Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

Athugið að hlekkur á síðustu þraut er hér neðst!

***

Fyrri aukaspurning:

Þjóðfáni hvaða ríkis blaktir á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Eitt frægasta fótboltalið í veröldinni hefur aðalbækistöðvar sínar á velli sem kallast Camp Nou, þótt enskumælandi fótboltaáhugamenn tali oft um Nou Camp. Hvað heitir þetta lið?

2.  Borgin, þar sem Camp Nou er niðurkomið, hún er höfuðborg í tilteknu sjálfstjórnarhéraði í stóru Evrópuríki. Hvað heitir héraðið?

3.  Pandalus borealis heitir dýrategund ein, sem þrífst á og við Ísland. Dýr af þessari tegund eru þeirrar náttúru að vera karldýr fyrstu árin en breytast þá í kvendýr. Þessi dýr eru lítil en notadrjúg mjög og eftirsótt fyrir mannfólkið. Einu sinni varð stofnun ein eða almenningsfyrirtæki fyrir mikilli gagnrýni fyrir að ætla sér að hefja ræktun á risavaxinni tegund þessara dýra. Hvaða dýr eru þetta?

4.  En hvaða stofnun eða fyrirtæki var þetta?

5.  Hvað heitir sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta sem kom mjög við sögu þegar Trump og Repúblikanar reyndu að tengja hann við fjármálahneyksli í ríki einu. Hér þarf sem sagt fornafn sonarins.

6.  En í hvaða ríki var það sem sonurinn átti að hafa staðið í einhverju vafasömu makki — þótt ekkert slíkt hafi sannast á hann?

7.  Matthew Barney heitir bandarískur listamaður sem var um tíma einn af „tengdasonum Íslands“ eins og þeir karlar eru stundum kallaðir í gamni sem ganga að eiga íslenskar konur. Hjónaband Barneys og hinnar íslensku eiginkonu hans lauk reyndar með skilnaði, en hvað heitir hún?

8.  Í hvaða sveitarfélagi er Gróttuviti?

9.  Hvaða þingmaður ætlar ekki að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eftir að hafa lent í 3. sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu?

10.  Hvaða frægi herstjóri gerði innrás í Rússland árið 1812?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan? Hann hefur elst nokkuð síðan við sáum hann síðast, skal tekið fram.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Barcelona.

2.  Katalónía.

3.  Rækjur.

4.  Orkuveita Reykjavíkur.

5.  Hunter.

6.  Úkraína.

7.  Björk Guðmundsdóttir.

8.  Seltjarnarnesi.

9.  Silja Dögg.

10.  Napóleon.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Indónesíu.

Og karlinn á neðri myndinni?

Það er rússneski skákmeistarinn Boris Spassky.

Hér til hliðar er ögn eldri mynd af honum.

Reynið svo við þrautina á undan, sjá hlekk fyrir neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár