning: Hver er konan á myndinni hér að neðan, þá mjög á ungum aldri?
***
1. London.
2. Belgíu.
3. 1815.
4. Justin Bieber.
5. Þetta er þriðja hæsta fjall í heimi á eftir Everest og K2.
6. Osama bin Laden. Ég veit að þar hafa fleiri dáið. En þið vitið samt hvað ég meina!
7. Álftanes.
8. Rushdie.
9. Miðnæturbörn, Midnight's Children.
10. Biblíunni, Gamla testamentinu.
***
Efri myndin sýnir aðdraganda bardaga Hektors og Akkillesar úr Ílíónskviðu Hómers.
Neðri myndin er af Angelinu Jolie.
***
Hér fyrir neðan eru svo hlekkir á fleiri þrautir.
Athugasemdir