Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Vonbrigði og ruglingur vegna fjölgunar smita

Hjör­dís Guð­munds­dótt­ir, sam­skipta­stjóri al­manna­varna, seg­ir von­brigði all­stað­ar varð­andi fjölg­un á Covid-19 smit­um í sam­fé­lag­inu, bæði hjá þeim smit­ist og hjá starfs­fólki al­manna­varna. Sömu­leið­is seg­ir hún fólk al­mennt rugl­að varð­andi smitrakn­ingu og hvernig það eigi að hegða sér í þessu ástandi.

Vonbrigði og ruglingur vegna fjölgunar smita
Bóluefni gegn Covid ekki hundrað prósent Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir fólk upplifa að bóluefni gegn Covid-19 sé hundrað prósent vörn gegn veirunni eins og bóluefni við mislingum en staðan sé ekki þannig. Mynd: Heiða Helgadóttir

Alls smituðust 38 einstaklingar með Covid-19 innanlands í gær og af þeim voru 9 í sóttkví við greiningu.

Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, segir þetta mikið stökk í fjölgun smita miðað við síðustu daga og við það finni bæði starfsmenn almannavarna og samfélagið allt fyrir miklum vonbrigðum. „Auðvitað eru vonbrigðin alls staðar og líka hjá okkur.“ Sjálf á Hjördís til að mynda að vera í sumarfrí en þurfti að snúa aftur til vinnu vegna stöðunnar ásamt fjölda annarra sem starfa í rakningarteymi almannavarna. 

Ef litið er á tölulegar upplýsingar á vefnum covid.is má sjá að stökk í fjölgun smita á ekki aðeins við síðustu daga heldur það sem af er ári en fjöldi smitaðra hefur ekki verið hærri á árinu. Fjöldi smitaðra náði síðast hápunkti þann 18. apríl síðastliðinn þegar 27 manns greindust  með Covid- 19 og þar af voru 7 þeirra í sóttkví. 

Meira sjokk að smitast núna

Aðspurð um það hvort að tölur fyrir gærdaginn hafi komið Hjördísi á óvart segir hún ekki svo vera. „Þetta eru aðallega bara leiðinlegar tölur,“ segir hún og heldur áfram. „Ég held að þetta sé þannig að allir voru að vona að þetta færi ekki þangað en miðað við síðustu daga var þetta viðbúið.“

Hins vegar segir hún að fyrir þá sem smitist sé þetta að koma töluvert á óvart. „Það er aðeins meira sjokk að greinast núna. Fólk hélt að þetta væri búið. Þórólfur hefur sagt hingað til að bólusetningin sé ekki hundrað prósent og það hefur vissulega verið í umræðunni frá því að bóluefnið kom til sögunnar. Okkur líður samt eins og það sé hundrað prósent. Eins og til dæmis bóluefni við mislingum, það er 99 prósent virkni í því, í bóluefnum við Covid er það ekki þannig en okkur leið kannski þannig.“

„Þetta er allt orðið svo ruglandi“

Fólk upplifi því ákveðin vonbrigði við það til dæmis að þurfa að fara í sóttkví. „Fólk er mikið að spyrja af hverju það þarf að fara í sóttkví ef það er bólusett. Það er alveg ljóst að þetta orð, fordæmislaust, gildir enn þá þessa dagana. Þetta er enn þá nýtt, þetta eru ekki mislingar eða eitthvað sem við þekkjum öll. Þetta er ný veira.“

Að sögn Hjördísar lýsa vonbrigðin sér líka í því að fólk geti ekki lifað við Covid ástand mikið lengur og hugsi með sér að best sé að smitast. „En hvað með viðkvæmu hópana? Þórólfur og þríeykið horfir alltaf til viðkvæmustu hópana í þjóðfélaginu. Ætlum við að láta veiruna fara inn á hjúkrunarheimilin?“ spyr hún þá. 

Rakningin ruglandi 

Smitrakning almannavarna hefur að sögn Hjördísar gengið erfiðlega fyrir sig síðustu daga vegna þess að fólk hafi komið víða við. „Eðlilega, það eru engar takmarkanir. Því meiri takmarkanir sem eru í gildi því auðveldara er að girða af smit og girða rakninguna af og þar með hóp þeirra sem þurfa að fara í sóttkví. En í dag er það þannig að þegar einhver kemur inn með einkenni eða staðfest smit og hann eða hún er spurð hvar hefur þú verið síðustu tíu daga er erfitt að rekja það. Það er hásumar og gaman að lifa en ekki tuttugu manna samkomutakmarkanir. Það er það sem gerir þetta flókið og erfitt fólk er út um allt og eðlilega.“

„Við erum svolítið að biðla til almennrar skynsemi hjá fólki“ 

Það sem gerir rakninguna en meira ruglandi eins og staðan er í dag er að þeir sem eru bólusettir þurfa síður að fara í sóttkví. Í hverju tilfelli fyrir sig þurfi að fara fram mat á því hversu mikið einstaklingurinn var útsettur fyrir veirunni upp á það hvort hann þurfi að fara í sóttkví. „Segjum eins og í skólunum, þegar smit komu upp þar, þá fór kannski heill árgangur í sóttkví eða á vinnustaðnum. Núna er hvert tilvik metið, miðað við hversu nálægt smitinu einstaklingurinn var því ef hann er bólusettur er hann með einhverja vörn. En ef einstaklingurinn var mjög nálægt og í návígi við veiruna gerir bólusetningin lítið fyrir hann,“ segir hún og heldur áfram:

„Þetta er allt orðið svo ruglandi. Ef einstaklingur var í kringum smitaða manneskju áður en almenningur var bólusettur var enginn spurning um að hann færi í sóttkví en nú er þetta orðið flóknara og ég skil fólk vel að það sé orðið ruglað.“

Þá segist hún einnig skilja vel ef fólk viti ekki hvernig það eigi að hegða sér núna þegar smitum fari fjölgandi en engar reglur, takmarkanir eða tilmæli séu til staðar. „Ég held að á endanum þurfir þú alltaf að meta þetta út frá sjálfum þér. Áttu aldraða foreldra? Ertu nálægt einhverjum í viðkvæmum hóp? Hefur þú áhuga á því að fara á barinn og fara svo að heimsækja einhvern í slíkri stöðu? Þetta hlýtur alltaf að þurfa að enda hjá okkur sjálfum. Hvað við viljum gera á meðan það eru ekki takmarkanir. Við erum svolítið að biðla til almennrar skynsemi hjá fólki en við sem samfélag erum kannski orðin svo leið á þessu og þá nær þetta ekkert inn og maður skilur það vel.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Covid-19

Mest lesið

Júlía Margrét Alexandersdóttir
2
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár