Jóhannes kvartar yfir Samherjafólki til Persónuverndar

Upp­ljóstr­ar­inn í Namib­íu­mál­inu, Jó­hann­es Stef­áns­son, hef­ur lagt fram kvört­un á hend­ur starfs­mönn­um Sam­herja sem við­ur­kennt hafa í dóms­skjöl­um að hafa far­ið inn á per­sónu­leg­an Drop­box-reikn­ing hans.

Jóhannes kvartar yfir Samherjafólki til Persónuverndar
Töluðu sig saman Þau Arna McClure, Jón Óttar Ólafsson og Ingvar Júlíusson áttu öll aðild að því að komast yfir Dropbox-reikning Jóhannesar Stefánssonar.

Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja og uppljóstrari í Namibíumálinu svokallaða, hefur lagt fram kvörtun vegna Örnu Bryndísar Baldvins McClure, innanhúslögfræðings Samherja, og Jóns Óttars Ólafssonar, rannsakanda útgerðarinnar. Kvörtunin snýr að því hvernig þau tvö, sem starfsmenn Samherja, fóru inn á persónulegan Dropbox-reikning Jóhannesar árið 2016 og svo aftur eftir að uppljóstranir hans birtust.

Eins og Stundin fjallaði um í byrjun júní viðurkenna bæði Arna og Jón Óttar háttsemina í yfirlýsingum sínum til namibískra dómstóla, þar sem ákæra á hendur tveimur fyrrvearndi ráðherraum og mönnum þeim tengdum fyrir spillingu og mútuþægni er til meðferðar. „Í janúar 2020 mundum við eftir Dropbox reikningi sem hafði verið lokaður síðan 21. júlí 2016 og endurræstum það. Fram að því hafði Dropboxið verið lokað og gleymt. Enginn hafði aðgang að því síðan því var lokað í júlí 2016,“ segir Arna í sinni yfirlýsingu.

„Það þarf að loka netfanginu hans og endurstilla lykilorðið á dropbox reikningnum til að læsa hann úti af því þegar þetta hefur verið klárað.“

Fyrir dóminn voru líka lagðir tölvupóstar sem sýna samskipti Örnu við þá Aðalstein Helgason, starfsmann Samherja, og Ingvar Júlíusson, fjármálastjóra útgerðarinnar á Kýpur, frá árinu 2016, um það leyti sem Jóhannes var að láta af störfum hjá útgerðinni. „Það þarf að loka netfanginu hans og endurstilla lykilorðið á dropbox reikningnum til að læsa hann úti af því þegar þetta hefur verið klárað,“ skrifaði Ingvar í tölvupósti til Örnu og Aðalsteins. 

Í kvörtuninni eru þessar yfirlýsingar raktar, sem og frétt Stundarinnar frá 21. maí þar sem fjallað var um greinargerð sem Arna hafði skrifað. Það er annað skjal en það sem lagt var fyrir dóm í Namibíu.

Lögmaður Jóhannesar, sem sendi kvörtunina hans hönd, segir að meðferð starfsmanna Samherja á Dropbox-reikningi Jóhannesar, sem og vinnsla á fyrirtækisins á gögnum úr pósthólfi hans frá þeim tíma sem hann var starfsmaður. Hann hafi ekki verið látinn vita að opna ætti pósthólfið, líkt og reglur um rafræna vöktun og meðferð persónuupplýsinga geri ráð fyrir.

Í kvörtuninni fer Jóhannes fram á að Samherja verði sektaður fyrir brot á persónuverndarlögum og verði gert að eyða gögnunum sem fengin voru án samþykkis hans úr bæði Dropboxinu og tölvupósthólfi hans.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

„Skæruliðar“ Samherja

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.

Mest lesið

Vinstri byltingin sem varð ekki: Af hverju sameinaðist vinstrið ekki í borginni?
1
Greining

Vinstri bylt­ing­in sem varð ekki: Af hverju sam­ein­að­ist vinstr­ið ekki í borg­inni?

Vinstri græn, Sósí­al­ist­ar og Pírat­ar eru sam­an­lagt með fimmtán pró­senta fylgi í borg­inni. Hvor í sínu lagi gætu þeir hins veg­ar ver­ið í fall­bar­áttu. Til­raun­ir voru gerð­ar til að ná sam­an um sam­eig­in­legt fram­boð fyr­ir kom­andi borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, und­ir for­ystu sósí­al­ist­ans Sönnu Magda­lenu Mörtu­dótt­ur. Van­traust og skort­ur á mál­efna­legri sam­leið kom í veg fyr­ir það.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
2
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.
Langþráður draumur um búskap rættist
4
Innlent

Lang­þráð­ur draum­ur um bú­skap rætt­ist

Par­ið Víf­ill Ei­ríks­son og Al­ej­andra Soto Her­nández voru orð­in þreytt á borg­ar­líf­inu í Reykja­vík og höfðu auga­stað á bú­skap á lands­byggð­inni. Eft­ir stutta íhug­un festu þau kaup á bæn­um Syðra-Holti í Svarf­að­ar­dal ár­ið 2021 og fluttu þang­að ásamt for­eldr­um Víf­ils, þeim Ei­ríki Gunn­ars­syni og In­ger Steins­son og syst­ur hans, Ilmi Ei­ríks­dótt­ur. Þar rækta þau græn­meti á líf­ræn­an máta und­ir nafn­inu „Yrkja Svarf­að­ar­dal” og stefna á sauða­mjólk­ur­fram­leiðslu á næstu miss­er­um.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár