Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret

456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret

Fyrri aukaspurning:

Hver er oní þessari kistu?

***

Aðalspurningar:

1.  Kunnugir fullyrða að á Íslandi sé til sérstakt dýrakyn, sem sé betur til forystu fallið en önnur dýr af sömu tegund. Hvaða dýr er hér um að ræða?

2.  Ætt hinna svonefndu Abbasída gegndi í margar aldir einu virðingarmesta embætti í heimi. Hvaða embætti var það?

3.  Fyrir nokkrum árum var gerð valdaránstilraun í Tyrklandi og hermenn reyndu að steypa forsetanum af stóli. Þeir voru sagðir styðja klerklærðan mann, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir annars forseti Tyrklands, sá sem átti að steypa af stóli?

5.  Hvað hét konan sem virðist hafa verið fullgild í hópi helstu lærisveina Jesúa frá Nasaret?

6.  Hver flutti fræga ræðu þar sem segir meðal annars: „Við munum berjast í fjörunum, við munum berjast á lendingarstöðunum, við munum berjast á ökrunum og á götunum, við munum berjast á hæðunum.“

7.  Gegn hverjum var viðkomandi svona til í að berjast?

8.  Blindur maður sem orti ljóð um Snorra Sturluson en fékk aldrei Nóbelsverðlaunin sem margir töldu þó að hann ætti skilið, ekki síst fyrir smásögur sínar. Hvað hét hann?

9.  Þýskir nasistar skipuðu Gyðingum á sínum svæðum að ganga með stjörnu á fötum sínum. Hvernig var stjarnan á litinn?

10.  Samkynhneigt fólk var aftur á móti auðkennt með þríhyrningi. Hvernig var hann á litinn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hér að má sjá systur tvær, Theodoru (f. 1985) og Alexöndru (f. 1986). Þær eru báðar fyrirsætur og hafa náð ágætum árangri, enda var móðir þeirra þekkt módel á sínum tíma og hefur eflaust kennt þeim fáein leyndarmál úr bransanum. Systurnar hafa einnig komið við sögu á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og lista og þykja miklir karakterar, Þær munu þó sjálfsagt þurfa að sættast á að verða alla tíð þekktastar sem dæturnar hans pabba síns en hann er víðkunnur tónlistarmaður, sem nú er að vísu kominn mjög á efri ár — ýmsum reyndar að óvörum! Hvað heitir pabbi þessara hressu kvenna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kindur.

2.  Þeir voru kalífar í Bagdad.

3.  Gülen.

4.  Erdogan.

5.  María Magdalena.

6.  Churchill.

7.  Þjóðverja.

8.  Borges. Fullu nafni Jorge Luis Borges.

9.  Gul.

10.  Bleikur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá kistu Napoleons.

Á neðri myndinni eru sem sé þær Theodora og Alexandra Richards, dætur Keiths gítarleikara í The Rolling Stones. Móðir þeirra heitir Patty Hansen.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár