Fyrri myndaspurning:
Hvað heitir þessi fagurlega stígvélaða kona?
***
Aðalspurningar:
1. Á hvaða eyju er borgin Palermo?
2. Á hvaða borgir í Japan hefur verið varpað kjarnorkusprengjum? Nefna verður báðar.
3. Hvaða ríki tilheyra (langflestar) Aleuta-eyjanna?
4. Í hvaða grein var Anatolí Karpov heimsmeistari í áratug?
5. Hvaða tignarlega fjall á Íslandi var klifið í fyrsta sinn svo vitað sé árið 1908 af þeim Sigurði Sumarliðasyni og dr. Hans Reck?
6. Hvað hét yngsti bróðir John F. Kennedys Bandaríkjaforseta?
7. Á hvaða eyju er borgin Nicosia?
8. „Ekki verður bókvitið í ... hvað? ... látið.“
9. Hvaða starfi gegndi Eiríkur Kristófersson svo frægt varð á Íslandi á árunum upp úr 1958?
10. Hljóðfæri eitt heitir á enskri tungu harpsichord. En hvað heitir það á íslensku?
***
Seinni myndaspurning:
Hér að neðan má sjá sigurlið MR í spurningakeppni framhaldsskólanna 1988. Keppandinn í miðið lærði síðar lögfræði og varð héraðsdómari á Norðurlandi eystra og var sú skipan ekki óumdeild. Nú iðkar hann reyndar störf sín við héraðsdómstól Reykjaness. Hvað heitir hann?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Sikiley.
2. Hirosjima og Nagasaki.
3. Bandaríkjunum.
4. Skák.
5. Herðubreið.
6. Edward.
7. Kýpur.
8. Askana.
9. Skipherra hjá Landhelgisgæslunni.
10. Semball.
***
Svör við myndaspurningum:
Á efri myndinni má sjá Nancy Sinatra.
Keppandi MR á neðri myndinni er Þorsteinn Davíðsson.
Athugasemdir