Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

457. spurningaþraut: Hver var Hólmar?

457. spurningaþraut: Hver var Hólmar?

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Lítill runni af bjarkarætt er algengur um mestallt land. Hann finnst töluvert hærra en birki og er algengur upp í 700 metra hæð, jafnvel í fjöllum. Á láglendi vex runninn í hrísmóum eða þýfðum mýrum og einnig í bland við lyng og víði. Blöðin eru lítil og næstum kringlótt, dökkgræn að ofan. Hvað heitir þessi runni?

2.  Í hvaða landi er borgin Basra?

3.  Hvaða hljómsveit gaf út plötu sem oftast er kölluð Hvíta albúmið?

4.  En hvaða Íslendingur gaf út plötuna „Hvað ef“ árið 2018 og sópaði til sín tónlistarverðlaunum fyrir gripinn?

5.  Í hvaða heimsálfu er landið Bólivía?

6.  Hver er eini forseti Íslands sem EKKI var valinn í þjóðaratkvæðagreiðslu?

7.  Karl nokkur fæddist árið 1945 og var í æsku yfirleitt kallaður Hólmar Vilhjálmsson. Hólmar var raunar millinafn hans en þegar hann lagði út á listabraut, þá lagði hann Hólmar á hilluna en tók að nota fyrst og fremst sitt fyrra skírnarnafn. Sem var ...?

8.  Einhver vinsælasti rithöfundur þjóðarinnar á fyrstu áratugum lýðveldisins var Guðrún frá Lundi, sem skrifaði Dalalíf og fleiri víðlesnar bækur. Hvers dóttir var Guðrún?

9.  Og í hvaða sveit var bærinn Lundur sem hún kenndi sig við?

10.  Einn af sigursælustu handboltakörlum okkar — sem varð vel metinn þjálfari eftir að ferlinum lauk — er alnafni þingmanns sem sat á Alþingi Íslendinga 1956-1967. Hvaða handboltamaður er þetta? — og athugið hér orðið ALnafni.

***

Seinni aukaspurning:

Hver er konan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Fjalldrapi.

2.  Írak.

3.  Bítlarnir.

4.  GDRN, Guðrún Ýr Eyfjörð.

5.  Suður-Ameríku.

6.  Sá fyrsti, Sveinn Björnsson. Alþingi kaus hann til bráðabirgða 1944 en svo var hann að vísu kosinn í þjóðaratkvæðagreiðslu ári síðar.

7.  Vilhjálmur. Þetta var sem sagt söngvarinn góðkunni Vilhjálmsson.

8.  Hún var Árnadóttir.

9.  Lundur er í Fljótum en einnig dugir að nefna Skagafjörð.

10.  Alfreð Gíslason. Hann var alnafni þingmanns Alþýðubandalagsins.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er listmálarinn Jóhannes Kjarval en á þeirri neðri tennisleikarinn Serena Williams.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár