Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða hljóðfæri er konan hér að ofan að spila?

***

Aðalspurningar:

1.  Katrín Tanja Davíðsdóttir er afrekskona í ... ja, í hverju?

2  Route 66 heitir frægur þjóðvegaspotti í Bandaríkjunum og liggur frá miðríkjunum og vestur á bóginn. Í hvaða borg upphefst Route 66? Og svo megiði sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið í ofanálag í hvaða borg þessum 4.000 kílómetra langa vegi lýkur!

3.  Ísis heitir gyðja ein. Aðdáun á henni varð að lyktum útbreidd, en í hvaða landi var hún upprunnin?

4.  Frægur tónlistarmaður gaf út lag sem heitir Isis um miðjan áttunda áratuginn. Þar syngur hann um hjónaband sitt og konunnar Isis sem hann kallar „mystical child“. Lagið hefst svona: „I married Isis on the fifth day of May / But I could not hold on to her very long / So I cut off my hair and I rode straight away / For the wild unknown country where I could not go wrong.“ Hvaða tónlistarmaður og/eða skáld flutti þetta lag um Isis?

5.  Einn íslenskur tónlistarmaður heitir Ísis. Það er nefnilega millinafn kornungrar söngkonu sem vakið hefur athygli síðustu misserin. Hún ber ættarnafnið Elfar en er þekktust undir fyrsta nafni sínu. Og það er ...?

6.  Hvaða samtök voru gjarnan kölluð Ísis til skamms tíma þótt sú nafngift hafi nú reyndar verið vafasöm?

7.  Hverjir voru Radíus-bræður? Nefna verður báða.

8.  Í hvaða landi er Bajkal-vatn?

9.  En hvar er Moskvuhaf hins vegar að finna?

10.  Google er langvinsælasta leitarvél internetsins. En hver er næstvinsælust?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða tónlistarmaður eða hljómsveit gaf út plötu sem seld var í umslagi því er að neðan sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Crossfit.

2.  Chicago. Lárviðarstig fæst fyrir að vita að í vestri endar Route 66 í Santa Monica.

3.  Egiftalandi.

4.  Bob Dylan.

5.  Bríet. Hún heitir altso Bríet Ísis Elfar fullu nafni.

6.  Íslamska ríkið.

7.  Davíð Þór og Steinn Ármann.

8.  Rússland.

9.  Á tunglinu.

10.  Bing.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er að spila á óbó.

Plötuna á neðri myndinni gaf hljómsveitin Queen út.

Sjá hér:

***

Og hér eru svo hlekkir á fleiri spurningaþrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár