Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

440. spurningaþraut: Allar þessar spurningar eru um hunda á einn eða annan hátt

440. spurningaþraut: Allar þessar spurningar eru um hunda á einn eða annan hátt

Allar spurningarnar snúast um hunda, á einn eða annan hátt.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvað heitir hundategundin á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét fyrsti hundurinn sem fór út í geim?

2.  Frægur teiknimyndasöguhundur heitir Scoobie-Doo sem birtist fyrst í teiknimynd Hanna og Barbera árið 1969. Hann er frægur fyrir gott skap og herópið: „Scoobie-Dooby-Doo!“ Af hvaða hundategund er Scoobie-Doo?

3.  Annar teiknimyndasöguhundur er persóna í teiknimyndunum um Peanuts eða Smáfólkið, þar sem hann skyggir oft á eiganda sinn Charlie Brown. Hvað heitir þessi hundur?

4.  Fyrrnefndur hundur lætur sig oft dreyma um að vera frægur flugkappi. Hvað notar hann sem flugvél?

5.  Hvað heitir hundur Mikka músar?

6.  Þýskur fjárhundur — eða schäfer-hundur — var nefndur Blondi. Hver var eigandi Blondi?

7.  Árið 1974 var frumsýnd kvikmynd þar sem lítill og loðinn og glaðlyndur blendingshundur fór með aðalhlutverkið, flækingshund sem laðast að barnahópi í amerískum smábæ og hjálpar svo til að frelsa þau úr klóm mannræningja. Síðan hefur svipaður hundur með sama nafni troðið upp í hátt í tíu bíómyndum og fjölda sjónvarpsþátta. Söguþráðurinn er yfirleitt svipaður og myndirnar njóta ævinlega vinsælda hjá börnum. En hvað nefnist hundurinn?

8.  Hvað hét fyrri hundur Dorritar Moussaieff og Ólafs Ragnars Grímssonar?

9.  Lady and the Tramp hét fræg Disney-teiknimynd þar sem hvuttarnir Lady og Tramp kynnast og fella hugi saman. Í frægu atriði eru þau bæði að snæða tiltekinn mat og enda á því að bíta í sama stykkið svo úr verður óvæntur en hugljúfur „koss“ hvuttanna tveggja. Hvað eru þau að borða?

10.  Hvaða hundategund hefur orðið tilefni hljómsveitarnafns á Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Á myndinni hér að neðan er karl sem vann ákveðið afrek fyrir rúmri öld og hundar spiluðu stóra rullu við að honum tókst ætlunarverk sitt. Hvaða maður er þetta?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Laíka.

2.  Stór-Dani.

3.  Snoopy eða Snati.

4.  Hundahúsið sitt.

5.  Plútó.

6.  Hitler.

7.  Benji.

8.  Sámur.

9.  Spagetti.

10.  Rottweiler.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Pomeraníuhundur.

Á neðri myndinni er norski pólfarinn Amundsen sem komst á suðurpólinn, ekki síst af því hann nýtti sér sleðahunda sem helsti keppinautur hans hafði ekki vit á að gera.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
6
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár