Útlendingastofnun krafði konu sem búið hafði hér á landi í yfir sextán ár um korta- og bankafærslur hennar frá árinu 2014 þegar hún sótti um ríkisborgararétt. Það dugði þó ekki til þess að stofnunin sannfærðist um að konan, Robyn Mitchell, hefði búið hér á landi þennan tíma og ætti þar með rétt á að sækja um ríkisborgararétt. Robyn var því gert að senda stofnuninni samfélagsmiðlafærslur sínar til að færa sönnur á að hún hefði dvalið hér á landi í tilskilinn tíma. Engu virtist skipta þó hún hefði skilað skattskýrslum sínum, lagt fram þinglýsta leigusamninga, vottorð um að dóttir hennar hefði gengið í íslenska skóla samfleytt frá árinu 2011 og að hún talaði reiprennandi íslensku.
Robyn, sem er frá Kanada, kom fyrst til Íslands árið 2002 í frí og heillaðist af landinu. Í fríið kom hún með manninum sínum, Íslendingi sem hún hafði kynnst í Montreal árið áður. Árið 2003 stóð …
Athugasemdir