Athugið að hlekki á fleiri þrautir er að finna hér neðst.
En fyrri aukaspurning hljóðar svo:
Hvaða listamaður bjó til verkið hér að ofan?
***
Aðalspurningar:
1. Tindur einn á Öræfajökli er hæsti punktur Íslands. Hvað heitir tindurinn?
2. Annar tindur á þeim sama jökli er næsthæsti punktur Íslands. Hvað heitir hann?
3. Hvað er alþjóðaheitið yfir hakakrossinn sem bæði þýski nasistaflokkurinn og Eimskipafélag Íslands notuðu á sínum tíma?
4. Og úr hvaða tungumáli er það orð runnið?
5. Fyrir hvaða flokk situr Jón Steindór Valdimarsson á þingi?
6. Helen Parr heitir kona ein, sem átti sér ævintýralegan feril, en svo settist hún í helgan stein ásamt eiginmanni og þremur börnum. Þegar fjölskyldunni var ógnað af illmenni einu miklu, þá tók hún aftur fyrri háttu og teygði rækilega á sér í þágu fjölskyldunnar. Árið 2004 var gerð kvikmynd um ævintýri fjölskyldunnar og hlaut hún mikla aðsókn og viðurkenningar. Frú Parr teygði sig svo til frama á ný í annarri bíómynd 2018. Hvað hét fyrri myndin?
7. Margir leikarar gerðu garðinn frægan í sjónvarpsseríunni Baywatch sem hóf göngu sína 1989. Ein leikkona varð þó sérlega fræg fyrir hlutdeild sína að sjónvarpsþáttum þessum. Hver var sú?
8. Botnía — fyrir hvað stendur það orð í íslenskri sögu á ofanverðri 19. öld og fram á þá 20.?
9. En hvar er Botníuflói? — sem reyndar er oftast kallaður öðru nafni, en þó svipuðu, á íslensku.
10. Georgia Hoff-Hansen var dönsk og fæddist árið 1884. Hún fluttist hingað til lands um eða upp úr 1908 og varð með tímanum ein frægasta kona landsins. Þar naut hún eigin verðleika en þó ekki síður eiginmannsins. Hvað var helsta hlutverk Georgiu á Íslandi?
***
Seinni aukaspurning:
Hvað heita dýrin á myndinni hér að neðan?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hvannadalshnjúkur.
2. Sveinstindur.
3. Svastika.
4. Sanskrít. „Indverska“ dugar ekki, enda ekkert tungumál til sem heitir nákvæmlega það.
5. Viðreisn.
6. The Incredibles.
7. Pamela Anderson.
8. Farþega- og flutningaskip sem sigldi milli Íslands og umheimsins í áratugi.
9. Í Eystrasalti — yfirleitt nefndur Helsingjabotn á opinberum plöggum íslenskum.
10. Hún var fyrsta forsetafrú Íslands.
***
Svör við aukaspurningum:
Efri myndina gerði norski listamaðurinn Thorbjörn Egner.
Hún sýnir persónum úr nokkrum leikverka hans.
Á meðfylgjandi mynd má sjá þær fleiri.
Á neðri myndinni er hins vegar pokarotta.
***
Gáið að hlekkjunum á fyrri (og seinni) þrautir hér að neðan.
Athugasemdir