Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

461. spurningaþraut: Að spila á píanó fyrir fjóra syngjandi karla

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan sem situr hér og leikur á píanó undir fögrum söng fjögurra karla? (Kannski sjást þeir ekki allir í sumum tækjum, en treystið mér: þeir eru fjórir. Aftur á móti er hrein ágiskun hjá mér að söngurinn sé fagur.)

***

Aðalspurningar:

1.  „Computer says no“ eða „tölvan segir nei“ er núorðið alkunnur frasi sem felur í sér að ekki sé hægt að breyta neinu í fyrirfram niðurnjörvuðu skipulagi. Hvar sló þessi frasi fyrst rækilega í gegn?

2.  „Saimaa“ heitir stöðuvatn eitt sem er stærsta vatnið í tilteknu landi og um leið fjórða stærsta náttúrulega stöðuvatnið í Evrópu sem í er eingöngu ferskvatn og er ekki uppistöðulón af neinu tagi. Í hvaða landi er Saimaa?

3.  Hver er formaður Stjórnarskrárfélagsins sem berst fyrir því að stjórnarskrárfrumvarp Stjórnlagaráðs verði grundvöllur nýrrar stjórnarskrár?

4.  Gunnbjarnarfjall er eitt af hærri fjöllum á norðurhveli Jarðar ef Himalaja-fjöll eru undanskilin. Það er 3.694 metrar á hæð. Hvar er þetta fjall að finna?

5.  Hvað heitir prinsessan í hinni tæplega 30 ára gömlu Disney-teiknimynd um Alladín?

6.  Hvernig er kryddið túrmerik á litinn, fullunnið? Svarið þarf ekki að vera hárnákvæmt.

7.  Hvaða tónlistarmaður og samnefnd hljómsveit slógu í gegn með lagið Yfir borgina?

8.  Flugfélag eitt, sem var að hluta í eigu Íslendinga, var nýlega þjóðnýtt í Afríkuríki einu. Hvaða ríki?

9.  Mastodon kallast dýr eitt, útdautt fyrir um tíu þúsund árum, og við þekkjum það því eingöngu af beinaleifum og steingervingum. Hvaða núlifandi dýri var mastodon skyldast?

10.  Hvaða þéttbýlisstaður á Íslandi var svo tengdur frönskum sjómönnum fyrr á tíð að sum götunöfn eru þar enn bæði á frönsku og íslensku?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða torg má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Í sjónvarpsþáttunum Little Britain.

2.  Finnlandi.

3.  Katrín Oddsdóttir.

4.  Á Grænlandi.

5.  Jasmín.

6.  Gult. Það dugar.

7.  Valdimar.

8.  Á Grænhöfðaeyjum.

9.  Fílnum.

10.  Þetta er Fáskrúðsfjörður.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni leikur Margaret Thatcher á píanóið.

Á neðri myndinni má sjá Tiananmen-torg í Bejing, öðru nafni Torg-hins-himneska-friðar.

Torgið er svo stórt að byggingin sem hér sést er litli rauðleiti kassinn neðst á myndinni hér örlítið ofar.
Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár