Fyrri myndaspurning:
Hver er piltur hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Stefán Eiríksson heitir núverandi útvarpsstjóri RÚV. Hvaða starfi gegndi hann áður en hann tók við sem útvarpsstjóri?
2. Hvaða útvarpsþulur til margra áratuga sá jafnframt reglulega um djass-þætti í útvarpinu?
3. Hver syngur um París Norðursins?
4. En hver söng aftur á móti fyrst lagið When I Think of Angels?
5. Og eftir hvern er það fallega lag?
6. Hverjir réðust á hvern í Vetrarstríðinu svokallaða? Nefna þarf báða aðila.
7. „Aubergine“ eða eitthvað þvíumlíkt heitr planta ein á flestum erlendum málum. Hún ber samnefnda ávexti sem heita hvað á íslensku?
8. Í hvaða landi heitir forsetinn Nguyễn Xuân Phúc og forsætisráðherrann Phạm Minh Chính en hvorugur þeirra er samt æðsti ráðamaður landsins?
9. Hvar var jökullinn Gláma áður en hann gufaði upp?
10. Hvað heitir græn hneta sem mjög tíðkast að snæða í Miðausturlöndum — og svosem víðar?
***
Seinni myndaspurning:
Fáni hvaða ríkis er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Borgarritari.
2. Jón Múli Árnason.
3. Prins Póló.
4. Ellen Kristjánsdóttir.
5. KK.
6. Sovétmenn réðust á Finna.
7. Eggaldin.
8. Víetnam.
9. Á Vestfjörðum.
10. Pistasíuhnetur.
***
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni er bandaríski tónlistarmaðurinn Eminem.
Sjá hér!
Á neðri myndinni er fáni Suður-Afríku.
Athugasemdir