442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

442. spurningaþraut: Katrín Tanja á Route 66 með Ísis og Radíusbræðum við Bajkal-vatn

Fyrri aukaspurning:

Á hvaða hljóðfæri er konan hér að ofan að spila?

***

Aðalspurningar:

1.  Katrín Tanja Davíðsdóttir er afrekskona í ... ja, í hverju?

2  Route 66 heitir frægur þjóðvegaspotti í Bandaríkjunum og liggur frá miðríkjunum og vestur á bóginn. Í hvaða borg upphefst Route 66? Og svo megiði sæma ykkur lárviðarstigi ef þið vitið í ofanálag í hvaða borg þessum 4.000 kílómetra langa vegi lýkur!

3.  Ísis heitir gyðja ein. Aðdáun á henni varð að lyktum útbreidd, en í hvaða landi var hún upprunnin?

4.  Frægur tónlistarmaður gaf út lag sem heitir Isis um miðjan áttunda áratuginn. Þar syngur hann um hjónaband sitt og konunnar Isis sem hann kallar „mystical child“. Lagið hefst svona: „I married Isis on the fifth day of May / But I could not hold on to her very long / So I cut off my hair and I rode straight away / For the wild unknown country where I could not go wrong.“ Hvaða tónlistarmaður og/eða skáld flutti þetta lag um Isis?

5.  Einn íslenskur tónlistarmaður heitir Ísis. Það er nefnilega millinafn kornungrar söngkonu sem vakið hefur athygli síðustu misserin. Hún ber ættarnafnið Elfar en er þekktust undir fyrsta nafni sínu. Og það er ...?

6.  Hvaða samtök voru gjarnan kölluð Ísis til skamms tíma þótt sú nafngift hafi nú reyndar verið vafasöm?

7.  Hverjir voru Radíus-bræður? Nefna verður báða.

8.  Í hvaða landi er Bajkal-vatn?

9.  En hvar er Moskvuhaf hins vegar að finna?

10.  Google er langvinsælasta leitarvél internetsins. En hver er næstvinsælust?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða tónlistarmaður eða hljómsveit gaf út plötu sem seld var í umslagi því er að neðan sést hluti af?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Crossfit.

2.  Chicago. Lárviðarstig fæst fyrir að vita að í vestri endar Route 66 í Santa Monica.

3.  Egiftalandi.

4.  Bob Dylan.

5.  Bríet. Hún heitir altso Bríet Ísis Elfar fullu nafni.

6.  Íslamska ríkið.

7.  Davíð Þór og Steinn Ármann.

8.  Rússland.

9.  Á tunglinu.

10.  Bing.

***

Svör við aukaspurningum:

Konan á efri myndinni er að spila á óbó.

Plötuna á neðri myndinni gaf hljómsveitin Queen út.

Sjá hér:

***

Og hér eru svo hlekkir á fleiri spurningaþrautir!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár