Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Erfitt þegar stjórnvöld standa ekki með eigin eftirliti

For­stjóri Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, Páll Gunn­ar Páls­son, seg­ir tal­að nið­ur til eft­ir­lits á Ís­landi. Það sé erf­ið bar­átta þeg­ar stjórn­völd tala sig nið­ur sjálf, líkt og dæmi eru um gagn­vart eft­ir­lits­stofn­un­um í sam­fé­lag­inu.

Erfitt þegar stjórnvöld standa ekki með eigin eftirliti
Í samkeppni Páll Gunnar hefur leitt Samkeppniseftirlitið frá stofnun þess. Áður stýrði hann Fjármálaeftirlitinu, líka frá stofnun þess embættis. Mynd: Heida Helgadottir

Umræðan á þingi og víðar hafi litast af neikvæðu viðhorfi til eftirlits. „Það hefur um langa hríð verið talað niður til eftirlits. Ekki bara samkeppniseftirlits heldur eftirlits á ýmsum sviðum,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, í ítarlegu viðtali í nýjusta tölublaði Stundarinnar.

„En svo þegar eitthvað bjátar á, þegar eitthvað hefur farið úrskeiðis, þá spyrja menn eins og skot: Brást eftirlitið? Af hverju þessi menning hefur skapast eða þessar raddir eru uppi, ég er ekki viss um að það sé af því að fólk sé sannfært um að reglurnar eigi ekki að vera og það eigi að slaka á þeim. Þetta er kannski bara einhver mantra sem menn taka upp en það er erfitt að rýna í það og ég er ekki með svarið við því.“

Talað sé í þveröfuga átt hér á landi miðað við það sem á sér stað annars staðar í heimsálfunni. 

Of mikið gert á Íslandi?

„Í Evrópu er verið að styrkja samkeppnisreglur. Það er verið að innleiða tilskipanir sem bæði er ætlað að samræma sektir, viðurlög, samræma tæki og tól eftirlita. Það er búið að innleiða tilskipun sem auðveldar tjónþolum verulega að sækja bætur frá fyrirtækjum sem brjóta samkeppnislög,“ segir hann og heldur áfram:

„Í nýlegri úttekt sem birt var um síðustu áramót á samkeppnisdeild framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins snerist allt um það að spyrja þeirrar spurningar: hefur samkeppniseftirlitsdeild framkvæmdastjórnarinnar gert nóg til þess að vernda hagsmuni almennings?“ 

Þessu sé öfugt farið á Íslandi.

„Á Íslandi hins vegar þá snýst þessi opinbera umræða oft ekki um það hvort það sé nóg að gert til að tryggja almannahagsmuni heldur hvort það sé gert of mikið. Hvort það sé verið að setja stóru fyrirtækjunum of miklar skorður. Þetta er mjög athyglisvert og kúnstugt þegar þú horfir til þess að sennilega fá hagkerfi eða lönd í þessum heimshluta þurfa jafn mikið á virkum samkeppnisreglum og eftirliti að halda.“

Tala niður eigið eftirlit

En baráttan um orðræðuna er kannski töpuð?

„Þegar stjórnvöld tala sig sjálf niður, þá segir sig sjálft, að sú barátta er erfið. Svo skiptir máli hvernig þú metur þessa umræðu. Ertu bara að lesa hana út frá því sem kemur frá öflugustu hagsmunasamtökum fyrirtækja og frá öflugustu viðskiptablöðunum?“ svarar Páll Gunnar.

„Ég held, og er sannfærður um það, að það er miklu meiri eining um opinbert eftirlit eins og samkeppniseftirlitið heldur en þú heyrir í hinni opinberu umræðu. Ég trúi því og treysti að íslenskir neytendur séu bara upplýstari en svo og ég veit fyrir víst að íslenskir fyrirtækjastjórnendur gera sér grein fyrir þessu.“

Viðtalið í heild má lesa í nýrri útgáfu Stundarinnar sem er aðgengileg áskrifendum.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
Úttekt

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
5
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár