Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

463. spurningaþraut: Hér er óvenju mikið um tónlist af öllu tagi

463. spurningaþraut: Hér er óvenju mikið um tónlist af öllu tagi

Á efri myndinni má sjá einn af leikmönnum fótboltaliðs Bayern München. Hvað heitir konan?

***

Aðalspurningar:

1.  The Blockheads heitir hljómsveit á Bretlandi, sem víðkunn er fyrir gleðisönginn ódauðlega frá 1978, Hit Me with Your Rhythm Stick. Hljómsveitin heldur áfram að flytja þetta lag (og fleiri) við stöðug fagnaðarlæti, þótt aðalsöngvari hljómsveitarinnar hafi dáið úr krabbameini fyrir 21 ári. Hvað hét hann?

2.  Önnur bresk gleðihljómsveit er Madness. Sú hljómsveit er kunn fyrir fjörlega tónlistarstefnu sem kom fram í dagsljósið á Jamaica á sjötta áratugnum og má líta á sem fyrirrennara reggí-tónlistar. Hvað kallast þessi tónlistarstefna?

3.  Og í einu allra frægasta lagi hljómsveitarinnar Madness er sungið af mikilli nautn: „Welcome to the house of ...“ House of hvað?

4.  Í frægri bók segir frá því þegar húsfreyjur tvær lentu í svo grimmri samkeppni að vinnumenn þeirra drápu hver annan til skiptis. Hver er sú bók?

5.  Fleiri en eitt tónskáld munu hafa samið verk sem nefndust Árstíðirnar fjórar. En hver samdi frægustu útgáfuna?

6.  „Við vöknum ekki fyrir minna en 10.000 dollara á dag,“ sagði kona ein árið 1990 um sig og vinkonu sína. Konan heitir Linda Evangelista en fyrir hvað fékk hún svona vel borgað?

7.  Hvað var kallað „spónamatur“ á Íslandi fyrr á tíð? 

8.  Í hvaða sýslu eða sýslum er stöðuvatnið Hópið, sem nálgast það reyndar að vera sjávarlón?

9.  Je t'aime ... moi non plus heitir frægt lag frá 1967 sem varð umdeilt vegna þess að munúðarfull andvörp söngkonunnar þóttu benda til að eitthvað gengi á í stúdíóinu. Hvaða söngkona flutti frægustu og útbreiddustu útgáfu þessa lags ásamt höfundinum Serge Gainsbourg?

10.  Raunin var þó sú að önnur kona — köllum hana X — hafði tekið upp lagið með Gainsbourg á undan þeirri söngkonu sem spurt var um hér að ofan. Lagið var meira að segja samið fyrir X, en þáverandi eiginmaður hennar reiddist yfir að heyra konu sína stynja svona opinberlega að sú fyrsta útgáfa lagsins var tekin úr umferð. Hvað hét X sem söng eða andvarpaði Je t'aime fyrst af öllum?

 

***

Síðari myndaspurning:

Hver er karl þessi sem mynd þessa hér að neðan prýðir?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Ian Dury.

Sjá hér Hit me ...

2.  Ska — nefnist sú tónlistarstefna.

3.  Fun.

Sjá hér House of Fun

 

4.  Njála.

5.  Vivaldi.

6.  Hún var fyrirsæta.

7.  Grautar, skyr, súpur ... allt sem borðað var með spóni, það er að segja skeið.

8.  Húnavatnssýslu eða -sýslum.

9.  Jane Birkin.

Je t'aime ... með Birkin

10.  Brigitte Bardot.

Bardot syngur Je t'aime

***

Hér að ofan má á efri mynd sjá hinn sterka varnarmann, Glódísi Perlu, sem leikur með íslenska landsliðinu auk meistara Þýskalands, Bayern München.

Á neðri myndinni er myndhöggvarinn Berthel Thorvaldsen.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár