423. spurningaþraut: Báðar aukaspurningar eru sprottnar frá Kötlu

423. spurningaþraut: Báðar aukaspurningar eru sprottnar frá Kötlu

Hlekkur á síðustu (og næstu) þraut er hér neðst.

***

Aukaspurningar eru báðar sprottnar úr sjónvarpsseríunni Kötlu. Hér að ofan sjást drangar nokkrir sem ganga í sjó fram við Vík í Mýrdal, þar sem Katla gerist. Hvað heita þeir?

***

Aðalspurningar:

1.  Undir hvaða jökli er eldstöðin Katla?

2.  Hvaða ár lauk síðari heimsstyrjöldinni?

3.  Barnung stúlka með fræga slöngulokka var ein vinsælasta kvikmyndastjarna heims á fjórða áratugnum en síðan dró úr vinsældum hennar þegar hún komst á táningsaldur. Hún settist í helgan stein rétt upp úr tvítugu eða árið 1950. Hvað hét hún?

4.   Hasídar nefnist trúflokkur einn, sem kunnur er fyrir vangalokka mikla sem karlmenn safnaðarins ganga með. Hvaða megin trúarbrögðum tilheyra hasídar?

5.  Jógúrt er þekkt mjólkurafurð. Úr hvaða tungumáli er orðið jógúrt komið?

6.  Hvað heitir höfuðborg Hvíta-Rússlands?

7.  Af hvaða kyni voru flestir norrænu guðirnir sem við þekkjum úr hinni fornu goðafræði?

8.  Nokkrir guðir voru þó af öðru kyni, sem minna er vitað um og jafnvel talið að þeir séu úr eldri trúarbrögðum sem hin þekktari ætt eða kyn ruddi úr vegi. Hvað nefnast þessir guðir?

9.  Ein allra þekktasta gyðjan úr norrænu goðafræði er raunar af þessu síðarnefnda kyni, það er frjósemisgyðjan ...?

10.  Hvað heitir danski fótboltakarlinn sem hneig niður í leik á Evrópumótinu á dögunum?

***

Seinni aukaspurning:

Þessi leikkona fer með stórt hlutverk í sjónvarpsseríunni Kötlu. Hvað heitir hún?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Mýrdalsjökli.

2.  1945. 

3.  Shirley Temple.

4.  Gyðingdómi.

5.  Tyrknesku.

6.  Minsk.

7.  Æsir.

8.  Vanir.

9.  Freyja.

10.  Christian Eriksen.

***

Svör við aukaspurningum:

Drangarnir heita Reynisdrangar.

Leikkonan heitir Íris Tanja.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár