470. spurningaþraut: Hér er eingöngu spurt um kvikmyndaleikstjóra

470. spurningaþraut: Hér er eingöngu spurt um kvikmyndaleikstjóra

Þessi spurningaþraut snýst öll um kvikmyndaleikstjóra.

Einn slíkur er á myndinni hér að ofan. Hvað heitir hann?

***

Aðalspurningar:

1.  Ég hef áreiðanlega spurt að þessu áður en aldrei er góð vísa of oft kveðin: Hver leikstýrði Stellu í orlofi?

2.  Hver leikstýrði á löngum ferli myndum á borð við Rashomon, Sjö samúraí, Yojimbo, Dersu Uzala og Ran?

3.  Hver leikstýrði myndum eins og Alien, Blade Runner, Thelma and Louise, Gladiator og Prometheus?

4.  Hver leikstýrði myndinni Ungfrúin góða og húsið?

5.  Hver leikstýrði myndum eins og Solaris, Stalker og Fórninni?

6.  Hver leikstýrði myndinni Taxi Driver árið 1976?

7.  Hver hefur leikstýrt mörgum myndum um Indiana Jones þótt hann muni víst ekki leikstýra þeirri næstu?

8.  Kona ein átti langan feril í kvikmyndum en gerði mjög fáar leiknar myndir. Nokkrar heimildamyndir sem hún gerði á fjórða áratugnum öfluðu henni hins vegar ódauðlegrar frægðar fyrir öflugt — en líka mjög umdeilt — myndmál. Hvað hét hún?

9.  Hinar eiginlegu Star Wars myndir eru níu talsins. Einn og sami leikstjórinn hefur leikstýrt fjórum þeirra. Hvað heitir hann?

10.  Hvaða leikstjóri af miklum kvikmyndaættum leikstýrði árið 2003 myndinni Lost in Translation, þar sem Bill Murray og Scarlett Johansen þvældust um í Japan? 

***

Seinni myndaspurning:

Hvað hét þessi leikstjóri?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þórhildur Þorleifsdóttir.

2.  Kurosawa.

3.  Ridley Scott.

4.  Guðný Halldórsdóttir.

5.  Tarkovsky.

6.  Scorsese.

7.  Spielberg.

8.  Leni Riefensthal.

9.  Lucas.

10.  Sofia Coppola.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni er James Cameron.

Á neðri myndinni er Alfred Hitchcock.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár