Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

474. spurningaþraut: Tvær prinsessur sem dóu í bílslysum í Frakklandi

474. spurningaþraut: Tvær prinsessur sem dóu í bílslysum í Frakklandi

Efri myndaspurning:

Hvað heitir konan hér að ofan?!

***

Aðalspurningar:

1.  Fingraför, Ný spor, Sjálfsmynd, Sól að morgni, Sögur af landi, Túngumál, Þrír blóðdropar, Þúsund kossa nótt. Þessi átta heiti prýða öll sólóplötur Bubba Morthens — nema eitt, sem er plata með öðrum tónlistarmanni. Hver er hún?

2.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Súmatra?

3.  En eyjan Baffinsland, hvaða ríki tilheyrir hún?

4.  Allt er þegar þrennt er og hvaða ríki tilheyrir eyjan O'ahu?

5.  Af fundi hvers var Winston Churchill að koma þegar hann leit við á Íslandi í ágúst 1941?

6.  Blue Origin er farartæki sem var í sviðsljósinu fyrir skömmu. Hvers konar farartæki?

7.  Prinsessa ein dó í bílslysi í Frakklandi árið 1982. Hvað hét hún?

8.  Önnur prinsessa dó líka í bílslysi í Frakklandi en það var fimmtán árum síðar. Við vitum öll að hún hét Díana en hvert var eftirnafn hennar við fæðingu?

9.  Díana var á ferð með þáverandi kærasta sem dó líka. Hvað hét hann?

10.  Ein vinsælasta söngkona heimsins um þessar mundir heitir Rihanna. Hún er frá einu smæsta ríki heimsins, eyríki í Karbíahafi sem heitir ...?

***

Neðri myndaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þrír blóðdropar.

2.  Indónesíu.

3.  Kanada.

4.  Bandaríkjunum. Þetta er ein Havaí-eyja.

5.  Roosevelts Bandaríkjaforseta.

6.  Geimfar.

7.  Grace Kelly.

8.  Spencer.

9.  Dodi Fayed.

10.  Barbados.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Sarah Huckabee Sanders sem var um eitt skeið talsmaður Donalds Trumps í Hvíta húsinu.

Á neðri myndinni er Bjarni Friðriksson að vinna bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Það dugar að nefna Bjarna, bronsverðlaun og ólympíuleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár