Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

444. spurningaþraut: Hver mundi gefa út plötuna 33 á þessu ári?

444. spurningaþraut: Hver mundi gefa út plötuna 33 á þessu ári?

Fyrri aukaspurning:

Hvaða eldfjall er að gjósa á þeirri frægu mynd sem hér að ofan sést?

***

Aðalspurningar:

1.  „Dautus carota“ er hið latneska fræðiheiti yfir ... hvað?

2.  Karólína Eiríksdóttir heitir listakona ein. Nánar tiltekið er hún ... hvers konar listamaður?

3.  Þórdís Valsdóttir er nú ein af umsjónarmönnum gamalsgróins útvarpsþáttar sem gjarnan var gagnrýndur fyrir skort á konum. Hvaða útvarpsþáttur er það?

4.  Maya Angelou hét kona ein sem lést árið 2014, 86 ára gömul. Hún var kunnust fyrir ... hvað?

5.  Ef söngkona ein gæfi á þessu ári út plötu og platan bæri nafnið 33, hver væri þá líklega söngkonan ?

6.  Hvaða verðandi nasistaleiðtogi kom hingað til lands er hann var skipverji á þýsku herskipi árið 1923?

7.  Hvað heitir hið nýja flugfélag á Íslandi?

8.  Á hvaða hljóðfæri er forstjóri þess kunnur fyrir að spila?

9.  Hvar er kunnasta tónlistarhátíð Norðurlanda haldin?

10.  Við hvern er flugstöðin á Keflavíkurflugvelli kennd?

***

Seinni aukaspurning:

Í hvaða borg er mannvirkið hér að neðan?

***

Svör við aukaspurningum:

1.  Gulrót.

2.  Tónskáld.

3.  Reykjavík síðdegis á Bylgjunni.

4.  Ljóðlist.

5.  Adele. Allar plötur hennar hingað til hafa borið heiti sem miða við aldursár hennar hverju sinni — 19, 21 og 25 — og hún er nú 33 ára.

6.  Heydrich. Sjá hér.

7.  Play.

8.  Trommur.

9.  Hróarskeldu.

10.  Leif Eiríksson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni gýs Hekla árið 1947?

Neðri myndin er tekin í Sívalaturni í Kaupmannahöfn.

***

Og hér að neðan eru hlekkir á aðrar þrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár