Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan sem situr hér og leikur á píanó undir fögrum söng fjögurra karla? (Kannski sjást þeir ekki allir í sumum tækjum, en treystið mér: þeir eru fjórir. Aftur á móti er hrein ágiskun hjá mér að söngurinn sé fagur.)

***

Aðalspurningar:

1.  „Computer says no“ eða „tölvan segir nei“ er núorðið alkunnur frasi sem felur í sér að ekki sé hægt að breyta neinu í fyrirfram niðurnjörvuðu skipulagi. Hvar sló þessi frasi fyrst rækilega í gegn?

2.  „Saimaa“ heitir stöðuvatn eitt sem er stærsta vatnið í tilteknu landi og um leið fjórða stærsta náttúrulega stöðuvatnið í Evrópu sem í er eingöngu ferskvatn og er ekki uppistöðulón af neinu tagi. Í hvaða landi er Saimaa?

3.  Hver er formaður Stjórnarskrárfélagsins sem berst fyrir því að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár?

4.  Gunnbjarnarfjall er eitt af hærri fjöllum á norðurhveli Jarðar ef Himalaja-fjöll eru undanskilin. Það er 3.694 metrar á hæð. Hvar er þetta fjall að finna?

5.  Hvað heitir prinsessan í hinni tæplega 30 ára gömlu Disney-teiknimynd um Alladín?

6.  Hvernig er kryddið túrmerik á litinn, fullunnið? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

7.  Hvaða tónlistarmaður og samnefnd hljómsveit slógu í gegn með lagið Yfir borgina?

8.  Flugfélag eitt, sem var að hluta í eigu Íslendinga, var nýlega þjóðnýtt í Afríkuríki einu. Hvaða ríki?

9.  Mastodon kallast dýr eitt, útdautt fyrir um tíu þúsund árum, og við þekkjum það því eingöngu af beinaleifum og steingervingum. Hvaða núlifandi dýri var mastodon skyldast?

10.  Hvaða þéttbýlisstaður á Íslandi var svo tengdur frönskum sjómönnum fyrr á tíð að sum götunöfn eru þar enn bæði á frönsku og íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða torg má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í sjónvarpsþáttunum Little Britain.

2.  Finnlandi.

3.  Katrín Oddsdóttir.

4.  Á Grænlandi.

5.  Jasmín.

6.  Gult. Það dugar.

7.  Valdimar.

8.  Á Grænhöfðaeyjum.

9.  Fílnum.

10.  Þetta er Fáskrúðsfjörður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni leikur Margaret Thatcher á píanóið.

Á neðri myndinni má sjá Tiananmen-torg í Bejing, öðru nafni Torg-hins-himneska-friðar.

Torgið er svo stórt að byggingin sem hér sést er litli rauðleiti kassinn neðst á myndinni hér örlítið ofar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár