Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

459. spurningaþraut: Bíómynd á Cannes og hvar bjuggu Olmecar?

459. spurningaþraut: Bíómynd á Cannes og hvar bjuggu Olmecar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er á myndinni hér að ofan, ung að árum?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir bíómynd Valdimars Jóhannssonar sem frumsýnd var á Cannes-hátíðinni fyrir skömmu?

2.  Cannes er smáborg í Frakkland, eiginlega útborg fimmtu fjölmennustu borgar Frakklands, sem heitir ...?

3.  Hvaða erlenda ríki er næst Cannes?

4.  Skaftárjökull er skriðjökull sem fellur úr hvaða stærra jökli?

5.  Hvaða rithöfundur gaf út endurminningar sínar á árunum 1959-1962, alls fjögur bindi sem báru titlana Ísold hin svartaDægrin bláLoginn hvíti og Ísold hin gullna?

6.  Árið 2009 eignaðist tíkin Tia af Mastiff-tegund hvolpa og komst í heimsmetabók Guinness fyrir fjölda þeirra. Engin tík hefur eignast fleiri hvolpa svo skráð sé. Hve margir voru hvolpar Tiu? Hér má muna einum til eða frá.

7.  Í hvaða núverandi ríki voru lendur hinna svonefndu Olmeca (að mestu) á árunum 2500-500 fyrir Krist?

8.  Fyrir utan annað sem Olmecar tóku sér fyrir hendur, þá virðast þeir hafa verið fyrstir til að hagnýta sér jurt eina sem óx á svæði þeirra. Þeir bjuggu til bæði drykk og fasta fæðu úr fræjum jurtarinnar. Þetta þótti og þykir enn ansi gott. Hvað var þetta?

9.  Í hvaða sjónvarpsþáttum fyrr á tíð lék illmennið JR lausum hala?

10.  Hver hefur stýrt hinum svonefnda brekkusöng í Vestmannaeyjum oftar en nokkur annar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heitir dýrið á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Lamb, eða Dýrið.

2.  Nice.

3.  Monaco.

4.  Vatnajökli.

5.  Kristmann Guðmundsson.

6.  Þeir voru 24, svo rétt telst vera 23-25.

7.  Mexíkó.

8.  Kakó, súkkulaði. Hvorttveggja má vera rétt.

9.  Dallas.

10.  Árni Johnsen.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Elísabet Kristín Jökulsdóttir skáldkona.

Á neðri myndinni er stærsta selategundin, sæfíll.

***

Lítið á hlekkina hér að neðan, ef ykkur vantar fleiri spurningar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár