Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“

El­ín Birna Yngva­dótt­ir, nem­andi í Haga­skóla, von­ast til þess að grímu­skylda verði aft­ur tek­in upp. „Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera,“ seg­ir hún um eftir­köst­in af Covid.

15 ára missti bragð- og lyktarskyn: „Svo kærulaus áður en ég fékk Covid“
Elín Birna Yngvadóttir 15 ára nemandi í Hagaskóla biður fólk um að gæta að persónulegum sóttvörnum.

Fimmtán ára nemandi í Hagaskóla er að eigin sögn búin að vera bragð- og lyktarskynslaus í sjö mánuði eftir að hafa smitast af kórónuveirunni. Hún varð illa veik miðað við aldur, fann fyrir slappleika vikum saman og hefur enn ekki náð sér eftir eftirköst veirunnar.

„Ég man eftir morgninum þegar ég fattaði að ég væri ekki með bragðskyn. Ég var búin að vera með hósta í svona þrjá daga, vaknaði og beit í gulrót. Ég fann ekki bragð,“ segir Elín Birna Yngvadóttir, sem hefur hvorki fundið bragð né lykt um sjö mánaða skeið. „Daginn eftir var bragðskynið alveg farið.“

Elín Birna var heilsuhraust áður en hún greindist og var slegin þegar hún fann hvað veiran hafði alvarleg veikindi í för með sér. „Ég var svo kærulaus áður en ég fékk Covid. Eftir að ég fékk þetta, vegna þess að ég fór svo illa úr þessu, þá er ég svo stressuð um alla í kringum mig. Þetta var stór lexía.“

„Þetta var stór lexía“

Smitið greindist í desember síðastliðnum og Elín Birna lýsir hósta og slappleika dagana sem hún var veikust. Janúar og febrúar einkenndust síðan af þróttleysi eftir veikindin. „Ég gat ekki gert neitt. Ég þurfti að fá far í skólann í margar vikur,“ segir hún. Núna sé eina ráðið að bíða og sjá hvað verður. Hún er sannfærð um að hún fái aftur bragðskyn áður en yfir lýkur. „Ég vona það að minnsta kosti.“

Missti smekk fyrir paprikum og banönum

Þrátt fyrir að bragðskynið hafi enn ekki náð sér tekur Elín Birna fram að hún finni þó einhvers konar bragð af paprikum. Það minni hins vegar helst á myglu. „Ég elskaði paprikur, mér fannst þær ógeðslega góðar,“ segir hún. „Svo beit ég í eina. Ég get ekki borðað paprikur núna.“ Svipaða sögu segir hún af bönönum. „Ég get ekki borðað banana út af áferðinni.“ 

Elín hvetur fólk til að hafa varann á, meðal annars á samfélagsmiðlinum Twitter þar sem hún greinir frá hremmingunum. „Mér finnst áhugavert núna að fylgjast með umræðunni vegna þess að ég er með reynslu af þessu,“ segir Elín Birna og tekur fram að tilhugsunin um hertari sóttvarnaraðgerðir sé hreint ekki svo galin. „Mér finnst hundrað prósent að það ætti að koma aftur grímuskylda,“ segir hún.

„Passið ykkur ógeðslega mikið, sprittið ykkur endalaust og verið með grímu,“ segir Elín Birna. „Þetta er ekki gaman, þetta er hræðilegt. Þetta er miklu verra en ég hélt að þetta myndi vera.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár