Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

Athugið að hlekkur á síðustu þraut er hér neðst!

***

Fyrri aukaspurning:

Þjóðfáni hvaða ríkis blaktir á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Eitt frægasta fótboltalið í veröldinni hefur aðalbækistöðvar sínar á velli sem kallast Camp Nou, þótt enskumælandi fótboltaáhugamenn tali oft um Nou Camp. Hvað heitir þetta lið?

2.  Borgin, þar sem Camp Nou er niðurkomið, hún er höfuðborg í tilteknu sjálfstjórnarhéraði í stóru Evrópuríki. Hvað heitir héraðið?

3.  Pandalus borealis heitir dýrategund ein, sem þrífst á og við Ísland. Dýr af þessari tegund eru þeirrar náttúru að vera karldýr fyrstu árin en breytast þá í kvendýr. Þessi dýr eru lítil en notadrjúg mjög og eftirsótt fyrir mannfólkið. Einu sinni varð stofnun ein eða almenningsfyrirtæki fyrir mikilli gagnrýni fyrir að ætla sér að hefja ræktun á risavaxinni tegund þessara dýra. Hvaða dýr eru þetta?

4.  En hvaða stofnun eða fyrirtæki var þetta?

5.  Hvað heitir sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta sem kom mjög við sögu þegar Trump og Repúblikanar reyndu að tengja hann við fjármálahneyksli í ríki einu. Hér þarf sem sagt fornafn sonarins.

6.  En í hvaða ríki var það sem sonurinn átti að hafa staðið í einhverju vafasömu makki — þótt ekkert slíkt hafi sannast á hann?

7.  Matthew Barney heitir bandarískur listamaður sem var um tíma einn af „tengdasonum Íslands“ eins og þeir karlar eru stundum kallaðir í gamni sem ganga að eiga íslenskar konur. Hjónaband Barneys og hinnar íslensku eiginkonu hans lauk reyndar með skilnaði, en hvað heitir hún?

8.  Í hvaða sveitarfélagi er Gróttuviti?

9.  Hvaða þingmaður ætlar ekki að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eftir að hafa lent í 3. sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu?

10.  Hvaða frægi herstjóri gerði innrás í Rússland árið 1812?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan? Hann hefur elst nokkuð síðan við sáum hann síðast, skal tekið fram.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Barcelona.

2.  Katalónía.

3.  Rækjur.

4.  Orkuveita Reykjavíkur.

5.  Hunter.

6.  Úkraína.

7.  Björk Guðmundsdóttir.

8.  Seltjarnarnesi.

9.  Silja Dögg.

10.  Napóleon.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Indónesíu.

Og karlinn á neðri myndinni?

Það er rússneski skákmeistarinn Boris Spassky.

Hér til hliðar er ögn eldri mynd af honum.

Reynið svo við þrautina á undan, sjá hlekk fyrir neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Kjósendur vilji ekki hermikráku
8
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
5
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Illugi Jökulsson
9
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
7
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár