Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

478. spurningaþraut: Klerkar og kóngar eru nokkuð áberandi í þrautinni í dag

478. spurningaþraut: Klerkar og kóngar eru nokkuð áberandi í þrautinni í dag

Myndaspurningar eru tvær.

Sú fyrri hljóðar svo:

Hver er á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað er kunnasta viðurnefni séra Jóns Steingrímssonar?

2.  En hvað var séra Jón Magnússon kallaður, sá er barðist af nánast vitfirringslegri hörku gegn göldrum á 17. öld?

3.  Akbar hinn mikli fæddist 1542 og varð keisari í ríki hinna svonefndu mógúla sem var hvar ...?

4.  Við hvaða fjörð er Hólmavík?

5.  Í hvaða landi er borgin Izmir?

6.  Hvaða haf á Jörðinni mun hafa lokast og stíflast nokkrum sinnum á tímabilinu frá því fyrir 5-23 milljónum ára, og við sum þeirra tækifæra þurrkast svo til alveg upp?

7.  Árið 1066 gerðu tveir mikilsháttar furstar innrás á England. Fyrst bar að konung Noregs og hann féll í orrustu við Englandskonung norðarlega í landinu 25. september. Hvað hét hann?

8.  Englandskóngur þurfti þá að flýta sér suður á bóginn þar sem Vilhjálmur nokkur var kominn að landi með annan her. Hvaðan kom Vilhjálmur þessi?

9.  Enn erum vér á kóngaslóðum. Margir Frakkakóngar báru nafnið Loðvík. Númer hvað var sá síðasti þeirra? Hér er aðeins átt við þá sem báru Loðvíksnafnið eitt.

10.  Og fyrst við erum byrjuð: Í gamla daga tíðkaðist nokkuð að sigursælir herforingjar og kóngar stofnuðu nýjar borgir á herferðum sínum, og nefndu þær gjarnan eftir sjálfum sér. Sumir borgir af þessu tagi visnuðu og hurfu, aðrar döfnuðu vel en skiptu sumar um nafn í tímans rás. En hver er fjölmennasta borgin af þessu tagi, sem enn í dag ber nafn af sínum sigursæla stofnanda?

***

Sú seinni myndaspurning hljóðar svo:

Hvað heitir konan á þeirri hinni neðri mynd hér að neðan?!

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Eld-Klerkur.

2.  Þumlungur.

3.  Indlandi.

4.  Steingrímsfjörð.

5.  Tyrklandi.

6.  Miðjarðarhafið.

7.  Haraldur harðráði.

8.  Normandý.

9.  Átján.

10.  Alexandría í Egiftalandi, stofnuð af Alexander mikla.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Viktoría Bretadrottning.

Á neðri myndinni er Oddný Harðardóttir þingmaður Samfylkingarinnar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár