Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

428. spurningaþraut: Hvar eru framin 52 morð á hverja 100.000 íbúa á ári?!

428. spurningaþraut: Hvar eru framin 52 morð á hverja 100.000 íbúa á ári?!

Þið vitið núorðið, er það ekki, að hlekkir á nálægar þrautir er að finna hér allra neðst?

***

Fyrri aukaspurning:

Málverkið hér að ofan sýnir fund tveggja manna í kjölfar mikillar og örlagaríkrar orrustu árið 1870. Hvað heita þessir menn? Nefna verður báða.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var viðskiptaráðherra í fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009?

2.  En hver var umhverfisráðherra í þeirri sömu stjórn?

3.  Í hvaða landi er borgin Kraków?

4.  Hver skrifaði smásöguna Morðin við Rue Morgue, sem stundum er kölluð fyrsta leynilögreglusagan?

5.  Hvað hét viskugyðja Forn-Grikkja?

6.  Hvað hét langfrægasta landnámskona Íslands samkvæmt fornum heimildum?

7.  Hvar á landinu settist hún að?

8.  Önnur landnámskona hét Þuríður sundafyllir. Hvar nam hún land?

9.  Hvaða jurt er sagt að blóðsugur eins og Dracula óttist mjög?

10.  Í landi einu, frekar litlu (einn fimmti af Íslandi), voru framin 3.340 morð árið 2018, sem þýddi að landið — eins og oftast, því miður — efst á lista yfir hlutfallslegan fjölda morða í landinu. Þar eð íbúar í landinu eru tæpar sjö milljónir þýddi þetta að hið tiltekna ár voru 52 af hverjum 100.000 íbúum myrtir. Samsvarandi morðæði á Íslandi hefði þýtt að nærri 200 manns væru féllu fyrir morðingjahendi á hverju ári. Hvaða land er svona hættulegt?

***

Seinni aukaspurning:

Á vef Náttúrufræðistofnunar fann ég þessa ljósmynd Arnþórs Garðarssonar og stóðst ekki mátið að fá hana „lánaða“ og spyrja:

Hvar er hún tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gylfi Magnússon.

2.  Kolbrún Halldórsdóttir.

3.  Póllandi.

4.  Poe.

5.  Aþena.

6.  Auður djúpúðga. Stundum er hún þó kölluð Unnur.

7.  Í Dölum.

8.  Í Bolungarvík.

9.  Hvítlauk.

10.  El Salvador.

***

Á efri myndinni ræðast þeir við hinn sigraði Napoleon 3. keisari og Bismarck kanslari Prússlands (síðar Þýskalands). Í orrustunni við Sedan gjörsigruðu Þjóðverjar Frakka.

Neðri myndin er tekin í Hvalfirði.

***

Og lítið svo á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár