Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

453. spurningaþraut: Leikurinn gerist í litlum bæ

453. spurningaþraut: Leikurinn gerist í litlum bæ

Fyrri aukaspurning:

Hver er konan á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hétu synir Nóa, þess er örkina byggði?

2.  Eftir að Nóaflóðið sjatnaði vildi svo til einu sinni að Nói bölvaði einum syni sínum og öllum hans afkomendum. Hvað hafði sonurinn gert af sér að mati Nóa?

3.  Undir hvaða nafni er Siddhārtha Gautama þekktastur?

4.  Þegar enska fótboltalandsliðið hélt á EM um daginn gaf hljómsveit ein út lag til stuðnings liðinu. Lagið heitir:  „Southgate, You're the One (Football's Coming Home Again)“ og er endurgerð á vinsælu lagi hljómsveitarinnar frá árinu 2000, „Whole Again“. Hljómsveitin hefur lengst af verið tríó og þegar EM-lagið var gefið út gekk Jenny Frost aftur í sveitina eftir nokkurt hlé. Hvað heitir hljómsveitin?

5.  Öðruhvoru síðustu ár hafa borist fregnir af því að síld hafi hrannast inn í fjörð einn hér við land og drepist í massavís af súrefnisskorti. Hvað heitir fjörðurinn?

6.  En hvar á landinu er hann?

7.  Leikurinn gerist í litlum bæ þar sem lögum og reglum er kastað á glæ. Hvern var reynt að fá til að róa liðið?

8.  Immanuel Kant, Georg Wilhelm Friedrich Hegel, Arthur Schopenhauer, Gottfried Wilhelm Leibniz, Edmund Husserl, Martin Heidegger voru allir Þjóðverjar. En hvað fengust þeir allir við í lífinu?

9.  Eswatini heitir ríki eitt í Afríku en fram til ársins 2018 hét það allt öðru nafni. Hvað var gamla nafnið?

10.  Hverjir gefa út tímaritið Úlfljótur?

***

Seinni aukaspurning:

Hér að neðan er brúðkaupsmynd frá 1964. Hvað heita brúðhjónin? Hafa þarf bæði nöfnin rétt.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Sem, Kam (eða Ham) og Jafet.

2.  Nói bölvaði Kam vegna þess að hann hafði séð hann (Nóa) allsberan. Það var mikil synd.

3.  Buddha.

4.  Atomic Kitten.

5.  Kolgrafarfjörður.

6.  Snæfellsnesi.

7.  Roy Rogers. 

Halli og Laddi:Roy Rogers

8.  Þeir voru heimspekingar.

9.  Swaziland.

10.  Laganemar.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er söngkonan Taylor Swift.

Á neðri myndinni eru leikararnir Elizabeth Taylor og Richard Burton.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár