461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan sem situr hér og leikur á píanó undir fögrum söng fjögurra karla? (Kannski sjást þeir ekki allir í sumum tækjum, en treystið mér: þeir eru fjórir. Aftur á móti er hrein ágiskun hjá mér að söngurinn sé fagur.)

***

Aðalspurningar:

1.  „Computer says no“ eða „tölvan segir nei“ er núorðið alkunnur frasi sem felur í sér að ekki sé hægt að breyta neinu í fyrirfram niðurnjörvuðu skipulagi. Hvar sló þessi frasi fyrst rækilega í gegn?

2.  „Saimaa“ heitir stöðuvatn eitt sem er stærsta vatnið í tilteknu landi og um leið fjórða stærsta náttúrulega stöðuvatnið í Evrópu sem í er eingöngu ferskvatn og er ekki uppistöðulón af neinu tagi. Í hvaða landi er Saimaa?

3.  Hver er formaður Stjórnarskrárfélagsins sem berst fyrir því að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár?

4.  Gunnbjarnarfjall er eitt af hærri fjöllum á norðurhveli Jarðar ef Himalaja-fjöll eru undanskilin. Það er 3.694 metrar á hæð. Hvar er þetta fjall að finna?

5.  Hvað heitir prinsessan í hinni tæplega 30 ára gömlu Disney-teiknimynd um Alladín?

6.  Hvernig er kryddið túrmerik á litinn, fullunnið? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

7.  Hvaða tónlistarmaður og samnefnd hljómsveit slógu í gegn með lagið Yfir borgina?

8.  Flugfélag eitt, sem var að hluta í eigu Íslendinga, var nýlega þjóðnýtt í Afríkuríki einu. Hvaða ríki?

9.  Mastodon kallast dýr eitt, útdautt fyrir um tíu þúsund árum, og við þekkjum það því eingöngu af beinaleifum og steingervingum. Hvaða núlifandi dýri var mastodon skyldast?

10.  Hvaða þéttbýlisstaður á Íslandi var svo tengdur frönskum sjómönnum fyrr á tíð að sum götunöfn eru þar enn bæði á frönsku og íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða torg má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í sjónvarpsþáttunum Little Britain.

2.  Finnlandi.

3.  Katrín Oddsdóttir.

4.  Á Grænlandi.

5.  Jasmín.

6.  Gult. Það dugar.

7.  Valdimar.

8.  Á Grænhöfðaeyjum.

9.  Fílnum.

10.  Þetta er Fáskrúðsfjörður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni leikur Margaret Thatcher á píanóið.

Á neðri myndinni má sjá Tiananmen-torg í Bejing, öðru nafni Torg-hins-himneska-friðar.

Torgið er svo stórt að byggingin sem hér sést er litli rauðleiti kassinn neðst á myndinni hér örlítið ofar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár