Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

454. spurningaþraut: 99 milljón ára gamlar leifar af dýri einu — hvaða dýri?

454. spurningaþraut: 99 milljón ára gamlar leifar af dýri einu — hvaða dýri?

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er flugvélin sem hér sést? Hér þarf allnákvæmt svar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki kalla heimamenn Nippon?

2.  Einu sinni var skrifuð skáldsaga um karl sem lifði syndsamlegu og illu lífi en þó sáust aldrei nein merki hins óholla lífernis á karlinum. Ástæðan var sú að hann átti málverk af sér og mynd hans á málverkinu varð gömul, hrukkótt, grimmdarleg og ljót. Hvað hét karlinn í sögunni?

3.  Hver var höfundur sögunnar?

4.  Hann var um tíma dæmdur í fangelsi. Hver var ástæðan fyrir fangelsisvistinni?

5.  Þessi höfundur orti líka ljóð og í íslenskri þýðingu á frægu kvæði eftir hann segir á þessa leið: „Allir drepa ...“ hvað??

6.  Í Hukawng-dal í Mianmar (sem nú heitir) gerðist það fyrir 99 milljónum ára að merkileg trjákvoða („Kachin-kvoða“) rann yfir og drekkti líkama dýrs nokkurs, sem síðan varðveittist heilt í kvoðunni öll þau tæplega 100 milljón ár sem síðan eru liðin. Líkami dýrsins í kvoðunni eru elstu leifar þessa dýrs sem varðveist hafa. Það er sem sagt ansi gamalt í hettunni. Oft fer lítið fyrir dýrinu en það hefur þó vakið nokkra athygli upp á síðkastið. Á latínu kallast dýrið „ceratopogonidae culicoides“ en hvað heitir það á íslensku?

7.  Í landi er borgin Cork?

8.  Talia Shire heitir bandarísk leikkona sem nú er orðin 75 ára en vann sér til frægðar að leika stór hlutverk í tveimur af kunnustu bíómyndaseríum Bandaríkjanna á ofanverðri síðustu öld. Hvaða seríur voru það? Nefna þarf báðar.

9.  Nicole Kidman heitir önnur leikkona. Hún var einu sinni gift furðufugli einum sem heitir ...

10.  Verðandi eiginkona hvaða þýska nasistaleiðtoga kom til Íslands í skemmtiferð sumarið 1939, skömmu áður en síðari heimsstyrjöldin hófst?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir eyjaklasinn sem sjá má hér fyrir (nokkurn veginn) miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Dorian Gray.

3.  Oscar Wilde.

4.  Samkynhneigð.

5.  „... yndið sitt.“

6.  Lúsmý.

7.  Írlandi.

8.  Hún lék í Guðföður-myndunum og Rocky-myndunum.

9.  Tom Cruise.

10.  Hitlers.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Boeing 747. Númerið verður að vera rétt.

Á neðri myndinn eru Hjaltlandseyjar í miðið (nokkurn veginn) en neðst vinstra megin sér í Orkneyjar og lengst til hægri í Noreg. Hið enska heiti þeirra, Shetland, er líka gjaldgengt.

Á myndinni hér má sjá eyjarnar í miðið og nágrannalöndin, Ísland efst til vinstri.

Hér að neðan eru svo hlekkir á aðrar þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár