Fyrri aukaspurning.
Hver er manneskjan á myndinni hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Í hvaða landi heitir höfuðborgin Sofia?
2. Í hvaða horfna ríki réði Basil Búlgarabani ríkjum fyrir rúmum þúsund árum?
3. Hver gaf út skáldsöguna Harðskafi árið 2007?
4. Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur fyrir yfirstandandi ár fékk fyrrverandi alþingismaður sem heitir ...?
5. „Skyr“ og „gler“ eru ekki mjög skyldir hlutir. Bæði orð eru samt forskeyti fyrir ákveðna fæðutegund, sem hefur raunar misjafnt orð á sér. Hver er sú fæðutegund?
6. Á hvaða landsvæði bjuggu hinir fornu Filistear?
7. Hver bað guð að gefa sér Mercedes Benz?
8. Hvaða tvö öflugu fótboltalið karla munu mætast á morgun í úrslitaleik Suður-Ameríkukeppninnar, eða Copa America? Hafa verður bæði lönd rétt.
9. Hvaða þjóð snæðir „kosher“ mat?
10. Hver orti: „Hún var falleg og hún var góð, / hún var betri en þær. / Og þegar hún sefur við síðuna á mér, / þá sef ég góður og vær.“
***
Síðari aukaspurning.
Skoðið myndina hér að neðan. Hvað er þetta?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Búlgaríu.
2. Býsans-ríkinu, eða Austurrómverska ríkinu, eða Miklagarði. Rómaveldi er hins vegar alls ekki rétt svar.
3. Arnaldur Indriðason.
4. Margrét Tryggvadóttir.
5. Hákarl.
6. Í Palestínu. Ísrael er formlega séð ekki rétt svar, en látum það ganga í þetta sinn.
7. Janis Joplin
8. Brasilía og Argentína.
9. Gyðingar.
10. Megas.
***
Svör við aukaspurningum!
Á efri myndinni er kona Lots, nýorðin að saltstólpa fyrir að hafa laumast til að horfa á loftárás Guðs á Sódómu.
Á neðri myndinni er Möbius-borði. Sjá hér.
Athugasemdir