Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

452. spurningaþraut: Íþróttafréttamaður, tveir forsetar, Jörðin og fleira

452. spurningaþraut: Íþróttafréttamaður, tveir forsetar, Jörðin og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heita berin á myndinni hér að ofan — á íslensku? Margir þekkja enska nafnið á þeim en vér spyrjum sem sé um hið íslenska að þessu sinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Íþróttafréttamaður einn á miðjum aldri sem starfaði fyrst lengi á Ríkisútvarpinu en síðan líka lengi á Stöð 2, hann hefur nú dúkkað upp sem vanalegur fréttamaður á RÚV. Hvað heitir hann?

2.  Dóttir hans hefur fetað í fótspor föður síns sem íþróttafréttamaður. Hvað heitir hún?

3.  Og hún hefur líka annast umsjón með gamalgrónum og vinsælum sjónvarpsþætti, sem ekki snýst um íþróttir. Hver er sá sjónvarpsþáttur?

4.  Í hvaða landi er fljótið Ob?

5.  Hvar var Jacob Zuma forseti?

6.  Í hvaða borg eru píramídarnir miklu? Hér þarf hárnákvæmt svar.

7.  Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna og síðan forseti heimalands síns, Austurríkis. Þá kom upp úr dúrnum að hann átti sér ófagra fortíð í síðari heimsstyrjöldinni. Hvað hét hann?

8.  Hvar í röðinni að stærð (þvermáli) er Jörðin okkar í hópi reikistjarna sólkerfisins?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Guyana?

10.  Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á þingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða listamaður málaði verkið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Arnar Björnsson.

2.  Kristjana.

3.  Gettu betur.

4.  Rússlandi.

5.  Suður-Afríka.

6.  Giza. Sú borg er nú vaxin saman við höfuðborgina Kairó en telst þó enn sérstök borg.

7.  Waldheim.

8.  Hún er sú fimmta.

9.  Suður-Ameríku. (Ýmis ríki sem heita Gínea eru hins vegar bæði í Afríku og Asíu.)

10.  Viðreisn.

***

Svör við aukaspurningum:

Berin á efri myndinni heita trönuber eða mýraber. Á ensku kallast þau cranberries.

Verkið á neðri myndinni málaði Mondrian.

***

Og gætið að hlekkjum annarra þrauta hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár