Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“

El­ín Birna Yngva­dótt­ir, nem­andi í Haga­skóla, von­ast til þess að grímu­skylda verði aft­ur tek­in upp. „Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera,“ seg­ir hún um eftir­köst­in af Covid.

15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“
Elín Birna Yngvadóttir 15 ára nemandi í Hagaskóla biður fólk um að gæta að persónulegum sóttvörnum.

Fimmtán ára nemandi í Hagaskóla er að eigin sögn búin að vera bragð- og lyktarskynslaus í sjö mánuði eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hún varð illa veik miðað við aldur, fann fyrir slappleika vikum saman og hefur enn ekki náð sér eftir eftirköst veirunnar.

„Ég man eftir morgninum þegar ég fattaði að ég væri ekki með bragðskyn. Ég var búin að vera með hósta í svona þrjá daga, vaknaði og beit í gulrót. Ég fann ekki bragð,“ segir Elín Birna Yngvadóttir, sem hefur hvorki fundið bragð né lykt um sjö mánaða skeið. „Daginn eftir var bragðskynið alveg farið.“

Elín Birna var heilsuhraust áður en hún greindist og var slegin þegar hún fann hvað veiran hafði alvarleg veikindi í för með sér. „Ég var svo kærulaus áður en ég fékk Covid. Eftir að ég fékk þetta, vegna þess að ég fór svo illa úr þessu, þá er ég svo stressuð um alla í kringum mig. Þetta var stór lexía.“

„Þetta var stór lexía“

Smitið greindist í desember síðastliðnum og Elín Birna lýsir hósta og slappleika dagana sem hún var veikust. Janúar og febrúar einkenndust síðan af þróttleysi eftir veikindin. „Ég gat ekki gert neitt. Ég þurfti að fá far í skólann í margar vikur,“ segir hún. Núna sé eina ráðið að bíða og sjá hvað verður. Hún er sannfærð um að hún fái aftur bragðskyn áður en yfir lýkur. „Ég vona það að minnsta kosti.“

Missti smekk fyrir paprikum og banönum

Þrátt fyrir að bragðskynið hafi enn ekki náð sér tekur Elín Birna fram að hún finni þó einhvers konar bragð af paprikum. Það minni hins vegar helst á myglu. „Ég elskaði paprikur, mér fannst þær ógeðslega góðar,“ segir hún. „Svo beit ég í eina. Ég get ekki borðað paprikur núna.“ Svipaða sögu segir hún af bönönum. „Ég get ekki borðað banana út af áferðinni.“ 

Elín hvetur fólk til að hafa varann á, meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún greinir frá hremmingunum. „Mér finnst áhugavert núna að fylgjast með umræðunni vegna þess að ég er með reynslu af þessu,“ segir Elín Birna og tekur fram að tilhugsunin um hertari sóttvarnaraðgerðir sé hreint ekki svo galin. „Mér finnst hundrað prósent að það ætti að koma aftur grímuskylda,“ segir hún.

„Passið ykkur ógeðslega mikið, sprittið ykkur endalaust og verið með grímu,“ segir Elín Birna. „Þetta er ekki gaman, þetta er hræðilegt. Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Baráttan fyrir því „dýrmætasta og fallegasta“
2
Viðtal

Bar­átt­an fyr­ir því „dýr­mæt­asta og fal­leg­asta“

Bar­átta fyr­ir vernd­un út­sýn­is­ins úr Laug­ar­nesi yf­ir í Við­ey hef­ur leitt sam­an þær Þuríði Sig­urð­ar­dótt­ur og Stein­unni Jó­hann­es­dótt­ur sem telja okk­ur sem nú lif­um ekki hafa leyfi til þess að eyði­leggja þá fögru sjónása sem Reyk­vík­ing­ar hafa getað not­ið um ald­ir. „Þetta er lít­ill blett­ur sem við þurf­um að slást um al­gjör­lega upp á líf og dauða,“ seg­ir Stein­unn.
Ráðherrann full bjartsýnn á framkvæmdahraða í Fossvogi
6
FréttirBorgarlína

Ráð­herr­ann full bjart­sýnn á fram­kvæmda­hraða í Foss­vogi

Eyj­ólf­ur Ár­manns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra var ekki al­veg með það á hreinu hvenær Foss­vogs­brú ætti að verða til­bú­in til notk­un­ar þeg­ar hann tók fyrstu skóflu­stungu að henni í dag. Skóflu­stung­an að brúnni, sem á að verða klár ár­ið 2028, mark­ar upp­haf fyrstu verk­fram­kvæmda vegna borg­ar­línu­verk­efn­is­ins.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
1
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.
Grátbað um myndatöku fyrir barnið sem leiddi í ljós heilaæxli
3
ViðtalMóðursýkiskastið

Grát­bað um mynda­töku fyr­ir barn­ið sem leiddi í ljós heila­æxli

Mán­uð­um sam­an þurfti Hrund Ólafs­dótt­ir að grát­biðja lækni um að senda Sigrúnu, dótt­ur henn­ar, í mynda­töku vegna al­var­legra veik­inda sem voru skil­greind sem mígreni. „Barn­ið bara kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist og kvald­ist.“ Þeg­ar hún loks fékk ósk sína upp­fyllta kom í ljós fimm sentí­metra stórt æxli í litla heila Sigrún­ar.
Læknamistök og handleggsbrot hafa markað ævi Ingu
5
Nærmynd

Læknamis­tök og hand­leggs­brot hafa mark­að ævi Ingu

Ingu Sæ­land fé­lags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra var ekki hug­að líf vegna skæðr­ar heila­himnu­bólgu þeg­ar hún var smá­barn. Hún lifði en sjón henn­ar tap­að­ist að miklu leyti. Inga þekk­ir bæði fá­tækt og sár­an missi, gift­ist sama mann­in­um tvisvar með 44 ára milli­bili og komst í úr­slit í X-Factor í milli­tíð­inni. Hand­leggs­brot eig­in­manns­ins og ít­rek­uð læknamis­tök á tí­unda ára­tugn­um steyptu fjöl­skyld­unni í vand­ræði.
Sigurjón sagði hana einfalda en skemmtilega - Enginn mannanna fékk samþykki
6
Fréttir

Sig­ur­jón sagði hana ein­falda en skemmti­lega - Eng­inn mann­anna fékk sam­þykki

Eng­inn þeirra karl­manna sem komu á heim­ili þroska­skertr­ar konu til að hafa kyn­mök við hana var ákærð­ur. Þó hafði eng­inn þeirra feng­ið sam­þykki henn­ar. Sál­fræð­ing­ur seg­ir hana hafa upp­lif­að sjálfs­vígs­hugs­an­ir á þessu tíma­bili. Óút­skýrð­ar taf­ir á lög­reglu­rann­sókn leiddu til mild­un­ar refs­ing­ar yf­ir Sig­ur­jóni Ól­afs­syni, fyrr­ver­andi yf­ir­manni kon­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Ráðuneyti keypti danska hönnunarsófa fyrir 5,9 milljónir
1
Viðskipti

Ráðu­neyti keypti danska hönn­un­ar­sófa fyr­ir 5,9 millj­ón­ir

Há­skóla-, ný­sköp­un­ar- og iðn­að­ar­ráðu­neyt­ið hef­ur und­an­farna mán­uði keypt hús­gögn úr hönn­un­ar­versl­un, sem þar til ný­lega hét Norr11, að and­virði rúm­lega tíu millj­óna króna. Um er að ræða sam­sett­an sófa, kaffi­borð, borð­stofu­borð og fleiri hús­gögn að and­virði 10,2 millj­óna króna. Þar af er 1,3 millj­óna króna sófi inni á skrif­stofu ráð­herra.
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
3
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
4
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár