Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

424. spurningaþraut: Ju Wenjun, Louise Glück og fleiri

424. spurningaþraut: Ju Wenjun, Louise Glück og fleiri

Hér neðst er hlekkur á síðustu þraut, takið eftir því.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað kallast hinir breytilegu vindar á Indlandi og Suðaustur-Asíu sem færa stundum með sér mikið regn?

2.  Í hvaða heimsálfu er landið Belize?

3.  Hvað er hnallþóra?

4.  Í eina tíð deildu menn á Íslandi um hvort væri betri, Deutz eða Massey Ferguson. Hvaða fyrirbæri voru — og eru — það?

5.  Högni Egilsson hefur lengst af verið kenndur við hljómsveitina ... ja, hvaða hljómsveit?

6.  Hin kínverska Ju Wenjun er heimsmeistari í kvennaflokki á tilteknu sviði og hefur verið síðan 2017. Frá 1991 hafa fimm kínverskar konur haldið heimsmeistaratitlinum fyrir utan níu ár sem konur frá Ungverjalandi, Rússlandi, Búlgaríu og Úkraínu hafa setið á toppnum. Áður höfðu sovéskar konur haldið heimsmeistaratigninni í þessari grein í 40 ár. Hvaða grein?

7.   Louise Glück fékk ákveðna viðurkenningu síðastliðið haust. Fáir höfðu giskað á að henni myndi hlotnast heiðurinn sá. Hvaða viðurkenning var þetta?

8.  Hvaða söngkona gerði lagið „Það er draumur að vera með dáta“ ódauðlegt með öllu?

9.  Nanna Rögnvaldardóttir hefur unnið við skriftir og bókaútgáfu í áratugi og einkum verið kunn fyrir skrif á einu tilteknu sviði en um það hefur hún gefið út fjölda bóka. Hvaða svið er það?

10.  Hver leikur hótelstýruna á Hótel Vík í sjónvarpsseríunni Kötlu?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er hún, konan á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Monsún.

2.  Norður-Ameríku.

3.  Þykk og mikil terta.

4.  Traktorar.

5.  Hjaltalín.

6.  Skák.

7.  Nóbelsverðlaun í bókmenntum.

8.  Soffía Karlsdóttir.

9.  Matargerð.

10.  Guðrún Gísladóttir.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Heinrich Himmler.

Á neðri myndinni er Helga Möller.

Hér fyrir neðan eru svo hlekkir á síðustu þraut og — frá og með morgundeginum — á þá næstu líka!

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár