Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

458. spurningaþraut: Hér eigiði til dæmis að þekkja afar glæsilegt hús

458. spurningaþraut: Hér eigiði til dæmis að þekkja afar glæsilegt hús

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir sá með bláa hárið á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Miklar mannabreytingar voru af ýmsum ástæðum í síðari ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur sem sat frá sumri 2009 og fram á sumar 2013. Fyrir utan Jóhönnu sjálfa sátu aðeins tveir ráðherrar óslitið í sama embættinu öll fjögur árin. Annar þessara ráðherra var karlkyns. Hver var það og hvaða ráðherraembætti gegndi hann?

2.  Hinn þaulsetni ráðherrann var kona. Hver var sú og hverskonar ráðherra?

3.  Fjórði ráðherrann í ríkisstjórn Jóhönnu var reyndar skráður í sama ráðuneyti allan tímann en var í barneignaleyfi hluta tímans. Hver var það og frá hvaða embætti var ráðherrann í leyfi?

4.  Í hvaða landi er borgin Hannover?

5.  Fyrirbæri eitt er rakið aftur til ársins 776 fyrir Krist en það var við lýði í meira en þúsund ár. Síðast spurðist til þess laust fyrir miðja fimmtu öld eftir Krist. Svipað fyrirbæri upphófst svo reyndar tæplega 1.500 árum síðar. Hvað er hér um að ræða?

6.  Daladier hét maður sem var um tíma forsætisráðherra í tilteknu landi. Tíð hans í því embætti var reyndar mörkuð af ósigrum og mótlæti miklu og hann sat í fangabúðum um tíma. Í hvaða landi var Daladier forsætisráðherra?

7.  Hver er breiðasta á í heimi?

8.  Og hve breið skyldi hún hafa verið þegar hún mældist breiðust? Hér má muna kílómetra til eða frá.

9.  Fyrst er getið um fæðutegund eina í opinberri skýrslu frá árinu 997 þar sem leiguliða biskupsins í ítalska bænum Gaeta er uppálagt að færa biskupnum tólf stykki af þessari fæðu á jóladag og önnur tólf stykki á páskunum. Hvað er hér um að ræða?

10.  Hvað eru klósigar?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað nefnist húsið á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra.

2.  Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

3.  Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra.

4.  Þýskalandi.

5.  Ólympíuleikarnir.

6.  Frakklandi. Hann gegndi embætti í upphafi síðari heimsstyrjaldar.

7.  Amazon-fljótið í Suður-Ameríku.

8.  Ellefu kílómetrar, svo rétt er allt frá 10-12 kílómetrum.

9.  Pizza.

10.  Skýjategund.

Klósigar

***

Svör við aukaspurningum:

Milhouse heitir pilturinn á efri myndinni.

Á neðri myndinni er sjálf Vetrarhöllin í Pétursborg.

***

Og hér að neðan eru hlekkir á fleiri þrautir, fyrr og síðar!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár