Fyrri aukaspurning:
Hver er þessi reffilegi karl sem hreykir sér á myndinni að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Hvaða þjóð sló heimsmeistara Frakka út af Evrópumótinu í fótbolta karla á dögunum?
2. Í hvaða fjalli er Þverfellshorn vinsæll áfangastaður?
3. Hvað heitir leikfangakúrekinn í Toy Story?
4. Hvernig eru fiðrildin á litinn sem fljúga fyrir utan glugga?
5. Hvað hét risinn sem Davíð sigraði?
6. Í hvaða bæ á Englandi fæddist William Shakespeare?
7. Ómerktar fjöldagrafir hafa á síðustu vikum og mánuðum fundist við heimavistarskóla í tilteknu landi. Hvaða land er það?
8. Tveir Nóbelsverðlaunahafar hafa stundað nám við Menntaskólann í Reykjavík og/eða fyrirrennara hans. Hvorugur lét mjög að sér kveða í keppni um hinar hæstu einkunnir og annar þeirra hætti meira að segja námi án þess að ljúka námi. En það kom sem sagt ekki að sök því Nóbelsverðlaun fékk hann árið 1955. Hvað hét hann?
9. Hinn Nóbelsverðlaunahafinn lauk að vísu stúdentsprófi en var 11. í röðinni af 15. nemendum. Það mátti þó kallast ágætt því hann hafði ekki kunnað neina íslensku þegar hann kom til landsins nokkrum árum fyrr, þótt faðir hans væri íslenskur. Þetta var árið 1882 og skólinn kallaðist þá Lærði skólinn. Hann fékk Nóbelsverðlaun árið 1903 en átti þá bara eitt ár eftir ólifað. Hvað hét hann?
10. Hvaða starfi gegnir Halla Bergþóra Björnsdóttir um þessar mundir?
***
Seinni aukaspurning:
Á myndinni hér að neðan má sjá leikkonuna Emmu Stone í nýrri bíómynd, sem fjallar um uppruna skaðræðiskvendis, sem er sérstaklega þekkt úr teiknimynd frá 1961. Hvað heitir persónan sem Stone leikur — og nýja bíómyndin heitir reyndar eftir persónunni?
***
Svör við aðalspurningum:
***
Svör við aðalspurningum:
1. Svisslendingar.
2. Esjunni.
3. Woody eða Viddi.
4. Hvít.
5. Golíat.
6. Stratford.
7. Kanada.
8. Halldór Laxness.
9. Niels Finsen. Eftirnafnið dugar.
10. Hún er „lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu“. Að nefna Reykjavík er sem sé ekki rétt.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Haile Selassie keisari Eþíópíu góðan hluta af 20. öld.
Á neðri myndinni er Stone í hlutverki Cruellu, illmennisins úr Disney-myndinni 101 Dalmatíuhundur. Nýja bíómyndin heitir líka Cruella.
Athugasemdir