Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar

For­svars­menn hóps­ins Öfg­ar hyggj­ast leita rétt­ar síns vegna morð­hót­un­ar. Þær segja ým­is kon­ar hót­an­ir og ærumeið­ing­ar hafa borist eft­ir að þær birtu sög­ur um ónafn­greind­an tón­list­ar­mann.

Hótað nauðgun og aftöku fyrir að birta frásagnirnar
Ólöf Tara Harðardóttir og Hulda Hrund Sigmundsdóttir Meðlimir úr hópnum Öfgar hafa fengið hótanir undanfarna viku. Mynd: Karlmennskan

Forsvarsmenn hópsins Öfgar hyggjast tilkynna morðhótun til lögreglu. Konurnar segjast hafa búist við hörðum viðbrögðum þegar þær birtu sögur um ónefndan tónlistarmann, en að vinir og ættingjar hafi gert þeim ljóst að hótanir um nauðganir og að vera leiddar fyrir aftökusveit væru alvarlegar.

Tiktok-hópurinn Öfgar samanstendur af átta konum á mismunandi aldri og með ólíkan bakgrunn sem ætluðu að taka sig saman um að fræða fólk um femínisma, meðal annars með léttu gríni. Hópurinn birti 20 sögur af ónafngreindum tónlistarmanni sem nú hefur fjölgað í 32. Enginn var nafngreindur í sögunum, en fjölmiðlar greindu frá því að um Ingólf Þórarinsson væri að ræða, Ingó Veðurguð, sem átti að leiða brekkusönginn á Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum í sumar. Fallið hefur frá þeirri bókun, en Ingólfur hefur sagt ásakanirnar „fáránlegar“. Hann hefur sagst ætla að leita réttar síns í málinu, bregðast við af fullum þunga og að hann sé með nokkra lögfræðinga sér innan handar í málinu.

Hulda Hrund Sigmundsdóttir úr Öfgum segir að ýmislegt misjafnt hafi verið skrifað um þær á netinu síðan þær birtu sögurnar fyrir rúmri viku, enda hafi verið við því að búast. Sumt sé þó alvarlegra en annað. „Það er aðili sem bloggar undir nafni og hann skrifaði að það ætti að taka okkur allar út fyrir skotsveit og taka okkur af lífi. Fyrst fannst okkur þetta ekki vera neitt neitt af því að athugasemdirnar sem við erum að fá eru margar svo mikill viðbjóður, þangað til við fórum að ræða þetta við vini og ættingja. Þau sögðu að þetta væri hótun og að við ættum að tilkynna þetta til lögreglu,“ segir Hulda.

„Við höfum ekki verið að átta okkur á alvarleika þess sem hefur verið skrifað um okkur“

Þá hafi þeim ýmist verið líkt við haturssamtökin Ku Klux Klan eða verið kallaðar nornir. „Við höfum ekki verið að átta okkur á alvarleika þess sem hefur verið skrifað um okkur. Annar bloggari kallar okkur KKK og segir að við séum með sömu aðferðir og hryðjuverkamenn. Sami aðili vildi að við yrðum kærðar fyrir að birta sögurnar.“

Hulda segir að í farvegi sé að tilkynna hótunina til lögreglunnar. „Við erum búin að tala við lögfræðinga sem við þekkjum og það er smá ferli sem við þurfum að fara í fyrst,“ segir hún en bætir því við að mikið hafi einnig verið um jákvæð skilaboð. „Við erum að fá miklu betri viðtökur en okkur óraði fyrir. Miðað við reynsluna af svona aktívisma hingað til finnst okkur þetta mikill meðbyr. Hann gefur okkur orku til að halda áfram.“

Fékk tvö nafnlaus símtöl

Ólöf Tara Harðardóttir, sem einnig er í hópnum, greindi í maí frá því á samfélagsmiðlum að sögur gengju um ofbeldi ákveðins manns gegn konu, en nafngreindi engan í færslum sínum. Í kjölfarið steig Sölvi Tryggvason fjölmiðlamaður fram og hafnaði sögunum. Síðar kom í ljós að tvær konur höfðu kært Sölva til lögreglu.

Hótun til Ólafar TöruKonurnar í Öfgum segjast hafa átt von á hörðum viðbrögðum við sögunum.

Ólöf segist hafa sætt miklu áreiti eftir færslurnar. „Ég fékk tvö símtöl úr óskráðum númerum,“ segir hún. „Í öðru var mér hótað nauðgun og líkamsárás í hinu. Að ef ég léti sjá mig út á götu yrði ég lamin í stöppu. Ég fékk líka skilaboð þar sem ég var hvött til að fremja sjálfsvíg.“

„Í öðru var mér hótað nauðgun og líkamsárás í hinu“

Hún leggur áherslu á að hún hafi aldrei nafngreint neinn, ekki frekar en að hópurinn Öfgar hafi tengt sögurnar við Ingólf. „Það er ekki mitt að nafngreina einn né neinn,“ segir hún. „Ég fékk alveg nett sjokk við símtölin, en við vissum alveg að svona mundi gerast. Við viljum undirstrika að þó við séum kallaðar „öfgafemínistar“ þá hefur verið mjög öfgafull orðræða og hótanir gegn okkur.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
2
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.
Sjálfsvígi fylgir eitruð sorg
4
Viðtal

Sjálfs­vígi fylg­ir eitr­uð sorg

Eg­ill Heið­ar Ant­on Páls­son á ræt­ur að rekja til Spán­ar, þar sem móð­ir hans fædd­ist inn í miðja borg­ara­styrj­öld. Tólf ára gam­all kynnt­ist hann sorg­inni þeg­ar bróð­ir hans svipti sig lífi. Áð­ur en ein­hver gat sagt hon­um það vissi Eg­ill hvað hefði gerst og hvernig. Fyr­ir vik­ið glímdi hann við sjálfs­ásak­an­ir og sekt­ar­kennd. Eg­ill hef­ur dökkt yf­ir­bragð móð­ur sinn­ar og lengi var dökkt yf­ir, en hon­um tókst að rata rétta leið og á að baki far­sæl­an fer­il sem leik­stjóri. Nú stýr­ir hann Borg­ar­leik­hús­inu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Heimaskólinn ákveðin forréttindi
6
Viðtal

Heima­skól­inn ákveð­in for­rétt­indi

Systkini í Mos­fells­bæ fóru í hefð­bund­inn grunn­skóla í haust eft­ir að hafa ver­ið í heima­skóla síð­ustu ár. Sól­veig Svavars­dótt­ir, móð­ir þeirra, sem sinnti heima­kennsl­unni, seg­ir þetta hafa ver­ið dýr­mæta reynslu fyr­ir alla fjöl­skyld­una. Ekk­ert sveit­ar­fé­lag hef­ur veitt heim­ild til heima­kennslu á yf­ir­stand­andi skóla­ári, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá mennta- og barna­mála­ráðu­neyt­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár