Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

Hér neðst má sjá hlekki á næstu þraut á undan, og þá næstu á eftir — þegar hún kemur komin á sinn stað.

***

Aukaspurningar:

Sú fyrri felst í að þið áttið ykkur á hvað skaginn á skjáskotinu hér að ofan heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Moussaka heitir réttur einn. Hann er afbrigði af kjötkássurétti sem þekktur er í mörgum löndum, en heitið „moussaka“ er þó tengt einu sérstöku landi. Hvaða land er það?

2.  Dacca heitir höfuðborg ein. Í hvaða landi?

3.  Merlot heitir afbrigði af hvaða jurt?

4.  Hvað hét fyrsta kindin sem fæddist klónuð af annarri kind?

5.  Eitt frægasta tónskáld Bandaríkjanna bar sama nafn og höfuðborg erlends ríkis. Hvaða nafn?

6.  Hvers vegna bar tónskáldið þetta nafn? Hér eru fjórir möguleikar: A) Um var að kenna prentvillu. — B) Tónskáldið fæddist í þessari tilteknu höfuðborg þótt það flyttist svo til Bandaríkjanna. — C) Faðir tónskáldsins var ættaður frá borginni. — D) Tónskáldið vildi kenna sig við borgina vegna þess að það dáðist að því samblandi þjóðlegrar og klassískrar tónlistar sem þar var iðkuð. Hvað af þessu er rétt?

7.  Seabiscuit hét frægt dýr. Um þetta dýr hafa verið skrifaðar bækur, gerðar heimildarmyndir og árið 2003 var frumsýnd kvikmyndin Seabiscuit þar sem Tobey Maguire og Jeff Bridges fóru með aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins, þótt hún hlyti þó verðlaun reyndar ekki. En hvernig dýr var Seabiscuit?

8.  Sofia Helin heitir tæplega fimmtug sænsk leikkona. Hvað heitir persónan sem hún er frægust fyrir að leika?

9.  Í hvaða firði/flóa/vík/vogi er Hergilsey?

10.  Hver var fyrsta konan sem varð dómsmálaráðherra á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr myndinni Marshall, sem fjallar um merkan feril Thurgoods Marshalls, sem var fyrsti svarti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna. Sami leikari fór í öðrum bíómyndum með hlutverk annarra brautryðjenda svartra þar vestanhafs, svo sem hafnaboltaleikarans Jackie Robinson og söngvarans James Brown. En leikarinn var þó kunnastur fyrir annað hlutverk; þá lék hann ... hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkland.

2.  Bangladesj.

3.  Vínviður, vínber telst líka rétt.

4.  Dolly.

5.  Berlin.

6.  A) Nafn Irving Balines var misritað á nótnahefti, svo úr varð Berlin.

7.  Hestur.

8.  Saga. Hér er um að ræða persónu úr sjónvarpsseríunni Brúnni.

9.  Breiðafirði.

10.  Auður Auðuns. Rangt svar var gefið við þessari spurningu framan af — skömm sé spurningahöfundi.

***

Á efri myndinni er Kamtsjaka.

Á neðri myndinni er Chadwick Boseman sem frægastur varð fyrir að leika Black Panter.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár