Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

422. spurningaþraut: Hér er spurt um aðeins einn þingmann Framsóknarflokksins

Athugið að hlekkur á síðustu þraut er hér neðst!

***

Fyrri aukaspurning:

Þjóðfáni hvaða ríkis blaktir á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Eitt frægasta fótboltalið í veröldinni hefur aðalbækistöðvar sínar á velli sem kallast Camp Nou, þótt enskumælandi fótboltaáhugamenn tali oft um Nou Camp. Hvað heitir þetta lið?

2.  Borgin, þar sem Camp Nou er niðurkomið, hún er höfuðborg í tilteknu sjálfstjórnarhéraði í stóru Evrópuríki. Hvað heitir héraðið?

3.  Pandalus borealis heitir dýrategund ein, sem þrífst á og við Ísland. Dýr af þessari tegund eru þeirrar náttúru að vera karldýr fyrstu árin en breytast þá í kvendýr. Þessi dýr eru lítil en notadrjúg mjög og eftirsótt fyrir mannfólkið. Einu sinni varð stofnun ein eða almenningsfyrirtæki fyrir mikilli gagnrýni fyrir að ætla sér að hefja ræktun á risavaxinni tegund þessara dýra. Hvaða dýr eru þetta?

4.  En hvaða stofnun eða fyrirtæki var þetta?

5.  Hvað heitir sonur Joe Bidens Bandaríkjaforseta sem kom mjög við sögu þegar Trump og Repúblikanar reyndu að tengja hann við fjármálahneyksli í ríki einu. Hér þarf sem sagt fornafn sonarins.

6.  En í hvaða ríki var það sem sonurinn átti að hafa staðið í einhverju vafasömu makki — þótt ekkert slíkt hafi sannast á hann?

7.  Matthew Barney heitir bandarískur listamaður sem var um tíma einn af „tengdasonum Íslands“ eins og þeir karlar eru stundum kallaðir í gamni sem ganga að eiga íslenskar konur. Hjónaband Barneys og hinnar íslensku eiginkonu hans lauk reyndar með skilnaði, en hvað heitir hún?

8.  Í hvaða sveitarfélagi er Gróttuviti?

9.  Hvaða þingmaður ætlar ekki að taka sæti á lista Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi eftir að hafa lent í 3. sæti í prófkjöri flokksins í kjördæminu?

10.  Hvaða frægi herstjóri gerði innrás í Rússland árið 1812?

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan? Hann hefur elst nokkuð síðan við sáum hann síðast, skal tekið fram.

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Barcelona.

2.  Katalónía.

3.  Rækjur.

4.  Orkuveita Reykjavíkur.

5.  Hunter.

6.  Úkraína.

7.  Björk Guðmundsdóttir.

8.  Seltjarnarnesi.

9.  Silja Dögg.

10.  Napóleon.

***

Svör við aukaspurningum:

Fáninn er fáni Indónesíu.

Og karlinn á neðri myndinni?

Það er rússneski skákmeistarinn Boris Spassky.

Hér til hliðar er ögn eldri mynd af honum.

Reynið svo við þrautina á undan, sjá hlekk fyrir neðan.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár