Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

452. spurningaþraut: Íþróttafréttamaður, tveir forsetar, Jörðin og fleira

452. spurningaþraut: Íþróttafréttamaður, tveir forsetar, Jörðin og fleira

Fyrri aukaspurning:

Hvað heita berin á myndinni hér að ofan — á íslensku? Margir þekkja enska nafnið á þeim en vér spyrjum sem sé um hið íslenska að þessu sinni.

***

Aðalspurningar:

1.  Íþróttafréttamaður einn á miðjum aldri sem starfaði fyrst lengi á Ríkisútvarpinu en síðan líka lengi á Stöð 2, hann hefur nú dúkkað upp sem vanalegur fréttamaður á RÚV. Hvað heitir hann?

2.  Dóttir hans hefur fetað í fótspor föður síns sem íþróttafréttamaður. Hvað heitir hún?

3.  Og hún hefur líka annast umsjón með gamalgrónum og vinsælum sjónvarpsþætti, sem ekki snýst um íþróttir. Hver er sá sjónvarpsþáttur?

4.  Í hvaða landi er fljótið Ob?

5.  Hvar var Jacob Zuma forseti?

6.  Í hvaða borg eru píramídarnir miklu? Hér þarf hárnákvæmt svar.

7.  Hann var aðalritari Sameinuðu þjóðanna og síðan forseti heimalands síns, Austurríkis. Þá kom upp úr dúrnum að hann átti sér ófagra fortíð í síðari heimsstyrjöldinni. Hvað hét hann?

8.  Hvar í röðinni að stærð (þvermáli) er Jörðin okkar í hópi reikistjarna sólkerfisins?

9.  Í hvaða heimsálfu er ríkið Guyana?

10.  Fyrir hvaða stjórnmálaflokk situr Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir á þingi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða listamaður málaði verkið hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Arnar Björnsson.

2.  Kristjana.

3.  Gettu betur.

4.  Rússlandi.

5.  Suður-Afríka.

6.  Giza. Sú borg er nú vaxin saman við höfuðborgina Kairó en telst þó enn sérstök borg.

7.  Waldheim.

8.  Hún er sú fimmta.

9.  Suður-Ameríku. (Ýmis ríki sem heita Gínea eru hins vegar bæði í Afríku og Asíu.)

10.  Viðreisn.

***

Svör við aukaspurningum:

Berin á efri myndinni heita trönuber eða mýraber. Á ensku kallast þau cranberries.

Verkið á neðri myndinni málaði Mondrian.

***

Og gætið að hlekkjum annarra þrauta hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár