Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða hljóðfæri er konan hér að ofan að spila?

***

Aðalspurningar:

1.  Katrín Tanja Davíðsdóttir er afrekskona í ... ja, í hverju?

2  Route 66 heitir frægur þjóðvegaspotti í Bandaríkjunum og liggur frá miðríkjunum og vestur á bóginn. Í hvaða borg upphefst Route 66? Og svo megiði sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið í ofanálag í hvaða borg þessum 4.000 kílómetra langa vegi lýkur!

3.  Ísis heitir gyðja ein. Aðdáun á henni varð að lyktum útbreidd, en í hvaða landi var hún upprunnin?

4.  Frægur tónlistarmaður gaf út lag sem heitir Isis um miðjan áttunda áratuginn. Þar syngur hann um hjónaband sitt og konunnar Isis sem hann kallar „mystical child“. Lagið hefst svona: „I married Isis on the fifth day of May / But I could not hold on to her very long / So I cut off my hair and I rode straight away / For the wild unknown country where I could not go wrong.“ Hvaða tónlistarmaður og/eða skáld flutti þetta lag um Isis?

5.  Einn íslenskur tónlistarmaður heitir Ísis. Það er nefnilega millinafn kornungrar söngkonu sem vakið hefur athygli síðustu misserin. Hún ber ættarnafnið Elfar en er þekktust undir fyrsta nafni sínu. Og það er ...?

6.  Hvaða samtök voru gjarnan kölluð Ísis til skamms tíma þótt sú nafngift hafi nú reyndar verið vafasöm?

7.  Hverjir voru Radíus-bræður? Nefna verður báða.

8.  Í hvaða landi er Bajkal-vatn?

9.  En hvar er Moskvuhaf hins vegar að finna?

10.  Google er langvinsælasta leitarvél internetsins. En hver er næstvinsælust?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða tónlistarmaður eða hljómsveit gaf út plötu sem seld var í umslagi því er að neðan sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Crossfit.

2.  Chicago. Lárviðarstig fæst fyrir að vita að í vestri endar Route 66 í Santa Monica.

3.  Egiftalandi.

4.  Bob Dylan.

5.  Bríet. Hún heitir altso Bríet Ísis Elfar fullu nafni.

6.  Íslamska ríkið.

7.  Davíð Þór og Steinn Ármann.

8.  Rússland.

9.  Á tunglinu.

10.  Bing.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er að spila á óbó.

Plötuna á neðri myndinni gaf hljómsveitin Queen út.

Sjá hér:

***

Og hér eru svo hlekkir á fleiri spurningaþrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár