Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan sem situr hér og leikur á píanó undir fögrum söng fjögurra karla? (Kannski sjást þeir ekki allir í sumum tækjum, en treystið mér: þeir eru fjórir. Aftur á móti er hrein ágiskun hjá mér að söngurinn sé fagur.)

***

Aðalspurningar:

1.  „Computer says no“ eða „tölvan segir nei“ er núorðið alkunnur frasi sem felur í sér að ekki sé hægt að breyta neinu í fyrirfram niðurnjörvuðu skipulagi. Hvar sló þessi frasi fyrst rækilega í gegn?

2.  „Saimaa“ heitir stöðuvatn eitt sem er stærsta vatnið í tilteknu landi og um leið fjórða stærsta náttúrulega stöðuvatnið í Evrópu sem í er eingöngu ferskvatn og er ekki uppistöðulón af neinu tagi. Í hvaða landi er Saimaa?

3.  Hver er formaður Stjórnarskrárfélagsins sem berst fyrir því að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár?

4.  Gunnbjarnarfjall er eitt af hærri fjöllum á norðurhveli Jarðar ef Himalaja-fjöll eru undanskilin. Það er 3.694 metrar á hæð. Hvar er þetta fjall að finna?

5.  Hvað heitir prinsessan í hinni tæplega 30 ára gömlu Disney-teiknimynd um Alladín?

6.  Hvernig er kryddið túrmerik á litinn, fullunnið? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

7.  Hvaða tónlistarmaður og samnefnd hljómsveit slógu í gegn með lagið Yfir borgina?

8.  Flugfélag eitt, sem var að hluta í eigu Íslendinga, var nýlega þjóðnýtt í Afríkuríki einu. Hvaða ríki?

9.  Mastodon kallast dýr eitt, útdautt fyrir um tíu þúsund árum, og við þekkjum það því eingöngu af beinaleifum og steingervingum. Hvaða núlifandi dýri var mastodon skyldast?

10.  Hvaða þéttbýlisstaður á Íslandi var svo tengdur frönskum sjómönnum fyrr á tíð að sum götunöfn eru þar enn bæði á frönsku og íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða torg má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í sjónvarpsþáttunum Little Britain.

2.  Finnlandi.

3.  Katrín Oddsdóttir.

4.  Á Grænlandi.

5.  Jasmín.

6.  Gult. Það dugar.

7.  Valdimar.

8.  Á Grænhöfðaeyjum.

9.  Fílnum.

10.  Þetta er Fáskrúðsfjörður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni leikur Margaret Thatcher á píanóið.

Á neðri myndinni má sjá Tiananmen-torg í Bejing, öðru nafni Torg-hins-himneska-friðar.

Torgið er svo stórt að byggingin sem hér sést er litli rauðleiti kassinn neðst á myndinni hér örlítið ofar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
2
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu