Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

457. spurningaþraut: Hver var Hólmar?

457. spurningaþraut: Hver var Hólmar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Lítill runni af bjarkarætt er algengur um mestallt land. Hann finnst töluvert hærra en birki og er algengur upp í 700 metra hæð, jafnvel í fjöllum. Á láglendi vex runninn í hrísmóum eða þýfðum mýrum og einnig í bland við lyng og víði. Blöðin eru lítil og næstum kringlótt, dökkgræn að ofan. Hvað heitir þessi runni?

2.  Í hvaða landi er borgin Basra?

3.  Hvaða hljómsveit gaf út plötu sem oftast er kölluð Hvíta albúmið?

4.  En hvaða Íslendingur gaf út plötuna „Hvað ef“ árið 2018 og sópaði til sín tónlistarverðlaunum fyrir gripinn?

5.  Í hvaða heimsálfu er landið Bólivía?

6.  Hver er eini forseti Íslands sem EKKI var valinn í þjóðaratkvæðagreiðslu?

7.  Karl nokkur fæddist árið 1945 og var í æsku yfirleitt kallaður Hólmar Vilhjálmsson. Hólmar var raunar millinafn hans en þegar hann lagði út á listabraut, þá lagði hann Hólmar á hilluna en tók að nota fyrst og fremst sitt fyrra skírnarnafn. Sem var ...?

8.  Einhver vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar á fyrstu áratugum lýðveldisins var Guðrún frá Lundi, sem skrifaði Dalalíf og fleiri víðlesnar bækur. Hvers dóttir var Guðrún?

9.  Og í hvaða sveit var bærinn Lundur sem hún kenndi sig við?

10.  Einn af sigursælustu handboltakörlum okkar — sem varð vel metinn þjálfari eftir að ferlinum lauk — er alnafni þingmanns sem sat á Alþingi Íslendinga 1956-1967. Hvaða handboltamaður er þetta? — og athugið hér orðið ALnafni.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fjalldrapi.

2.  Írak.

3.  Bítlarnir.

4.  GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð.

5.  Suður-Ameríku.

6.  Sá fyrsti, Sveinn Björnsson. Alþingi kaus hann til bráðabirgða 1944 en svo var hann að vísu kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar.

7.  Vilhjálmur. Þetta var sem sagt söngvarinn góðkunni Vilhjálmsson.

8.  Hún var Árnadóttir.

9.  Lundur er í Fljótum en einnig dugir að nefna Skagafjörð.

10.  Alfreð Gíslason. Hann var alnafni þingmanns Alþýðubandalagsins.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er listmálarinn Jóhannes Kjarval en á þeirri neðri tennisleikarinn Serena Williams.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár