Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða hljóðfæri er konan hér að ofan að spila?

***

Aðalspurningar:

1.  Katrín Tanja Davíðsdóttir er afrekskona í ... ja, í hverju?

2  Route 66 heitir frægur þjóðvegaspotti í Bandaríkjunum og liggur frá miðríkjunum og vestur á bóginn. Í hvaða borg upphefst Route 66? Og svo megiði sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið í ofanálag í hvaða borg þessum 4.000 kílómetra langa vegi lýkur!

3.  Ísis heitir gyðja ein. Aðdáun á henni varð að lyktum útbreidd, en í hvaða landi var hún upprunnin?

4.  Frægur tónlistarmaður gaf út lag sem heitir Isis um miðjan áttunda áratuginn. Þar syngur hann um hjónaband sitt og konunnar Isis sem hann kallar „mystical child“. Lagið hefst svona: „I married Isis on the fifth day of May / But I could not hold on to her very long / So I cut off my hair and I rode straight away / For the wild unknown country where I could not go wrong.“ Hvaða tónlistarmaður og/eða skáld flutti þetta lag um Isis?

5.  Einn íslenskur tónlistarmaður heitir Ísis. Það er nefnilega millinafn kornungrar söngkonu sem vakið hefur athygli síðustu misserin. Hún ber ættarnafnið Elfar en er þekktust undir fyrsta nafni sínu. Og það er ...?

6.  Hvaða samtök voru gjarnan kölluð Ísis til skamms tíma þótt sú nafngift hafi nú reyndar verið vafasöm?

7.  Hverjir voru Radíus-bræður? Nefna verður báða.

8.  Í hvaða landi er Bajkal-vatn?

9.  En hvar er Moskvuhaf hins vegar að finna?

10.  Google er langvinsælasta leitarvél internetsins. En hver er næstvinsælust?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða tónlistarmaður eða hljómsveit gaf út plötu sem seld var í umslagi því er að neðan sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Crossfit.

2.  Chicago. Lárviðarstig fæst fyrir að vita að í vestri endar Route 66 í Santa Monica.

3.  Egiftalandi.

4.  Bob Dylan.

5.  Bríet. Hún heitir altso Bríet Ísis Elfar fullu nafni.

6.  Íslamska ríkið.

7.  Davíð Þór og Steinn Ármann.

8.  Rússland.

9.  Á tunglinu.

10.  Bing.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er að spila á óbó.

Plötuna á neðri myndinni gaf hljómsveitin Queen út.

Sjá hér:

***

Og hér eru svo hlekkir á fleiri spurningaþrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Eru kannski að taka ranga hægri beygju
4
Greining

Eru kannski að taka ranga hægri beygju

Heim­ild­in fékk tvo al­manna­tengla sem eru með haus­inn á kafi í póli­tík til að pæla í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Ann­ar þeirra seg­ist telja að með því að elta orð­ræðu Mið­flokks­ins sé Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn að gera sér óleik. „Fólk er al­mennt ekki ras­ist­ar á Ís­landi,“ seg­ir Andrés Jóns­son. Björg­vin Guð­munds­son seg­ir marga Sjálf­stæð­is­menn í vanda, svo mikl­um að um­ræða sé far­in af stað um nýtt fram­boð á hægri kant­in­um. Og margt hefst með um­ræðu.
Hrafnhildur er dauðþreytt á rasistum: „Ég myndi aldrei leggjast jafn lágt og þið“
6
Fréttir

Hrafn­hild­ur er dauð­þreytt á ras­ist­um: „Ég myndi aldrei leggj­ast jafn lágt og þið“

Hrafn­hild­ur Ming Þór­unn­ar­dótt­ir er orð­in þreytt á kyn­þátta­for­dóm­um sem hún hef­ur upp­lif­að síð­an hún var í leik­skóla. Frá því í sum­ar seg­ir hún hafa ver­ið gelt á sig á ótal stöð­um við ótal tæki­færi, hvort sem hún er á leið í skóla, í versl­un­um eða á leið heim í strætó. Hrafn­hild­ur kall­ar eft­ir því að sam­fé­lag­ið axli ábyrgð á því að út­rýma kyn­þátta­for­dóm­um, það sé ekki á henn­ar ábyrgð
Kjósendur vilji ekki hermikráku
9
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
3
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
„Ímyndaðu þér hvað Skagfirðingar yrðu hamingjusamir“
10
Fréttir

„Ímynd­aðu þér hvað Skag­firð­ing­ar yrðu ham­ingju­sam­ir“

Meiri­hlut­inn í skipu­lags­nefnd Skaga­fjarð­ar klofn­aði í af­stöðu sinni til til­lögu VG og óháðra um að lokka lág­vöru­verð­sversl­un inn á nýtt at­vinnu- og þjón­ustu­svæði á Sauð­ár­króki. Mál­ið verð­ur tek­ið fyr­ir á fundi sveit­ar­stjórn­ar um miðj­an októ­ber. Álf­hild­ur Leifs­dótt­ir full­trúi VG og óháðra kveðst spennt að sjá hver nið­ur­stað­an verði þar.

Mest lesið í mánuðinum

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
4
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
6
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár