Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað á Íslandi má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  John Dillinger hét maður. Hvað fékkst hann helst við í lífinu? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt. 

2.  Ítalir urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta karla. En hve margir eru heimsmeistaratitlar þeirra?

3.  Fyrirbæri eitt er til í mörgum gerðum en sú algengasta og útbreiddasta er kölluð á latínu „triticum aestivum“. Hljómsveitin Stuðmenn söng um mann sem var kominn að niðurlotum, líklega vegna ofneyslu eða ofnotkunar á triticum aestivum. Gælunafn mannsins virðist að minnsta kosti benda til þess. Hann ber sig þó vel og húmbúkkaði kerfið eftir kvöldmat. Hvað er þetta triticum aestivum?

4.  Í sagnfræði er talað um steinöld og seinna rann upp járnöld. En hvaða öld er sögð hafa verið þarna inn á milli?

5.  Þegar Stöð 2 hóf göngu sína 1986 voru karlmenn áberandi meðal stjórnenda en ein kona lét þó víða til sín taka í dagskránni, arkitekt að mennt. Hún heitir ...?

6.  Jerry Hall heitir kona ein bandarísk og var ein margprísaðasta fyrirsæta heimsins þegar hún gekk í hjónaband 1990 með frægum tónlistarmanni. Þau áttu þá þegar nokkur börn saman. Hjónaband þeirra tveggja var þó seinna úrskurðað ógilt og að engu hafandi. Hver er tónlistarmaðurinn?

7.  Hall og tónlistarmaðurinn skildu að skiptum en 2016 gekk hún sannarlega í löglegt hjónaband, og að þessu sinni með athafnamanni einum kunnum en umdeildum. Hvað heitir hann?

8.  Hvaðan kemur Roma-fólkið?

9.  Enskumælandi þjóðir kölluðu Roma-fólk Gypsies. Orðið Gypsy varð til vegna þess að menn töldu að Roma-fólkið kæmi frá allt öðru landi. Hvaða landi?

10.  Þjóðverjar og fleiri (til dæmis Íslendingar) nefndu Roma-þjóðina hins vegar Sígauna. Það orð er dregið af þýskri rót sem merkir ...? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bankaræningi. „Glæpamaður“ dugar því miður ekki.

2.  Fjórir.

3.  Hveiti. Sjá hér Hveitibjörn Stuðmanna: 

4.  Bronsöld.

5.  Valgerður Matthíasdóttir, Vala Matt.

6.  Mick Jagger.

7.  Murdoch.

8.  Indlandi.

9.  Egiftalandi — öðru nafni „Egypt“ sem varð að„Gypsy“.

10.  Hinir ósnertanlegu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Seyðisfjörður.

Á neðri myndinni er Valdimar Örn Flygenring að leika í margfrægri Calvin Klein-auglýsingu fyrir 30 árum eða svo.

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár