Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

479. spurningaþraut: Úr hvaða bókmenntaverki er þessi slagur?

479. spurningaþraut: Úr hvaða bókmenntaverki er þessi slagur?

Myndaspurningar:

Fyrri spurning: Hluta úr hvaða bókmenntaverki má sjá á myndasögubrotinu hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða borg er lestarstöðin Waterloo?

2.  En í hvaða landi er þorpið Waterloo?

3.  Hvaða ár átti sér stað þar fræg orrusta?

4.  Hann fæddist í Kanada fyrir 27 árum og gaf fyrir örfáum mánuðum út verkið Justice. Hvað heitir hann?

5.  Kangchenjunga heitir fjall eitt ansi hátt í Asíu. Það var klifið í fyrsta sinn árið 1955 af tveim Bretum en þeir höfðu lofað heimamönnum að fótumtroða ekki sjálfan topp fjallsins og námu því staðar rétt áður en þeir komu að hæsta punkti fjallsins. Þeirri hefð hafa fjallgöngumenn síðan fylgt. Ég býst ekki við að mjög margir hér á landi þekki Kangchenjunga, en hvað er merkilegast við það fjall? (Þá fyrir utan siðinn, sem ég nefndi áðan.)

6.  Hver lét lífið í Abbottabad?

7.  Hvaða sveitarfélag rann saman við Garðabæ fyrir örfáum árum?

8.  Hvað heitir rithöfundurinn, sem þurfti að fara í felur 1989 þegar múslimaklerkur lýsti hann réttdræpan fyrir skáldsögu, sem klerkurinn taldi móðgun við múslima?

9.  Sá höfundur hafði árið 1981 gefið út eina kunnustu skáldsögu 20. aldar, þar sem lýst er leið Indlands til sjálfstæðis og innbyrðis átaka. Hvað heitir sú bók?

10.  Ljóðaljóðin svonefndu eru hluti af ...?

***

Seinni spurning: Hver er konan á myndinni hér að neðan, þá mjög á ungum aldri?

***

1.  London.

2.  Belgíu.

3.  1815.

4.  Justin Bieber.

5.  Þetta er þriðja hæsta fjall í heimi á eftir Everest og K2.

6.  Osama bin Laden. Ég veit að þar hafa fleiri dáið. En þið vitið samt hvað ég meina!

7.  Álftanes.

8.  Rushdie.

9.  Miðnæturbörn, Midnight's Children.

10.  Biblíunni, Gamla testamentinu.

***

Efri myndin sýnir aðdraganda bardaga Hektors og Akkillesar úr Ílíónskviðu Hómers.

Neðri myndin er af Angelinu Jolie.

***

Hér fyrir neðan eru svo hlekkir á fleiri þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár