Stundin bauð Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra viðtal til að svara fyrir þætti er varða ábyrgð og hlutverk ráðherra á þeirri stöðu sem nú er uppi á bráðamóttöku og á spítalanum öllum. Svandís varð ekki við þeirri beiðni, en í kjölfarið var fyrirspurn send á aðstoðarmann ráðherra sem svaraði spurningum skriflega.
Stundin sendi skriflega fyrirspurn í mörgum liðum. Á meðal spurninga sem óskað var eftir svörum við var meðal annars hvort til standi að kanna möguleikann á að færa bráðamóttöku Landspítala í annað húsnæði sem uppfyllir betur þarfir starfseminnar þar til nýr spítali tekur við, hver staðan væri á uppbyggingu hjúkrunarheimila, til hvaða bráðaaðgerða ráðherra hefur gripið allt frá árinu 2019 til að leysa brýnasta vanda bráðamóttökunnar, hver skoðun ráðherra sé á því að erlendir sérfræðingar segja stjórn spítalans spila sig sem fórnarlamb aðstæðna, hvað stjórn Landspítala þyrfti að gera betur, hvort hún hafi þær bjargir sem þörf er á til að …
Athugasemdir