Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

Hér neðst má sjá hlekki á næstu þraut á undan, og þá næstu á eftir — þegar hún kemur komin á sinn stað.

***

Aukaspurningar:

Sú fyrri felst í að þið áttið ykkur á hvað skaginn á skjáskotinu hér að ofan heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Moussaka heitir réttur einn. Hann er afbrigði af kjötkássurétti sem þekktur er í mörgum löndum, en heitið „moussaka“ er þó tengt einu sérstöku landi. Hvaða land er það?

2.  Dacca heitir höfuðborg ein. Í hvaða landi?

3.  Merlot heitir afbrigði af hvaða jurt?

4.  Hvað hét fyrsta kindin sem fæddist klónuð af annarri kind?

5.  Eitt frægasta tónskáld Bandaríkjanna bar sama nafn og höfuðborg erlends ríkis. Hvaða nafn?

6.  Hvers vegna bar tónskáldið þetta nafn? Hér eru fjórir möguleikar: A) Um var að kenna prentvillu. — B) Tónskáldið fæddist í þessari tilteknu höfuðborg þótt það flyttist svo til Bandaríkjanna. — C) Faðir tónskáldsins var ættaður frá borginni. — D) Tónskáldið vildi kenna sig við borgina vegna þess að það dáðist að því samblandi þjóðlegrar og klassískrar tónlistar sem þar var iðkuð. Hvað af þessu er rétt?

7.  Seabiscuit hét frægt dýr. Um þetta dýr hafa verið skrifaðar bækur, gerðar heimildarmyndir og árið 2003 var frumsýnd kvikmyndin Seabiscuit þar sem Tobey Maguire og Jeff Bridges fóru með aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins, þótt hún hlyti þó verðlaun reyndar ekki. En hvernig dýr var Seabiscuit?

8.  Sofia Helin heitir tæplega fimmtug sænsk leikkona. Hvað heitir persónan sem hún er frægust fyrir að leika?

9.  Í hvaða firði/flóa/vík/vogi er Hergilsey?

10.  Hver var fyrsta konan sem varð dómsmálaráðherra á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr myndinni Marshall, sem fjallar um merkan feril Thurgoods Marshalls, sem var fyrsti svarti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna. Sami leikari fór í öðrum bíómyndum með hlutverk annarra brautryðjenda svartra þar vestanhafs, svo sem hafnaboltaleikarans Jackie Robinson og söngvarans James Brown. En leikarinn var þó kunnastur fyrir annað hlutverk; þá lék hann ... hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkland.

2.  Bangladesj.

3.  Vínviður, vínber telst líka rétt.

4.  Dolly.

5.  Berlin.

6.  A) Nafn Irving Balines var misritað á nótnahefti, svo úr varð Berlin.

7.  Hestur.

8.  Saga. Hér er um að ræða persónu úr sjónvarpsseríunni Brúnni.

9.  Breiðafirði.

10.  Auður Auðuns. Rangt svar var gefið við þessari spurningu framan af — skömm sé spurningahöfundi.

***

Á efri myndinni er Kamtsjaka.

Á neðri myndinni er Chadwick Boseman sem frægastur varð fyrir að leika Black Panter.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár