Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

455. spurningaþraut: Hér er spurt um karla tvo sem fyrirsæta ein lagði lag sitt við, og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvaða stað á Íslandi má sjá á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  John Dillinger hét maður. Hvað fékkst hann helst við í lífinu? Svarið þarf að vera þokkalega nákvæmt. 

2.  Ítalir urðu um daginn Evrópumeistarar í fótbolta karla. En hve margir eru heimsmeistaratitlar þeirra?

3.  Fyrirbæri eitt er til í mörgum gerðum en sú algengasta og útbreiddasta er kölluð á latínu „triticum aestivum“. Hljómsveitin Stuðmenn söng um mann sem var kominn að niðurlotum, líklega vegna ofneyslu eða ofnotkunar á triticum aestivum. Gælunafn mannsins virðist að minnsta kosti benda til þess. Hann ber sig þó vel og húmbúkkaði kerfið eftir kvöldmat. Hvað er þetta triticum aestivum?

4.  Í sagnfræði er talað um steinöld og seinna rann upp járnöld. En hvaða öld er sögð hafa verið þarna inn á milli?

5.  Þegar Stöð 2 hóf göngu sína 1986 voru karlmenn áberandi meðal stjórnenda en ein kona lét þó víða til sín taka í dagskránni, arkitekt að mennt. Hún heitir ...?

6.  Jerry Hall heitir kona ein bandarísk og var ein margprísaðasta fyrirsæta heimsins þegar hún gekk í hjónaband 1990 með frægum tónlistarmanni. Þau áttu þá þegar nokkur börn saman. Hjónaband þeirra tveggja var þó seinna úrskurðað ógilt og að engu hafandi. Hver er tónlistarmaðurinn?

7.  Hall og tónlistarmaðurinn skildu að skiptum en 2016 gekk hún sannarlega í löglegt hjónaband, og að þessu sinni með athafnamanni einum kunnum en umdeildum. Hvað heitir hann?

8.  Hvaðan kemur Roma-fólkið?

9.  Enskumælandi þjóðir kölluðu Roma-fólk Gypsies. Orðið Gypsy varð til vegna þess að menn töldu að Roma-fólkið kæmi frá allt öðru landi. Hvaða landi?

10.  Þjóðverjar og fleiri (til dæmis Íslendingar) nefndu Roma-þjóðina hins vegar Sígauna. Það orð er dregið af þýskri rót sem merkir ...? 

***

Seinni aukaspurning:

Hvað er að gerast á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Bankaræningi. „Glæpamaður“ dugar því miður ekki.

2.  Fjórir.

3.  Hveiti. Sjá hér Hveitibjörn Stuðmanna: 

4.  Bronsöld.

5.  Valgerður Matthíasdóttir, Vala Matt.

6.  Mick Jagger.

7.  Murdoch.

8.  Indlandi.

9.  Egiftalandi — öðru nafni „Egypt“ sem varð að„Gypsy“.

10.  Hinir ósnertanlegu.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Seyðisfjörður.

Á neðri myndinni er Valdimar Örn Flygenring að leika í margfrægri Calvin Klein-auglýsingu fyrir 30 árum eða svo.

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár