Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

472. spurningaþraut: Gláma sem gufaði upp

472. spurningaþraut: Gláma sem gufaði upp

Fyrri myndaspurning:

Hver er piltur hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Stefán Eiríksson heitir núverandi útvarpsstjóri RÚV. Hvaða starfi gegndi hann áður en hann tók við sem útvarpsstjóri?

2.  Hvaða útvarpsþulur til margra áratuga sá jafnframt reglulega um djass-þætti í útvarpinu?

3.  Hver syngur um París Norðursins?

4.  En hver söng aftur á móti fyrst lagið When I Think of Angels?

5.  Og eftir hvern er það fallega lag?

6.  Hverjir réðust á hvern í Vetrarstríðinu svokallaða? Nefna þarf báða aðila.

7.  „Aubergine“ eða eitthvað þvíumlíkt heitr planta ein á flestum erlendum málum. Hún ber samnefnda ávexti sem heita hvað á íslensku?

8.  Í hvaða landi heitir forsetinn Nguyễn Xuân Phúc og forsætisráðherrann Phạm Minh Chính en hvorugur þeirra er samt æðsti ráðamaður landsins?

9.  Hvar var jökullinn Gláma áður en hann gufaði upp?

10.  Hvað heitir græn hneta sem mjög tíðkast að snæða í Miðausturlöndum — og svosem víðar?

***

Seinni myndaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Borgarritari.

2.  Jón Múli Árnason.

3.  Prins Póló.

4.  Ellen Kristjánsdóttir.

5.  KK.

6.  Sovétmenn réðust á Finna.

7.  Eggaldin.

8.  Víetnam.

9.  Á Vestfjörðum.

10.  Pistasíuhnetur.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er bandaríski tónlistarmaðurinn Eminem.

Sjá hér! 

Á neðri myndinni er fáni Suður-Afríku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár