Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

Athugið að hlekkur á síðustu þraut er hér neðst!

***

Fyrri aukaspurning:

Þjóðfáni hvaða ríkis blaktir á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Eitt frægasta fótboltalið í veröldinni hefur aðalbækistöðvar sínar á velli sem kallast Camp Nou, þótt enskumælandi fótboltaáhugamenn tali oft um Nou Camp. Hvað heitir þetta lið?

2.  Borgin, þar sem Camp Nou er niðurkomið, hún er höfuðborg í tilteknu sjálfstjórnarhéraði í stóru Evrópuríki. Hvað heitir héraðið?

3.  Pandalus borealis heitir dýrategund ein, sem þrífst á og við Ísland. Dýr af þessari tegund eru þeirrar náttúru að vera karldýr fyrstu árin en breytast þá í kvendýr. Þessi dýr eru lítil en notadrjúg mjög og eftirsótt fyrir mannfólkið. Einu sinni varð stofnun ein eða almenningsfyrirtæki fyrir mikilli gagnrýni fyrir að ætla sér að hefja ræktun á risavaxinni tegund þessara dýra. Hvaða dýr eru þetta?

4.  En hvaða stofnun eða fyrirtæki var þetta?

5.  Hvað heitir sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta sem kom mjög við sögu þegar Trump og Repúblikanar reyndu að tengja hann við fjármálahneyksli í ríki einu. Hér þarf sem sagt fornafn sonarins.

6.  En í hvaða ríki var það sem sonurinn átti að hafa staðið í einhverju vafasömu makki — þótt ekkert slíkt hafi sannast á hann?

7.  Matthew Barney heitir bandarískur listamaður sem var um tíma einn af „tengdasonum Íslands“ eins og þeir karlar eru stundum kallaðir í gamni sem ganga að eiga íslenskar konur. Hjónaband Barneys og hinnar íslensku eiginkonu hans lauk reyndar með skilnaði, en hvað heitir hún?

8.  Í hvaða sveitarfélagi er Gróttuviti?

9.  Hvaða þingmaður ætlar ekki að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eftir að hafa lent í 3. sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu?

10.  Hvaða frægi herstjóri gerði innrás í Rússland árið 1812?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan? Hann hefur elst nokkuð síðan við sáum hann síðast, skal tekið fram.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Barcelona.

2.  Katalónía.

3.  Rækjur.

4.  Orkuveita Reykjavíkur.

5.  Hunter.

6.  Úkraína.

7.  Björk Guðmundsdóttir.

8.  Seltjarnarnesi.

9.  Silja Dögg.

10.  Napóleon.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Indónesíu.

Og karlinn á neðri myndinni?

Það er rússneski skákmeistarinn Boris Spassky.

Hér til hliðar er ögn eldri mynd af honum.

Reynið svo við þrautina á undan, sjá hlekk fyrir neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár