Á efri myndinni má sjá einn af leikmönnum fótboltaliðs Bayern München. Hvað heitir konan?
***
Aðalspurningar:
1. The Blockheads heitir hljómsveit á Bretlandi, sem víðkunn er fyrir gleðisönginn ódauðlega frá 1978, Hit Me with Your Rhythm Stick. Hljómsveitin heldur áfram að flytja þetta lag (og fleiri) við stöðug fagnaðarlæti, þótt aðalsöngvari hljómsveitarinnar hafi dáið úr krabbameini fyrir 21 ári. Hvað hét hann?
2. Önnur bresk gleðihljómsveit er Madness. Sú hljómsveit er kunn fyrir fjörlega tónlistarstefnu sem kom fram í dagsljósið á Jamaica á sjötta áratugnum og má líta á sem fyrirrennara reggí-tónlistar. Hvað kallast þessi tónlistarstefna?
3. Og í einu allra frægasta lagi hljómsveitarinnar Madness er sungið af mikilli nautn: „Welcome to the house of ...“ House of hvað?
4. Í frægri bók segir frá því þegar húsfreyjur tvær lentu í svo grimmri samkeppni að vinnumenn þeirra drápu hver annan til skiptis. Hver er sú bók?
5. Fleiri en eitt tónskáld munu hafa samið verk sem nefndust Árstíðirnar fjórar. En hver samdi frægustu útgáfuna?
6. „Við vöknum ekki fyrir minna en 10.000 dollara á dag,“ sagði kona ein árið 1990 um sig og vinkonu sína. Konan heitir Linda Evangelista en fyrir hvað fékk hún svona vel borgað?
7. Hvað var kallað „spónamatur“ á Íslandi fyrr á tíð?
8. Í hvaða sýslu eða sýslum er stöðuvatnið Hópið, sem nálgast það reyndar að vera sjávarlón?
9. Je t'aime ... moi non plus heitir frægt lag frá 1967 sem varð umdeilt vegna þess að munúðarfull andvörp söngkonunnar þóttu benda til að eitthvað gengi á í stúdíóinu. Hvaða söngkona flutti frægustu og útbreiddustu útgáfu þessa lags ásamt höfundinum Serge Gainsbourg?
10. Raunin var þó sú að önnur kona — köllum hana X — hafði tekið upp lagið með Gainsbourg á undan þeirri söngkonu sem spurt var um hér að ofan. Lagið var meira að segja samið fyrir X, en þáverandi eiginmaður hennar reiddist yfir að heyra konu sína stynja svona opinberlega að sú fyrsta útgáfa lagsins var tekin úr umferð. Hvað hét X sem söng eða andvarpaði Je t'aime fyrst af öllum?
***
Síðari myndaspurning:
Hver er karl þessi sem mynd þessa hér að neðan prýðir?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Ian Dury.
2. Ska — nefnist sú tónlistarstefna.
3. Fun.
4. Njála.
5. Vivaldi.
6. Hún var fyrirsæta.
7. Grautar, skyr, súpur ... allt sem borðað var með spóni, það er að segja skeið.
8. Húnavatnssýslu eða -sýslum.
9. Jane Birkin.
10. Brigitte Bardot.
***
Hér að ofan má á efri mynd sjá hinn sterka varnarmann, Glódísi Perlu, sem leikur með íslenska landsliðinu auk meistara Þýskalands, Bayern München.
Á neðri myndinni er myndhöggvarinn Berthel Thorvaldsen.
Athugasemdir