Fyrri aukaspurning:
Hver er oní þessari kistu?
***
Aðalspurningar:
1. Kunnugir fullyrða að á Íslandi sé til sérstakt dýrakyn, sem sé betur til forystu fallið en önnur dýr af sömu tegund. Hvaða dýr er hér um að ræða?
2. Ætt hinna svonefndu Abbasída gegndi í margar aldir einu virðingarmesta embætti í heimi. Hvaða embætti var það?
3. Fyrir nokkrum árum var gerð valdaránstilraun í Tyrklandi og hermenn reyndu að steypa forsetanum af stóli. Þeir voru sagðir styðja klerklærðan mann, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Hvað heitir hann?
4. En hvað heitir annars forseti Tyrklands, sá sem átti að steypa af stóli?
5. Hvað hét konan sem virðist hafa verið fullgild í hópi helstu lærisveina Jesúa frá Nasaret?
6. Hver flutti fræga ræðu þar sem segir meðal annars: „Við munum berjast í fjörunum, við munum berjast á lendingarstöðunum, við munum berjast á ökrunum og á götunum, við munum berjast á hæðunum.“
7. Gegn hverjum var viðkomandi svona til í að berjast?
8. Blindur maður sem orti ljóð um Snorra Sturluson en fékk aldrei Nóbelsverðlaunin sem margir töldu þó að hann ætti skilið, ekki síst fyrir smásögur sínar. Hvað hét hann?
9. Þýskir nasistar skipuðu Gyðingum á sínum svæðum að ganga með stjörnu á fötum sínum. Hvernig var stjarnan á litinn?
10. Samkynhneigt fólk var aftur á móti auðkennt með þríhyrningi. Hvernig var hann á litinn?
***
Seinni aukaspurning:
Hér að má sjá systur tvær, Theodoru (f. 1985) og Alexöndru (f. 1986). Þær eru báðar fyrirsætur og hafa náð ágætum árangri, enda var móðir þeirra þekkt módel á sínum tíma og hefur eflaust kennt þeim fáein leyndarmál úr bransanum. Systurnar hafa einnig komið við sögu á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og lista og þykja miklir karakterar, Þær munu þó sjálfsagt þurfa að sættast á að verða alla tíð þekktastar sem dæturnar hans pabba síns en hann er víðkunnur tónlistarmaður, sem nú er að vísu kominn mjög á efri ár — ýmsum reyndar að óvörum! Hvað heitir pabbi þessara hressu kvenna?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Kindur.
2. Þeir voru kalífar í Bagdad.
3. Gülen.
4. Erdogan.
5. María Magdalena.
6. Churchill.
7. Þjóðverja.
8. Borges. Fullu nafni Jorge Luis Borges.
9. Gul.
10. Bleikur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá kistu Napoleons.
Á neðri myndinni eru sem sé þær Theodora og Alexandra Richards, dætur Keiths gítarleikara í The Rolling Stones. Móðir þeirra heitir Patty Hansen.
***
Lítið svo á hlekkina hér að neðan.
Athugasemdir