Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

438. spurningaþraut: Eftirlætisbók heimasætunnar á Fæti undir Fótarfæti

438. spurningaþraut: Eftirlætisbók heimasætunnar á Fæti undir Fótarfæti

Munið að hlekki á aðrar þrautir er að finna hér neðst.

***

Fyrri aukaspurning.

Úr hvaða bíómynd er skjáskotið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Billie Jean King er nú komin undir áttrætt en hún var á sínum tíma ein frægasta íþróttakona heimsins. Í hvaða grein?

2.  Ever Given — hvað var það nú aftur?

3.  Hvað heitir söngkonan sem gert hefur garð frægan með hljómsveitinni Hjaltalín?

4.  Hvar er Hjaltadalur?

5.  Þjóðverjar munu velja nýjan kanslara í september þegar Angela Merkel lætur af embætti. Fyrir hvaða stjórnmálaflokk hefur hún gegnt embættinu?

6.  Ef engar stórkostlegar breytingar verða næstu tvo mánuði er ósennilegt að önnur kona taki við kanslaraembættinu af Merkel. En þó á Annalena Baerbock einhverja svolitla möguleika. Hún var einu sinni keppnismanneskja á trampólíni í fimleikum en lærði síðan stjórnmálafræði. Hún yrði fyrsti kanslara síns flokks, en hvaða flokkur er það?

7.  Í hvaða skáldsögu kemur fyrir heimasætan Magnína á bænum Fæti undir Fótarfæti?

8.  Magnína heimasæta dáði sjálf eina bók meira en aðrar bækur. Hvað hét sú bók?

9.  Maður nokkur fæddist 1837. Hann hét Alois Schicklgruber en rétt um fertugt fór hann til hins opinbera og bað um að fá að taka upp ættarnafn stjúpföður síns. Hvað nefndist hann síðan?

10.  Hvaða þáverandi ritstjóri Þjóðviljans skrifaði bókina Miðvikudagar í Moskvu?

***

Seinni aukaspurning.

Á myndinni hér að neðan má sjá eitt allra frægasta íbúðarhús í heimi. Hvað hét artitektinn? Lárviðarstig er í boði fyrir að vita hvað húsið heitir!

***

Svör við aðalspurningum.

1.  Tennis.

2.  Skipið sem strandaði í Súesskurðinum.

3.  Sigríður Thorlacius.

4.  Innan af Skagafirði.

5.  Kristilega demókrata.

6.  Græningja.

7.  Heimsljósi.

8.  Felsenborgarsögur.

9.  Hitler.

10.  Árni Bergmann.

***

Svör við aukaspurningum.

Skjáskotið er úr bíómyndinni Mary Poppins eins og glöggt má sjá á regnhlífinni sem sést hluti af hægra megin.

Hér er annað og ögn stærra skjáskot.

Íbúðarhúsið teiknaði Frank Lloyd Wright. Eftirnafnið dugar alveg. Lárviðarstigið fæst fyrir að vita að húsið heitir Fallingwater.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár