Fyrri myndaspurning:
Hér að ofan má sjá hluta af plötuumslagi frá 1985. Platan bar nafn tónlistarmannsins sem gaf út plötuna. Og nafnið er ...?
***
Aðalspurningar:
1. Blóðmör og ...?
2. Frank og ...?
3. Thelma og ...?
4. Í hvaða landi er hið svonefnda Vatnahérað eða Vatnahverfi?
5. Hvaða sænski konungur féll í orrustunni við Lützen í Þýskalandi 1632?
6. Sú orrusta var hluti af styrjöld sem kölluð er ...?
7. Hverjir voru Baggalútur, Bandaleysir, Dúðadurtur, Flautaþyrill, Moðbingur, Litlipungur, Pönnuskuggi, Tífall og Steingrímur?
8. Hver leikstýrði kvikmyndunum um Guðföðurinn?
9. Hvaða ættarnafn bar fjölskyldan sem þær myndir fjalla um?
10. Hver var söngkonan í hljómsveit Ingimars Eydal lengst af?
***
Seinni myndaspurning:
Skriðdrekinn á myndinni er hinn eini af sinni tegund úr síðari heimsstyrjöld sem enn er brúklegur. Alls höfðu verið framleiddir nærri 1.400 drekar á árunum 1942-1944. Hvað nefndust þessir skriðdrekar?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Lifrarpylsa.
2. Jói.
3. Louise.
4. Englandi. Ætli Bretland sleppi ekki líka?
5. Gústaf Adolf.
6. Þrjátíu ára stríðið.
7. Jólasveinar.
8. Coppola.
9. Corleone.
10. Helena Eyjólfsdóttir.
***
Myndaspurningar:
Plötuna á efri myndinni gaf Whitney Houston út.
Hér má sjá umslagið allt.
Skriðdrekinn á neðri myndinni er hinn þýski Tiger.
Hann er raunar kallaður Tiger I, því á eftir fylgdi Tiger II sem var töluvert breyttur en við látum tígrisdýranafnið duga eitt og án nokkurra rómverskra talna.
Athugasemdir