441. spurningaþraut: Hvar er Ketill skrækur?

441. spurningaþraut: Hvar er Ketill skrækur?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjörðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða leikriti kemur fyrir persónan Ketill skrækur?

2.  Söngkonan GDRN lék nýlega eitt helsta hlutverkið í sjónvarpsþáttunum Kötlu. Hvað heitir hún fullu nafni? — (eða næstum því fullu nafni, nöfnin þurfa að vera þrjú ...)

3.  Í hvaða landi er borgin Acapulco?

4,  Nokkrar konur eru í bandarísku ríkisstjórninni, fyrir utan varaforsetann. Æðsta ráðherraembætti kvenna gegnir Janet Yellen. Hvaða ráðherra er hún?

6.  Í bresku ríkisstjórninni eru harla fáar konur, eða aðeins fimm af þeim 27 sem Wikipedia telur eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni. Æðsta ráðherraembætti þessara kvenna gegnir Priti Patel. Hvernig ráðherra er hún?

7.  En hvað eru margar konur í íslensku ríkisstjórninni?

8.  Talið er að loftsteinn utan úr geimnum hafi átt mikinn þátt í að útrýma risaeðlunum. Á eða við hvaða skaga lenti hann?

9.  Hvenær var hann á ferðinni? Hér má muna fjórum milljónum ára til eða frá.

10.  Einn landnámsmanna sem fornar íslenskar heimildir greina frá hét Herjólfur Bárðarson. Hvar er hann sagður hafa numið land?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ofsakáta barn er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skugga-Sveini.

2.  Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir. Nóg er að nefna annaðhvort Eyfjörð eða Jóhannesdóttir.

3.  Mexíkó.

4.  Fjármálaráðherra.

6.  Innanríkisráðherra.

7.  Fimm.

8.  Yucatan.

9.  Hann lenti fyrir því sem næst 66 milljónum ára, svo rétt er allt frá 70 til 62 milljónum ára.

10.  Í Vestmannaeyjum.

*** 

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Vopnafjörð.

Á neðri myndinni má sjá Lionel Messi fótboltaguð meðan hann var bara lítill guðlingur.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár