Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað á Íslandi má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  John Dillinger hét maður. Hvað fékkst hann helst við í lífinu? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt. 

2.  Ítalir urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta karla. En hve margir eru heimsmeistaratitlar þeirra?

3.  Fyrirbæri eitt er til í mörgum gerðum en sú algengasta og útbreiddasta er kölluð á latínu „triticum aestivum“. Hljómsveitin Stuðmenn söng um mann sem var kominn að niðurlotum, líklega vegna ofneyslu eða ofnotkunar á triticum aestivum. Gælunafn mannsins virðist að minnsta kosti benda til þess. Hann ber sig þó vel og húmbúkkaði kerfið eftir kvöldmat. Hvað er þetta triticum aestivum?

4.  Í sagnfræði er talað um steinöld og seinna rann upp járnöld. En hvaða öld er sögð hafa verið þarna inn á milli?

5.  Þegar Stöð 2 hóf göngu sína 1986 voru karlmenn áberandi meðal stjórnenda en ein kona lét þó víða til sín taka í dagskránni, arkitekt að mennt. Hún heitir ...?

6.  Jerry Hall heitir kona ein bandarísk og var ein margprísaðasta fyrirsæta heimsins þegar hún gekk í hjónaband 1990 með frægum tónlistarmanni. Þau áttu þá þegar nokkur börn saman. Hjónaband þeirra tveggja var þó seinna úrskurðað ógilt og að engu hafandi. Hver er tónlistarmaðurinn?

7.  Hall og tónlistarmaðurinn skildu að skiptum en 2016 gekk hún sannarlega í löglegt hjónaband, og að þessu sinni með athafnamanni einum kunnum en umdeildum. Hvað heitir hann?

8.  Hvaðan kemur Roma-fólkið?

9.  Enskumælandi þjóðir kölluðu Roma-fólk Gypsies. Orðið Gypsy varð til vegna þess að menn töldu að Roma-fólkið kæmi frá allt öðru landi. Hvaða landi?

10.  Þjóðverjar og fleiri (til dæmis Íslendingar) nefndu Roma-þjóðina hins vegar Sígauna. Það orð er dregið af þýskri rót sem merkir ...? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bankaræningi. „Glæpamaður“ dugar því miður ekki.

2.  Fjórir.

3.  Hveiti. Sjá hér Hveitibjörn Stuðmanna: 

4.  Bronsöld.

5.  Valgerður Matthíasdóttir, Vala Matt.

6.  Mick Jagger.

7.  Murdoch.

8.  Indlandi.

9.  Egiftalandi — öðru nafni „Egypt“ sem varð að„Gypsy“.

10.  Hinir ósnertanlegu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Seyðisfjörður.

Á neðri myndinni er Valdimar Örn Flygenring að leika í margfrægri Calvin Klein-auglýsingu fyrir 30 árum eða svo.

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár