437. spurningaþraut: Um hvaða fræga stað syngja Master KB og Nomcebo?

437. spurningaþraut: Um hvaða fræga stað syngja Master KB og Nomcebo?

Fyrri aukaspurning.

Hver er sá reffilegi karlmaður sem þarna má sjá í La Scala-óperuhúsinu í Mílanó? Eftirnafnið dugar.

***

1.  Tónlistarmaður sem kallar sig Master KG og söngkonan Nomcebo slógu rækilega í gegn á síðasta ári með lagi þar sungið er um tiltekinn stað á jarðarkringlunni, og Nomcebo biður þá sem hlusta að hjálpa sér að komast þangað. Hvert vill hún komast?

2.  Hvað heitir sá gítarleikari hljómsveitarinnar The Rolling Stones sem hefur verið í hljómsveitinni frá upphafi?

3.  Gunnar Smári Egilsson hefur fengist við sitt af hverju um ævina, var lengi blaðamaður og ritstjóri, og stýrði fjölmiðlafyrirtækjum um tíma. Nú ætlar hann í framboð til Alþingis. Fyrir hvaða flokk?

4.  Hvað er merkilegt við hina svoheitandi Maríönnugjá eða Mariana Trench?

5.  Hver er fjölmennasti þéttbýlisstaður í Húnavatnssýslum?

6.  Hvað heitir söngleikurinn um ævi Bubba Morthens sem frumsýndur var á síðasta ári og sýningar hefjast brátt á að nýju?

7.  Stytta af hvaða Íslendingi er fyrir framan stjórnarráðshúsið við Lækjartorg?

8.  Til hvaða ríkis telst eyjan Honshu?

9.  Hvað gerði Tatum O'Neal þegar hún var bara tíu ára árið 1974? (Væntanlega gerði hún margt á því ári. En hér er spurt um það sem helst er í frásögur færandi.)

10.  Hvaða fræga saga endar á því að norn er brennd til ösku?

***

Seinni aukaspurning.

Hver er á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Til Jerúsalem. Hér má hlýða á þau syngja og leika um borgina góðu. 

2.  Keith Richards.

3.  Sósíalistaflokkinn.

4.  Dýpsta hafsvæði á jarðarkringlunni.

5.  Blönduós.

6.  Níu líf.

7.  Hannes Hafstein.

8.  Japans.

9.  Fékk Óskarsverðlaun. Þau voru fyrir besta leik í aukahlutverki.

10.  Hans og Gréta.

***

Svör við aukaspurningum.

Á efri myndinni er danski fótboltamaðurinn Christian Eriksen, Myndin er tekin þegar fótboltaliðið Inter Milan tilkynnti með viðhöfn um komu hans til liðsins.

Á neðri myndinni er Hexia de Trix.

Sú göldrótta og illskreytta önd gerir Jóakim Aðalönd lífið leitt í Andrésblöðunum.

Á ensku — frummáli Andrésblaðanna — kallast Hexía Magica de Spell, svo það svar er vitanlega rétt líka.

Hér að neðan er hlekkur á næstu þraut á undan — sem og þá næstu þegar hún birtist.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár