Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

427. spurningaþraut: Hvaða listamaður málaði þessa mynd?

427. spurningaþraut: Hvaða listamaður málaði þessa mynd?

Athugið að hlekki á fleiri þrautir er að finna hér neðst.

En fyrri aukaspurning hljóðar svo:

Hvaða listamaður bjó til verkið hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Tindur einn á Öræfajökli er hæsti punktur Íslands. Hvað heitir tindurinn?

2.  Annar tindur á þeim sama jökli er næsthæsti punktur Íslands. Hvað heitir hann?

3.  Hvað er alþjóðaheitið yfir hakakrossinn sem bæði þýski nasistaflokkurinn og Eimskipafélag Íslands notuðu á sínum tíma?

4.  Og úr hvaða tungumáli er það orð runnið?

5.  Fyrir hvaða flokk situr Jón Steindór Valdimarsson á þingi?

6.  Helen Parr heitir kona ein, sem átti sér ævintýralegan feril, en svo settist hún í helgan stein ásamt eiginmanni og þremur börnum. Þegar fjölskyldunni var ógnað af illmenni einu miklu, þá tók hún aftur fyrri háttu og teygði rækilega á sér í þágu fjölskyldunnar. Árið 2004 var gerð kvikmynd um ævintýri fjölskyldunnar og hlaut hún mikla aðsókn og viðurkenningar. Frú Parr teygði sig svo til frama á ný í annarri bíómynd 2018. Hvað hét fyrri myndin?

7.  Margir leikarar gerðu garðinn frægan í sjónvarpsseríunni Baywatch sem hóf göngu sína 1989. Ein leikkona varð þó sérlega fræg fyrir hlutdeild sína að sjónvarpsþáttum þessum. Hver var sú?

8.  Botnía — fyrir hvað stendur það orð í íslenskri sögu á ofanverðri 19. öld og fram á þá 20.?

9.  En hvar er Botníuflói? — sem reyndar er oftast kallaður öðru nafni, en þó svipuðu, á íslensku.

10.  Georgia Hoff-Hansen var dönsk og fæddist árið 1884. Hún fluttist hingað til lands um eða upp úr 1908 og varð með tímanum ein frægasta kona landsins. Þar naut hún eigin verðleika en þó ekki síður eiginmannsins. Hvað var helsta hlutverk Georgiu á Íslandi?

***

Seinni aukaspurning:

Hvað heita dýrin á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hvannadalshnjúkur.

2.  Sveinstindur.

3.  Svastika.

4.  Sanskrít. „Indverska“ dugar ekki, enda ekkert tungumál til sem heitir nákvæmlega það.

5.  Viðreisn.

6.  The Incredibles.

7.  Pamela Anderson.

8.  Farþega- og flutningaskip sem sigldi milli Íslands og umheimsins í áratugi.

9.  Í Eystrasalti — yfirleitt nefndur Helsingjabotn á opinberum plöggum íslenskum.

10.  Hún var fyrsta forsetafrú Íslands.

***

Svör við aukaspurningum:

Efri myndina gerði norski listamaðurinn Thorbjörn Egner.

Hún sýnir persónum úr nokkrum leikverka hans.

Á meðfylgjandi mynd má sjá þær fleiri.

Á neðri myndinni er hins vegar pokarotta.

***

Gáið að hlekkjunum á fyrri (og seinni) þrautir hér að neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár