Fyrri aukaspurning.
Skoðið myndina hér að ofan. Hver er karlinn?
***
Aðalspurningar:
1. Nokkurn veginn hversu löng er leikhúsgatan Broadway í New York-borg frá upphafi til enda? Er hún 50 metrar, 500 metrar, 5 kílómetrar eða 50 kílómetrar?
2. Hvaða íslenski stjórnmálamaður fékk á dögunum heiðursmerki Samtakanna 78?
3. Afríkuríkið Uganda er lýðveldi með þjóðkjörnum forseta. Innan landamæra þess er hins vegar gamalt konungsríki þar sem er sérstakur kóngur, þótt tign hans sé núorðið fyrst og fremst táknræn og hann hafi ekki raunveruleg völd. Hvað heitir þetta konungsríki innan landamæra Uganda?
4. Hvaða annað nafn er gjarnan notað yfir Miklatún í Reykjavík?
5. Á EM í fótbolta karla 2016 vann Ísland tvo leiki. Eftir tvö jafntefli vann Ísland þriðja leik sinn í riðlakeppninni 2-1 gegn ... hverjum?
6. Þar með komst Ísland í 16 liða úrslit og vann einhvern sinn fræknasta sigur, líka 2-1, gegn ... hverjum?
7. Þar með var sigurgöngu Íslands hins vegar lokið og liðið tapaði 2-5 í átta liða úrslitum gegn ... hverjum?
8. Hver er sá fréttaþulur á Stöð 2 sem lengst hefur starfað?
9. Hvaða íslenski tónlistarmaður sendi fyrir 15 árum frá sér lagið Please Don't Hate Me? Listamannsnafnið dugar.
10. Hver leikstýrði kvikmyndinni Hrafninn flýgur árið 1984?
***
Seinni aukaspurning.
Útlínur hvaða ríkis má sjá hér fyrir neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Broadway er alls um 50 kílómetrar.
2. Jóhanna Sigurðardóttir.
3. Buganda.
4. Klambratún.
5. Austurríki.
6. Englandi.
7. Frökkum.
8. Edda Andrésdóttir.
9. Lay Low. Hún heitir fullu nafni Lovísa Elísabet Sigrúnardóttir.
10. Hrafn Gunnlaugsson.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá skáldið Sjón.
Hér sést myndin öll af skáldinu.
Á neðri myndinni má hins vegar greina útlínur Póllands.
Og hér er að sjá Pólland og næsta nágrenni.
***
Lítið svo á hlekkina hér neðst.
Athugasemdir