474. spurningaþraut: Tvær prinsessur sem dóu í bílslysum í Frakklandi

474. spurningaþraut: Tvær prinsessur sem dóu í bílslysum í Frakklandi

Efri myndaspurning:

Hvað heitir konan hér að ofan?!

***

Aðalspurningar:

1.  Fingraför, Ný spor, Sjálfsmynd, Sól að morgni, Sögur af landi, Túngumál, Þrír blóðdropar, Þúsund kossa nótt. Þessi átta heiti prýða öll sólóplötur Bubba Morthens — nema eitt, sem er plata með öðrum tónlistarmanni. Hver er hún?

2.  Hvaða ríki tilheyrir eyjan Súmatra?

3.  En eyjan Baffinsland, hvaða ríki tilheyrir hún?

4.  Allt er þegar þrennt er og hvaða ríki tilheyrir eyjan O'ahu?

5.  Af fundi hvers var Winston Churchill að koma þegar hann leit við á Íslandi í ágúst 1941?

6.  Blue Origin er farartæki sem var í sviðsljósinu fyrir skömmu. Hvers konar farartæki?

7.  Prinsessa ein dó í bílslysi í Frakklandi árið 1982. Hvað hét hún?

8.  Önnur prinsessa dó líka í bílslysi í Frakklandi en það var fimmtán árum síðar. Við vitum öll að hún hét Díana en hvert var eftirnafn hennar við fæðingu?

9.  Díana var á ferð með þáverandi kærasta sem dó líka. Hvað hét hann?

10.  Ein vinsælasta söngkona heimsins um þessar mundir heitir Rihanna. Hún er frá einu smæsta ríki heimsins, eyríki í Karbíahafi sem heitir ...?

***

Neðri myndaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þrír blóðdropar.

2.  Indónesíu.

3.  Kanada.

4.  Bandaríkjunum. Þetta er ein Havaí-eyja.

5.  Roosevelts Bandaríkjaforseta.

6.  Geimfar.

7.  Grace Kelly.

8.  Spencer.

9.  Dodi Fayed.

10.  Barbados.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er Sarah Huckabee Sanders sem var um eitt skeið talsmaður Donalds Trumps í Hvíta húsinu.

Á neðri myndinni er Bjarni Friðriksson að vinna bronsverðlaun á ólympíuleikunum í Los Angeles 1984. Það dugar að nefna Bjarna, bronsverðlaun og ólympíuleika.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár