Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað á Íslandi má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  John Dillinger hét maður. Hvað fékkst hann helst við í lífinu? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt. 

2.  Ítalir urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta karla. En hve margir eru heimsmeistaratitlar þeirra?

3.  Fyrirbæri eitt er til í mörgum gerðum en sú algengasta og útbreiddasta er kölluð á latínu „triticum aestivum“. Hljómsveitin Stuðmenn söng um mann sem var kominn að niðurlotum, líklega vegna ofneyslu eða ofnotkunar á triticum aestivum. Gælunafn mannsins virðist að minnsta kosti benda til þess. Hann ber sig þó vel og húmbúkkaði kerfið eftir kvöldmat. Hvað er þetta triticum aestivum?

4.  Í sagnfræði er talað um steinöld og seinna rann upp járnöld. En hvaða öld er sögð hafa verið þarna inn á milli?

5.  Þegar Stöð 2 hóf göngu sína 1986 voru karlmenn áberandi meðal stjórnenda en ein kona lét þó víða til sín taka í dagskránni, arkitekt að mennt. Hún heitir ...?

6.  Jerry Hall heitir kona ein bandarísk og var ein margprísaðasta fyrirsæta heimsins þegar hún gekk í hjónaband 1990 með frægum tónlistarmanni. Þau áttu þá þegar nokkur börn saman. Hjónaband þeirra tveggja var þó seinna úrskurðað ógilt og að engu hafandi. Hver er tónlistarmaðurinn?

7.  Hall og tónlistarmaðurinn skildu að skiptum en 2016 gekk hún sannarlega í löglegt hjónaband, og að þessu sinni með athafnamanni einum kunnum en umdeildum. Hvað heitir hann?

8.  Hvaðan kemur Roma-fólkið?

9.  Enskumælandi þjóðir kölluðu Roma-fólk Gypsies. Orðið Gypsy varð til vegna þess að menn töldu að Roma-fólkið kæmi frá allt öðru landi. Hvaða landi?

10.  Þjóðverjar og fleiri (til dæmis Íslendingar) nefndu Roma-þjóðina hins vegar Sígauna. Það orð er dregið af þýskri rót sem merkir ...? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bankaræningi. „Glæpamaður“ dugar því miður ekki.

2.  Fjórir.

3.  Hveiti. Sjá hér Hveitibjörn Stuðmanna: 

4.  Bronsöld.

5.  Valgerður Matthíasdóttir, Vala Matt.

6.  Mick Jagger.

7.  Murdoch.

8.  Indlandi.

9.  Egiftalandi — öðru nafni „Egypt“ sem varð að„Gypsy“.

10.  Hinir ósnertanlegu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Seyðisfjörður.

Á neðri myndinni er Valdimar Örn Flygenring að leika í margfrægri Calvin Klein-auglýsingu fyrir 30 árum eða svo.

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár