452. spurningaþraut: Íþróttafréttamaður, tveir forsetar, Jörðin og fleira

452. spurningaþraut: Íþróttafréttamaður, tveir forsetar, Jörðin og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heita berin á myndinni hér að ofan — á íslensku? Margir þekkja enska nafnið á þeim en vér spyrjum sem sé um hið íslenska að þessu sinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Íþróttafréttamaður einn á miðjum aldri sem starfaði fyrst lengi á Ríkisútvarpinu en síðan líka lengi á Stöð 2, hann hefur nú dúkkað upp sem vanalegur fréttamaður á RÚV. Hvað heitir hann?

2.  Dóttir hans hefur fetað í fótspor föður síns sem íþróttafréttamaður. Hvað heitir hún?

3.  Og hún hefur líka annast umsjón með gamalgrónum og vinsælum sjónvarpsþætti, sem ekki snýst um íþróttir. Hver er sá sjónvarpsþáttur?

4.  Í hvaða landi er fljótið Ob?

5.  Hvar var Jacob Zuma forseti?

6.  Í hvaða borg eru píramídarnir miklu? Hér þarf hárnákvæmt svar.

7.  Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna og síðan forseti heimalands síns, Austurríkis. Þá kom upp úr dúrnum að hann átti sér ófagra fortíð í síðari heimsstyrjöldinni. Hvað hét hann?

8.  Hvar í röðinni að stærð (þvermáli) er Jörðin okkar í hópi reikistjarna sólkerfisins?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Guyana?

10.  Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á þingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða listamaður málaði verkið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Arnar Björnsson.

2.  Kristjana.

3.  Gettu betur.

4.  Rússlandi.

5.  Suður-Afríka.

6.  Giza. Sú borg er nú vaxin saman við höfuðborgina Kairó en telst þó enn sérstök borg.

7.  Waldheim.

8.  Hún er sú fimmta.

9.  Suður-Ameríku. (Ýmis ríki sem heita Gínea eru hins vegar bæði í Afríku og Asíu.)

10.  Viðreisn.

***

Svör við aukaspurningum:

Berin á efri myndinni heita trönuber eða mýraber. Á ensku kallast þau cranberries.

Verkið á neðri myndinni málaði Mondrian.

***

Og gætið að hlekkjum annarra þrauta hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár