Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

441. spurningaþraut: Hvar er Ketill skrækur?

441. spurningaþraut: Hvar er Ketill skrækur?

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir fjörðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Í hvaða leikriti kemur fyrir persónan Ketill skrækur?

2.  Söngkonan GDRN lék nýlega eitt helsta hlutverkið í sjónvarpsþáttunum Kötlu. Hvað heitir hún fullu nafni? — (eða næstum því fullu nafni, nöfnin þurfa að vera þrjú ...)

3.  Í hvaða landi er borgin Acapulco?

4,  Nokkrar konur eru í bandarísku ríkisstjórninni, fyrir utan varaforsetann. Æðsta ráðherraembætti kvenna gegnir Janet Yellen. Hvaða ráðherra er hún?

6.  Í bresku ríkisstjórninni eru harla fáar konur, eða aðeins fimm af þeim 27 sem Wikipedia telur eiga sæti í sjálfri ríkisstjórninni. Æðsta ráðherraembætti þessara kvenna gegnir Priti Patel. Hvernig ráðherra er hún?

7.  En hvað eru margar konur í íslensku ríkisstjórninni?

8.  Talið er að loftsteinn utan úr geimnum hafi átt mikinn þátt í að útrýma risaeðlunum. Á eða við hvaða skaga lenti hann?

9.  Hvenær var hann á ferðinni? Hér má muna fjórum milljónum ára til eða frá.

10.  Einn landnámsmanna sem fornar íslenskar heimildir greina frá hét Herjólfur Bárðarson. Hvar er hann sagður hafa numið land?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða ofsakáta barn er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Skugga-Sveini.

2.  Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir. Nóg er að nefna annaðhvort Eyfjörð eða Jóhannesdóttir.

3.  Mexíkó.

4.  Fjármálaráðherra.

6.  Innanríkisráðherra.

7.  Fimm.

8.  Yucatan.

9.  Hann lenti fyrir því sem næst 66 milljónum ára, svo rétt er allt frá 70 til 62 milljónum ára.

10.  Í Vestmannaeyjum.

*** 

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá Vopnafjörð.

Á neðri myndinni má sjá Lionel Messi fótboltaguð meðan hann var bara lítill guðlingur.

***

Lítið svo á hlekkina hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár