Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar

Hegn­ing­ar­laga­brot­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fjölg­ar um 20 pró­sent mið­að við með­al­tal síð­ustu tólf mán­aða. Fjölg­un hef­ur orð­ið á til­kynn­ing­um um af­brot í flest­um brota­flokk­um, bæði milli mán­aða og mið­að við lengri tíma­bil.

Heimilisofbeldi eykst og tilkynningum um kynferðisofbeldi fjölgar
Afbrotum fjölgar Fjölgun varð á tilkynningum í flestum brotaflokkum í maí síðastliðnum. Mynd: Af vef lögreglunnar

Afbrotum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði í flest öllum flokkum í maí mánuði, borið saman við fyrri mánuð, samkvæmt tölfræði Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Tilkynningum um hegningarlagabrot fjölgaði þannig um ríflega 90 á milli mánaða og fjölgar mikið miðað við tólf mánaða meðaltal, um 20 prósent. Alls voru tilkynnt 896 hegningarlagabrot í maí mánuði.  Þeim fjölgar einnig sé horft á sex mánaða meðaltal, um 13 prósent. Það sem af er ári hafa borist 3.846 tilkynningar um hegningarlagabrot, um tvö prósent fleiri en bárust að meðaltali á sama tímabili síðastliðin þrjú ár.

Tilkynningum um heimilisofbeldi fjölgaði milli mánaða en í maí var tilkynnt um 75 tilvik heimilisofbeldis borið saman við 66 tilkynningar mánuðinn á undan. Miðað við sex mánaða meðaltal jukust tilkynningar um heimilisofbeldi um 4 prósent og um 9 prósent miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða. Mikil aukning er á heimilisofbeldi miðað við sama tíma í fyrra en alls hefur verið tilkynnt um 378 tilvik heimilisofbeldis í ár á móti 336 tilvikum á sama tímabili á síðasta ári. Þá hafa borist um 21 prósent fleiri tilkynningar um heimilisofbeldi í ár en bárust að meðaltali ásama tímabili síðastliðin þrjú ár.

40 prósent aukning á tilynntum kynferðisbrotum

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust 25 tilkynningar um kynferðisbrot sem áttu sér stað í maí. Það er sjö tilkynningum meira en í apríl mánuði og átta tilkynningum meira en í mars. Engu að síður fækkar slíkum tilkynningum sé miðað við meðaltal síðustu sex mánaða um tólf prósent. Ástæðan er fyrst og fremst sú að gríðarlegur fjöldi kynferðisbrota var tilkynntur til lögreglu í desember mánuði síðastliðnum, alls 79 tilkynningar. Sé horft til meðaltals síðustu tólf mánaða er breytingin engin, og aftur vegur þessi mikli fjöldi tilkynninga í desember hæst þar. Það sem af er ári hafa verið tilkynnt jafn mörg kynferðisbrot og voru tilkynnt á sama tíma síðasta ár, 105 talsins.

Hins vegar varð veruleg aukning á skráðum kynferðisbrotum í maí mánuði, og er þá átt við þau brot sem skráð voru óháð því hvenær brotin voru framin. Í maí mánuði voru tilkynnt 48 kynferðisbrot, 25 fleiri en mánuðinn á undan. Tilkynningum um um kynferðisbrot hefur fjölgað um 40 prósent sé miðað við meðaltal síðustu tólf mánaða, en breytingin er engu að síður innan útreiknaðra tölfræðimarka. Vegur þar mest mikill fjöldi tilkynninga í nóvember, desember og janúar síðastliðnum. Í þeim mánuðum var tilkynnt um 63, 44 og 70 kynferðisbrot. Það sem af er ári hafa verið skráð 201 kynferðisbrot, 69 fleiri brot en á sama tíma á síðasta ári. Fjöldinn er svipaður og árið 2019 en þá var búið að tilkynna 203 kynferðisbrot á sama tíma.

Fleiri ofbeldisbrot og meira um þjófnaði

Í maí voru skráðar 126 tilkynningar um ofbeldisbrot og fjölgar um 31 milli mánaða. Í flestum tilfellum var um minniháttar líkamsárásir að ræða en þó vou tilkynntar 18 stórfelldar líkamsárásir í mánuðinum. Tilkynningum fjölgaði bæði miðað við sex mánaða meðaltal og tólf mánaða, um 23 prósent í fyrra tilvikinu og 21 prósent í því síðara.

Tilkynningum um þjófnaði fjöglaði um ríflega 60 milli mánaða en 408 þjófnaðir voru tilkynntir í maí. Þjófnuðum fjölgaði mikið miðað við meðaltal síðustu sex mánaða, um 43 prósent og um fjórðung miðað við síðustu tólf mánuði. Fjöldi tilkynninga um innbrot stóð því sem næst í stað, 89 slík voru tilkynnt í maí. Miðað við meðaltal síðustu sex mánaða fjölgaði tilkynningum um innbrot um 26 prósent og um 17 prósent miðað við síðustu tólf mánuði.

Skráðum fíkinefnabrotum fjölgaði milli mánaða og er þau einnig fleiri sé miðað við bæði sex og tólf mánaða meðaltal. Hið sama má segja um umferðarlagabrot, um akstur undir áhrifum og eignaspjöll.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
1
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
2
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
5
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
4
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“
Júlía Margrét Alexandersdóttir
6
Það sem ég hef lært

Júlía Margrét Alexandersdóttir

Ekki hlusta á allt sem heil­inn seg­ir þér

Júlía Mar­grét Al­ex­and­ers­dótt­ir hef­ur lif­að með geð­hvörf­um í 15 ár. Hún hef­ur kljáðst við dekksta lit þung­lynd­is og fund­ið fyr­ir und­ur­vellíð­an í man­íu. Í ferl­inu hef­ur Júlía lært að stund­um á hvorki hjart­að né heil­inn at­kvæð­is­rétt. „Stund­um eru það annarra manna heil­ar og annarra manna hjörtu sem vita best.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár