472. spurningaþraut: Gláma sem gufaði upp

472. spurningaþraut: Gláma sem gufaði upp

Fyrri myndaspurning:

Hver er piltur hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Stefán Eiríksson heitir núverandi útvarpsstjóri RÚV. Hvaða starfi gegndi hann áður en hann tók við sem útvarpsstjóri?

2.  Hvaða útvarpsþulur til margra áratuga sá jafnframt reglulega um djass-þætti í útvarpinu?

3.  Hver syngur um París Norðursins?

4.  En hver söng aftur á móti fyrst lagið When I Think of Angels?

5.  Og eftir hvern er það fallega lag?

6.  Hverjir réðust á hvern í Vetrarstríðinu svokallaða? Nefna þarf báða aðila.

7.  „Aubergine“ eða eitthvað þvíumlíkt heitr planta ein á flestum erlendum málum. Hún ber samnefnda ávexti sem heita hvað á íslensku?

8.  Í hvaða landi heitir forsetinn Nguyễn Xuân Phúc og forsætisráðherrann Phạm Minh Chính en hvorugur þeirra er samt æðsti ráðamaður landsins?

9.  Hvar var jökullinn Gláma áður en hann gufaði upp?

10.  Hvað heitir græn hneta sem mjög tíðkast að snæða í Miðausturlöndum — og svosem víðar?

***

Seinni myndaspurning:

Fáni hvaða ríkis er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Borgarritari.

2.  Jón Múli Árnason.

3.  Prins Póló.

4.  Ellen Kristjánsdóttir.

5.  KK.

6.  Sovétmenn réðust á Finna.

7.  Eggaldin.

8.  Víetnam.

9.  Á Vestfjörðum.

10.  Pistasíuhnetur.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er bandaríski tónlistarmaðurinn Eminem.

Sjá hér! 

Á neðri myndinni er fáni Suður-Afríku.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár