Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret

456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret

Fyrri aukaspurning:

Hver er oní þessari kistu?

***

Aðalspurningar:

1.  Kunnugir fullyrða að á Íslandi sé til sérstakt dýrakyn, sem sé betur til forystu fallið en önnur dýr af sömu tegund. Hvaða dýr er hér um að ræða?

2.  Ætt hinna svonefndu Abbasída gegndi í margar aldir einu virðingarmesta embætti í heimi. Hvaða embætti var það?

3.  Fyrir nokkrum árum var gerð valdaránstilraun í Tyrklandi og hermenn reyndu að steypa forsetanum af stóli. Þeir voru sagðir styðja klerklærðan mann, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir annars forseti Tyrklands, sá sem átti að steypa af stóli?

5.  Hvað hét konan sem virðist hafa verið fullgild í hópi helstu lærisveina Jesúa frá Nasaret?

6.  Hver flutti fræga ræðu þar sem segir meðal annars: „Við munum berjast í fjörunum, við munum berjast á lendingarstöðunum, við munum berjast á ökrunum og á götunum, við munum berjast á hæðunum.“

7.  Gegn hverjum var viðkomandi svona til í að berjast?

8.  Blindur maður sem orti ljóð um Snorra Sturluson en fékk aldrei Nóbelsverðlaunin sem margir töldu þó að hann ætti skilið, ekki síst fyrir smásögur sínar. Hvað hét hann?

9.  Þýskir nasistar skipuðu Gyðingum á sínum svæðum að ganga með stjörnu á fötum sínum. Hvernig var stjarnan á litinn?

10.  Samkynhneigt fólk var aftur á móti auðkennt með þríhyrningi. Hvernig var hann á litinn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hér að má sjá systur tvær, Theodoru (f. 1985) og Alexöndru (f. 1986). Þær eru báðar fyrirsætur og hafa náð ágætum árangri, enda var móðir þeirra þekkt módel á sínum tíma og hefur eflaust kennt þeim fáein leyndarmál úr bransanum. Systurnar hafa einnig komið við sögu á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og lista og þykja miklir karakterar, Þær munu þó sjálfsagt þurfa að sættast á að verða alla tíð þekktastar sem dæturnar hans pabba síns en hann er víðkunnur tónlistarmaður, sem nú er að vísu kominn mjög á efri ár — ýmsum reyndar að óvörum! Hvað heitir pabbi þessara hressu kvenna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kindur.

2.  Þeir voru kalífar í Bagdad.

3.  Gülen.

4.  Erdogan.

5.  María Magdalena.

6.  Churchill.

7.  Þjóðverja.

8.  Borges. Fullu nafni Jorge Luis Borges.

9.  Gul.

10.  Bleikur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá kistu Napoleons.

Á neðri myndinni eru sem sé þær Theodora og Alexandra Richards, dætur Keiths gítarleikara í The Rolling Stones. Móðir þeirra heitir Patty Hansen.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár