Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret

456. spurningaþraut: Helsta konan í hópi lærisveina Jesúa frá Nasaret

Fyrri aukaspurning:

Hver er oní þessari kistu?

***

Aðalspurningar:

1.  Kunnugir fullyrða að á Íslandi sé til sérstakt dýrakyn, sem sé betur til forystu fallið en önnur dýr af sömu tegund. Hvaða dýr er hér um að ræða?

2.  Ætt hinna svonefndu Abbasída gegndi í margar aldir einu virðingarmesta embætti í heimi. Hvaða embætti var það?

3.  Fyrir nokkrum árum var gerð valdaránstilraun í Tyrklandi og hermenn reyndu að steypa forsetanum af stóli. Þeir voru sagðir styðja klerklærðan mann, sem er í útlegð í Bandaríkjunum. Hvað heitir hann?

4.  En hvað heitir annars forseti Tyrklands, sá sem átti að steypa af stóli?

5.  Hvað hét konan sem virðist hafa verið fullgild í hópi helstu lærisveina Jesúa frá Nasaret?

6.  Hver flutti fræga ræðu þar sem segir meðal annars: „Við munum berjast í fjörunum, við munum berjast á lendingarstöðunum, við munum berjast á ökrunum og á götunum, við munum berjast á hæðunum.“

7.  Gegn hverjum var viðkomandi svona til í að berjast?

8.  Blindur maður sem orti ljóð um Snorra Sturluson en fékk aldrei Nóbelsverðlaunin sem margir töldu þó að hann ætti skilið, ekki síst fyrir smásögur sínar. Hvað hét hann?

9.  Þýskir nasistar skipuðu Gyðingum á sínum svæðum að ganga með stjörnu á fötum sínum. Hvernig var stjarnan á litinn?

10.  Samkynhneigt fólk var aftur á móti auðkennt með þríhyrningi. Hvernig var hann á litinn? 

***

Seinni aukaspurning:

Hér að má sjá systur tvær, Theodoru (f. 1985) og Alexöndru (f. 1986). Þær eru báðar fyrirsætur og hafa náð ágætum árangri, enda var móðir þeirra þekkt módel á sínum tíma og hefur eflaust kennt þeim fáein leyndarmál úr bransanum. Systurnar hafa einnig komið við sögu á ýmsum sviðum fjölmiðlunar og lista og þykja miklir karakterar, Þær munu þó sjálfsagt þurfa að sættast á að verða alla tíð þekktastar sem dæturnar hans pabba síns en hann er víðkunnur tónlistarmaður, sem nú er að vísu kominn mjög á efri ár — ýmsum reyndar að óvörum! Hvað heitir pabbi þessara hressu kvenna?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Kindur.

2.  Þeir voru kalífar í Bagdad.

3.  Gülen.

4.  Erdogan.

5.  María Magdalena.

6.  Churchill.

7.  Þjóðverja.

8.  Borges. Fullu nafni Jorge Luis Borges.

9.  Gul.

10.  Bleikur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá kistu Napoleons.

Á neðri myndinni eru sem sé þær Theodora og Alexandra Richards, dætur Keiths gítarleikara í The Rolling Stones. Móðir þeirra heitir Patty Hansen.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
1
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
3
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár