Myndaspurningar eru tvær.
Sú fyrri hljóðar svo:
Hver er á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvað er kunnasta viðurnefni séra Jóns Steingrímssonar?
2. En hvað var séra Jón Magnússon kallaður, sá er barðist af nánast vitfirringslegri hörku gegn göldrum á 17. öld?
3. Akbar hinn mikli fæddist 1542 og varð keisari í ríki hinna svonefndu mógúla sem var hvar ...?
4. Við hvaða fjörð er Hólmavík?
5. Í hvaða landi er borgin Izmir?
6. Hvaða haf á Jörðinni mun hafa lokast og stíflast nokkrum sinnum á tímabilinu frá því fyrir 5-23 milljónum ára, og við sum þeirra tækifæra þurrkast svo til alveg upp?
7. Árið 1066 gerðu tveir mikilsháttar furstar innrás á England. Fyrst bar að konung Noregs og hann féll í orrustu við Englandskonung norðarlega í landinu 25. september. Hvað hét hann?
8. Englandskóngur þurfti þá að flýta sér suður á bóginn þar sem Vilhjálmur nokkur var kominn að landi með annan her. Hvaðan kom Vilhjálmur þessi?
9. Enn erum vér á kóngaslóðum. Margir Frakkakóngar báru nafnið Loðvík. Númer hvað var sá síðasti þeirra? Hér er aðeins átt við þá sem báru Loðvíksnafnið eitt.
10. Og fyrst við erum byrjuð: Í gamla daga tíðkaðist nokkuð að sigursælir herforingjar og kóngar stofnuðu nýjar borgir á herferðum sínum, og nefndu þær gjarnan eftir sjálfum sér. Sumir borgir af þessu tagi visnuðu og hurfu, aðrar döfnuðu vel en skiptu sumar um nafn í tímans rás. En hver er fjölmennasta borgin af þessu tagi, sem enn í dag ber nafn af sínum sigursæla stofnanda?
***
Sú seinni myndaspurning hljóðar svo:
Hvað heitir konan á þeirri hinni neðri mynd hér að neðan?!
***
Svör við aðalspurningum:
1. Eld-Klerkur.
2. Þumlungur.
3. Indlandi.
4. Steingrímsfjörð.
5. Tyrklandi.
6. Miðjarðarhafið.
7. Haraldur harðráði.
8. Normandý.
9. Átján.
10. Alexandría í Egiftalandi, stofnuð af Alexander mikla.
***
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni er Viktoría Bretadrottning.
Á neðri myndinni er Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Athugasemdir