Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

472. spurningaþraut: Gláma sem gufaði upp

472. spurningaþraut: Gláma sem gufaði upp

Fyrri myndaspurning:

Hver er piltur hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Stefán Eiríksson heitir núverandi útvarpsstjóri RÚV. Hvaða starfi gegndi hann áður en hann tók við sem útvarpsstjóri?

2.  Hvaða útvarpsþulur til margra áratuga sá jafnframt reglulega um djass-þætti í útvarpinu?

3.  Hver syngur um París Norðursins?

4.  En hver söng aftur á móti fyrst lagið When I Think of Angels?

5.  Og eftir hvern er það fallega lag?

6.  Hverjir réðust á hvern í Vetrarstríðinu svokallaða? Nefna þarf báða aðila.

7.  „Aubergine“ eða eitthvað þvíumlíkt heitr planta ein á flestum erlendum málum. Hún ber samnefnda ávexti sem heita hvað á íslensku?

8.  Í hvaða landi heitir forsetinn Nguyễn Xuân Phúc og forsætisráðherrann Phạm Minh Chính en hvorugur þeirra er samt æðsti ráðamaður landsins?

9.  Hvar var jökullinn Gláma áður en hann gufaði upp?

10.  Hvað heitir græn hneta sem mjög tíðkast að snæða í Miðausturlöndum — og svosem víðar?

***

Seinni myndaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Borgarritari.

2.  Jón Múli Árnason.

3.  Prins Póló.

4.  Ellen Kristjánsdóttir.

5.  KK.

6.  Sovétmenn réðust á Finna.

7.  Eggaldin.

8.  Víetnam.

9.  Á Vestfjörðum.

10.  Pistasíuhnetur.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er bandaríski tónlistarmaðurinn Eminem.

Sjá hér! 

Á neðri myndinni er fáni Suður-Afríku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár