Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi

Af­greiðsla Út­lend­inga­stofn­un­ar á um­sókn Robyn Mitchell um rík­is­borg­ara­rétt tók 20 mán­uði. Stofn­un­in krafð­ist þess með­al ann­ars að hún legði fram yf­ir­lit yf­ir banka­færsl­ur sín­ar, fram­vís­aði flug­mið­um og sendi sam­fé­lags­miðla­færsl­ur síð­ustu fimm ára til að færa sönn­ur á að hún hefði ver­ið hér á landi. „Þessi stofn­un er eins ómann­eskju­leg og hægt er að hugsa sér,“ seg­ir hún.

„Ómanneskjulegt“ ferli að verða ríkisborgari eftir að hafa búið sextán ár á Íslandi
Kröfðust kortafærslna og samfélagsmiðlafærslna Þó Robyn hefði búið á Íslandi í hátt í tvo áratugi, unnið hér og átt hér barn, tali íslensku og hafi byggt upp fyrirtæki hér á landi var það ekki nóg fyrir Útlendingastofnun. Mynd: Heida Helgadottir

Útlendingastofnun krafði konu sem búið hafði hér á landi í yfir sextán ár um korta- og bankafærslur hennar frá árinu 2014 þegar hún sótti um ríkisborgararétt. Það dugði þó ekki til þess að stofnunin sannfærðist um að konan, Robyn Mitchell, hefði búið hér á landi þennan tíma og ætti þar með rétt á að sækja um ríkisborgararétt. Robyn var því gert að senda stofnuninni samfélagsmiðlafærslur sínar til að færa sönnur á að hún hefði dvalið hér á landi í tilskilinn tíma. Engu virtist skipta þó hún hefði skilað skattskýrslum sínum, lagt fram þinglýsta leigusamninga, vottorð um að dóttir hennar hefði gengið í íslenska skóla samfleytt frá árinu 2011 og að hún talaði reiprennandi íslensku.

Robyn, sem er frá Kanada, kom fyrst til Íslands árið 2002 í frí og heillaðist af landinu. Í fríið kom hún með manninum sínum, Íslendingi sem hún hafði kynnst í Montreal árið áður. Árið 2003 stóð …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Bráðafjölskylda á vaktinni
5
Á vettvangi

Bráða­fjöl­skylda á vakt­inni

Starfs­fólk bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um á það til að líkja starfs­hópn­um við fjöl­skyldu, þar sem teym­ið vinn­ur þétt sam­an og þarf að treysta hvert öðru fyr­ir sér, ekki síst and­spæn­is erf­ið­leik­um og eftir­köst­um þeirra. Þar starfa líka fjöl­skyld­ur og nán­ir að­stand­end­ur lenda jafn­vel sam­an á vakt. Hér er rætt við með­limi einn­ar fjöl­skyld­unn­ar.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár