Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

465. spurningaþraut: Hvaða fjall var klifið fyrst árið 1908?

465. spurningaþraut: Hvaða fjall var klifið fyrst árið 1908?

Fyrri myndaspurning:

Hvað heitir þessi fagurlega stígvélaða kona?

***

Aðalspurningar:

1.  Á hvaða eyju er borgin Palermo?

2.  Á hvaða borgir í Japan hefur verið varpað kjarnorkusprengjum? Nefna verður báðar.

3.  Hvaða ríki tilheyra (langflestar) Aleuta-eyjanna?

4.  Í hvaða grein var Anatolí Karpov heimsmeistari í áratug?

5.  Hvaða tignarlega fjall á Íslandi var klifið í fyrsta sinn svo vitað sé árið 1908 af þeim Sigurði Sumarliðasyni og dr. Hans Reck?

6.  Hvað hét yngsti bróðir John F. Kennedys Bandaríkjaforseta?

7.  Á hvaða eyju er borgin Nicosia?

8.  „Ekki verður bókvitið í ... hvað? ... látið.“

9.  Hvaða starfi gegndi Eiríkur Kristófersson svo frægt varð á Íslandi á árunum upp úr 1958?

10.  Hljóðfæri eitt heitir á enskri tungu harpsichord. En hvað heitir það á íslensku?

*** 

Seinni myndaspurning:

Hér að neðan má sjá sigurlið MR í spurningakeppni framhaldsskólanna 1988. Keppandinn í miðið lærði síðar lögfræði og varð héraðsdómari á Norðurlandi eystra og var sú skipan ekki óumdeild. Nú iðkar hann reyndar störf sín við héraðsdómstól Reykjaness. Hvað heitir hann?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sikiley.

2.  Hirosjima og Nagasaki.

3.  Bandaríkjunum.

4.  Skák.

5.  Herðubreið.

6.  Edward.

7.  Kýpur.

8.  Askana.

9.  Skipherra hjá Landhelgisgæslunni.

10.  Semball.

***

Svör við myndaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Nancy Sinatra.

Keppandi MR á neðri myndinni er Þorsteinn Davíðsson.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár