Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

437. spurningaþraut: Um hvaða fræga stað syngja Master KB og Nomcebo?

437. spurningaþraut: Um hvaða fræga stað syngja Master KB og Nomcebo?

Fyrri aukaspurning.

Hver er sá reffilegi karlmaður sem þarna má sjá í La Scala-óperuhúsinu í Mílanó? Eftirnafnið dugar.

***

1.  Tónlistarmaður sem kallar sig Master KG og söngkonan Nomcebo slógu rækilega í gegn á síðasta ári með lagi þar sungið er um tiltekinn stað á jarðarkringlunni, og Nomcebo biður þá sem hlusta að hjálpa sér að komast þangað. Hvert vill hún komast?

2.  Hvað heitir sá gítarleikari hljómsveitarinnar The Rolling Stones sem hefur verið í hljómsveitinni frá upphafi?

3.  Gunnar Smári Egilsson hefur fengist við sitt af hverju um ævina, var lengi blaðamaður og ritstjóri, og stýrði fjölmiðlafyrirtækjum um tíma. Nú ætlar hann í framboð til Alþingis. Fyrir hvaða flokk?

4.  Hvað er merkilegt við hina svoheitandi Maríönnugjá eða Mariana Trench?

5.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður í Húnavatnssýslum?

6.  Hvað heitir söngleikurinn um ævi Bubba Morthens sem frumsýndur var á síðasta ári og sýningar hefjast brátt á að nýju?

7.  Stytta af hvaða Íslendingi er fyrir framan stjórnarráðshúsið við Lækjartorg?

8.  Til hvaða ríkis telst eyjan Honshu?

9.  Hvað gerði Tatum O'Neal þegar hún var bara tíu ára árið 1974? (Væntanlega gerði hún margt á því ári. En hér er spurt um það sem helst er í frásögur færandi.)

10.  Hvaða fræga saga endar á því að norn er brennd til ösku?

***

Seinni aukaspurning.

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Til Jerúsalem. Hér má hlýða á þau syngja og leika um borgina góðu. 

2.  Keith Richards.

3.  Sósíalistaflokkinn.

4.  Dýpsta hafsvæði á jarðarkringlunni.

5.  Blönduós.

6.  Níu líf.

7.  Hannes Hafstein.

8.  Japans.

9.  Fékk Óskarsverðlaun. Þau voru fyrir besta leik í aukahlutverki.

10.  Hans og Gréta.

***

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen, Myndin er tekin þegar fótboltaliðið Inter Milan tilkynnti með viðhöfn um komu hans til liðsins.

Á neðri myndinni er Hexia de Trix.

Sú göldrótta og illskreytta önd gerir Jóakim Aðalönd lífið leitt í Andrésblöðunum.

Á ensku — frummáli Andrésblaðanna — kallast Hexía Magica de Spell, svo það svar er vitanlega rétt líka.

Hér að neðan er hlekkur á næstu þraut á undan — sem og þá næstu þegar hún birtist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
4
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár