Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

428. spurningaþraut: Hvar eru framin 52 morð á hverja 100.000 íbúa á ári?!

428. spurningaþraut: Hvar eru framin 52 morð á hverja 100.000 íbúa á ári?!

Þið vitið núorðið, er það ekki, að hlekkir á nálægar þrautir er að finna hér allra neðst?

***

Fyrri aukaspurning:

Málverkið hér að ofan sýnir fund tveggja manna í kjölfar mikillar og örlagaríkrar orrustu árið 1870. Hvað heita þessir menn? Nefna verður báða.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var viðskiptaráðherra í fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009?

2.  En hver var umhverfisráðherra í þeirri sömu stjórn?

3.  Í hvaða landi er borgin Kraków?

4.  Hver skrifaði smásöguna Morðin við Rue Morgue, sem stundum er kölluð fyrsta leynilögreglusagan?

5.  Hvað hét viskugyðja Forn-Grikkja?

6.  Hvað hét langfrægasta landnámskona Íslands samkvæmt fornum heimildum?

7.  Hvar á landinu settist hún að?

8.  Önnur landnámskona hét Þuríður sundafyllir. Hvar nam hún land?

9.  Hvaða jurt er sagt að blóðsugur eins og Dracula óttist mjög?

10.  Í landi einu, frekar litlu (einn fimmti af Íslandi), voru framin 3.340 morð árið 2018, sem þýddi að landið — eins og oftast, því miður — efst á lista yfir hlutfallslegan fjölda morða í landinu. Þar eð íbúar í landinu eru tæpar sjö milljónir þýddi þetta að hið tiltekna ár voru 52 af hverjum 100.000 íbúum myrtir. Samsvarandi morðæði á Íslandi hefði þýtt að nærri 200 manns væru féllu fyrir morðingjahendi á hverju ári. Hvaða land er svona hættulegt?

***

Seinni aukaspurning:

Á vef Náttúrufræðistofnunar fann ég þessa ljósmynd Arnþórs Garðarssonar og stóðst ekki mátið að fá hana „lánaða“ og spyrja:

Hvar er hún tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gylfi Magnússon.

2.  Kolbrún Halldórsdóttir.

3.  Póllandi.

4.  Poe.

5.  Aþena.

6.  Auður djúpúðga. Stundum er hún þó kölluð Unnur.

7.  Í Dölum.

8.  Í Bolungarvík.

9.  Hvítlauk.

10.  El Salvador.

***

Á efri myndinni ræðast þeir við hinn sigraði Napoleon 3. keisari og Bismarck kanslari Prússlands (síðar Þýskalands). Í orrustunni við Sedan gjörsigruðu Þjóðverjar Frakka.

Neðri myndin er tekin í Hvalfirði.

***

Og lítið svo á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár