Efri myndaspurning:
Hvað heitir konan hér að ofan?!
***
Aðalspurningar:
1. Fingraför, Ný spor, Sjálfsmynd, Sól að morgni, Sögur af landi, Túngumál, Þrír blóðdropar, Þúsund kossa nótt. Þessi átta heiti prýða öll sólóplötur Bubba Morthens — nema eitt, sem er plata með öðrum tónlistarmanni. Hver er hún?
2. Hvaða ríki tilheyrir eyjan Súmatra?
3. En eyjan Baffinsland, hvaða ríki tilheyrir hún?
4. Allt er þegar þrennt er og hvaða ríki tilheyrir eyjan O'ahu?
5. Af fundi hvers var Winston Churchill að koma þegar hann leit við á Íslandi í ágúst 1941?
6. Blue Origin er farartæki sem var í sviðsljósinu fyrir skömmu. Hvers konar farartæki?
7. Prinsessa ein dó í bílslysi í Frakklandi árið 1982. Hvað hét hún?
8. Önnur prinsessa dó líka í bílslysi í Frakklandi en það var fimmtán árum síðar. Við vitum öll að hún hét Díana en hvert var eftirnafn hennar við fæðingu?
9. Díana var á ferð með þáverandi kærasta sem dó líka. Hvað hét hann?
10. Ein vinsælasta söngkona heimsins um þessar mundir heitir Rihanna. Hún er frá einu smæsta ríki heimsins, eyríki í Karbíahafi sem heitir ...?
***
Neðri myndaspurning:
Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þrír blóðdropar.
2. Indónesíu.
3. Kanada.
4. Bandaríkjunum. Þetta er ein Havaí-eyja.
5. Roosevelts Bandaríkjaforseta.
6. Geimfar.
7. Grace Kelly.
8. Spencer.
9. Dodi Fayed.
10. Barbados.
***
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni er Sarah Huckabee Sanders sem var um eitt skeið talsmaður Donalds Trumps í Hvíta húsinu.
Á neðri myndinni er Bjarni Friðriksson að vinna bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Það dugar að nefna Bjarna, bronsverðlaun og ólympíuleika.
Athugasemdir