454. spurningaþraut: 99 milljón ára gamlar leifar af dýri einu — hvaða dýri?

454. spurningaþraut: 99 milljón ára gamlar leifar af dýri einu — hvaða dýri?

Fyrri aukaspurning:

Af hvaða tegund er flugvélin sem hér sést? Hér þarf allnákvæmt svar.

***

Aðalspurningar:

1.  Hvaða ríki kalla heimamenn Nippon?

2.  Einu sinni var skrifuð skáldsaga um karl sem lifði syndsamlegu og illu lífi en þó sáust aldrei nein merki hins óholla lífernis á karlinum. Ástæðan var sú að hann átti málverk af sér og mynd hans á málverkinu varð gömul, hrukkótt, grimmdarleg og ljót. Hvað hét karlinn í sögunni?

3.  Hver var höfundur sögunnar?

4.  Hann var um tíma dæmdur í fangelsi. Hver var ástæðan fyrir fangelsisvistinni?

5.  Þessi höfundur orti líka ljóð og í íslenskri þýðingu á frægu kvæði eftir hann segir á þessa leið: „Allir drepa ...“ hvað??

6.  Í Hukawng-dal í Mianmar (sem nú heitir) gerðist það fyrir 99 milljónum ára að merkileg trjákvoða („Kachin-kvoða“) rann yfir og drekkti líkama dýrs nokkurs, sem síðan varðveittist heilt í kvoðunni öll þau tæplega 100 milljón ár sem síðan eru liðin. Líkami dýrsins í kvoðunni eru elstu leifar þessa dýrs sem varðveist hafa. Það er sem sagt ansi gamalt í hettunni. Oft fer lítið fyrir dýrinu en það hefur þó vakið nokkra athygli upp á síðkastið. Á latínu kallast dýrið „ceratopogonidae culicoides“ en hvað heitir það á íslensku?

7.  Í landi er borgin Cork?

8.  Talia Shire heitir bandarísk leikkona sem nú er orðin 75 ára en vann sér til frægðar að leika stór hlutverk í tveimur af kunnustu bíómyndaseríum Bandaríkjanna á ofanverðri síðustu öld. Hvaða seríur voru það? Nefna þarf báðar.

9.  Nicole Kidman heitir önnur leikkona. Hún var einu sinni gift furðufugli einum sem heitir ...

10.  Verðandi eiginkona hvaða þýska nasistaleiðtoga kom til Íslands í skemmtiferð sumarið 1939, skömmu áður en síðari heimsstyrjöldin hófst?

***

Síðari aukaspurning:

Hvað heitir eyjaklasinn sem sjá má hér fyrir (nokkurn veginn) miðri mynd?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Japan.

2.  Dorian Gray.

3.  Oscar Wilde.

4.  Samkynhneigð.

5.  „... yndið sitt.“

6.  Lúsmý.

7.  Írlandi.

8.  Hún lék í Guðföður-myndunum og Rocky-myndunum.

9.  Tom Cruise.

10.  Hitlers.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Boeing 747. Númerið verður að vera rétt.

Á neðri myndinn eru Hjaltlandseyjar í miðið (nokkurn veginn) en neðst vinstra megin sér í Orkneyjar og lengst til hægri í Noreg. Hið enska heiti þeirra, Shetland, er líka gjaldgengt.

Á myndinni hér má sjá eyjarnar í miðið og nágrannalöndin, Ísland efst til vinstri.

Hér að neðan eru svo hlekkir á aðrar þrautir.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár