Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

428. spurningaþraut: Hvar eru framin 52 morð á hverja 100.000 íbúa á ári?!

428. spurningaþraut: Hvar eru framin 52 morð á hverja 100.000 íbúa á ári?!

Þið vitið núorðið, er það ekki, að hlekkir á nálægar þrautir er að finna hér allra neðst?

***

Fyrri aukaspurning:

Málverkið hér að ofan sýnir fund tveggja manna í kjölfar mikillar og örlagaríkrar orrustu árið 1870. Hvað heita þessir menn? Nefna verður báða.

***

Aðalspurningar:

1.  Hver var viðskiptaráðherra í fyrri ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur árið 2009?

2.  En hver var umhverfisráðherra í þeirri sömu stjórn?

3.  Í hvaða landi er borgin Kraków?

4.  Hver skrifaði smásöguna Morðin við Rue Morgue, sem stundum er kölluð fyrsta leynilögreglusagan?

5.  Hvað hét viskugyðja Forn-Grikkja?

6.  Hvað hét langfrægasta landnámskona Íslands samkvæmt fornum heimildum?

7.  Hvar á landinu settist hún að?

8.  Önnur landnámskona hét Þuríður sundafyllir. Hvar nam hún land?

9.  Hvaða jurt er sagt að blóðsugur eins og Dracula óttist mjög?

10.  Í landi einu, frekar litlu (einn fimmti af Íslandi), voru framin 3.340 morð árið 2018, sem þýddi að landið — eins og oftast, því miður — efst á lista yfir hlutfallslegan fjölda morða í landinu. Þar eð íbúar í landinu eru tæpar sjö milljónir þýddi þetta að hið tiltekna ár voru 52 af hverjum 100.000 íbúum myrtir. Samsvarandi morðæði á Íslandi hefði þýtt að nærri 200 manns væru féllu fyrir morðingjahendi á hverju ári. Hvaða land er svona hættulegt?

***

Seinni aukaspurning:

Á vef Náttúrufræðistofnunar fann ég þessa ljósmynd Arnþórs Garðarssonar og stóðst ekki mátið að fá hana „lánaða“ og spyrja:

Hvar er hún tekin?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Gylfi Magnússon.

2.  Kolbrún Halldórsdóttir.

3.  Póllandi.

4.  Poe.

5.  Aþena.

6.  Auður djúpúðga. Stundum er hún þó kölluð Unnur.

7.  Í Dölum.

8.  Í Bolungarvík.

9.  Hvítlauk.

10.  El Salvador.

***

Á efri myndinni ræðast þeir við hinn sigraði Napoleon 3. keisari og Bismarck kanslari Prússlands (síðar Þýskalands). Í orrustunni við Sedan gjörsigruðu Þjóðverjar Frakka.

Neðri myndin er tekin í Hvalfirði.

***

Og lítið svo á hlekkina hér að neðan!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár