Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

Hér neðst má sjá hlekki á næstu þraut á undan, og þá næstu á eftir — þegar hún kemur komin á sinn stað.

***

Aukaspurningar:

Sú fyrri felst í að þið áttið ykkur á hvað skaginn á skjáskotinu hér að ofan heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Moussaka heitir réttur einn. Hann er afbrigði af kjötkássurétti sem þekktur er í mörgum löndum, en heitið „moussaka“ er þó tengt einu sérstöku landi. Hvaða land er það?

2.  Dacca heitir höfuðborg ein. Í hvaða landi?

3.  Merlot heitir afbrigði af hvaða jurt?

4.  Hvað hét fyrsta kindin sem fæddist klónuð af annarri kind?

5.  Eitt frægasta tónskáld Bandaríkjanna bar sama nafn og höfuðborg erlends ríkis. Hvaða nafn?

6.  Hvers vegna bar tónskáldið þetta nafn? Hér eru fjórir möguleikar: A) Um var að kenna prentvillu. — B) Tónskáldið fæddist í þessari tilteknu höfuðborg þótt það flyttist svo til Bandaríkjanna. — C) Faðir tónskáldsins var ættaður frá borginni. — D) Tónskáldið vildi kenna sig við borgina vegna þess að það dáðist að því samblandi þjóðlegrar og klassískrar tónlistar sem þar var iðkuð. Hvað af þessu er rétt?

7.  Seabiscuit hét frægt dýr. Um þetta dýr hafa verið skrifaðar bækur, gerðar heimildarmyndir og árið 2003 var frumsýnd kvikmyndin Seabiscuit þar sem Tobey Maguire og Jeff Bridges fóru með aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins, þótt hún hlyti þó verðlaun reyndar ekki. En hvernig dýr var Seabiscuit?

8.  Sofia Helin heitir tæplega fimmtug sænsk leikkona. Hvað heitir persónan sem hún er frægust fyrir að leika?

9.  Í hvaða firði/flóa/vík/vogi er Hergilsey?

10.  Hver var fyrsta konan sem varð dómsmálaráðherra á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr myndinni Marshall, sem fjallar um merkan feril Thurgoods Marshalls, sem var fyrsti svarti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna. Sami leikari fór í öðrum bíómyndum með hlutverk annarra brautryðjenda svartra þar vestanhafs, svo sem hafnaboltaleikarans Jackie Robinson og söngvarans James Brown. En leikarinn var þó kunnastur fyrir annað hlutverk; þá lék hann ... hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkland.

2.  Bangladesj.

3.  Vínviður, vínber telst líka rétt.

4.  Dolly.

5.  Berlin.

6.  A) Nafn Irving Balines var misritað á nótnahefti, svo úr varð Berlin.

7.  Hestur.

8.  Saga. Hér er um að ræða persónu úr sjónvarpsseríunni Brúnni.

9.  Breiðafirði.

10.  Auður Auðuns. Rangt svar var gefið við þessari spurningu framan af — skömm sé spurningahöfundi.

***

Á efri myndinni er Kamtsjaka.

Á neðri myndinni er Chadwick Boseman sem frægastur varð fyrir að leika Black Panter.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Niðurskurðarstefnan komi aga á verkafólk en styrki hina ríku
1
Þekking

Nið­ur­skurð­ar­stefn­an komi aga á verka­fólk en styrki hina ríku

Ít­alski hag­fræði­pró­fess­or­inn Cl­ara E. Mattei hef­ur rann­sak­að sögu kapí­tal­ism­ans og hvernig helstu kenn­inga­smið­ir hag­fræð­inn­ar hafa um langt skeið stað­ið vörð um kapí­tal­ismann á kostn­að verka­fólks. Í bók sem Cl­ara gaf út fyr­ir tveim­ur ár­um rann­sak­ar hún upp­runa eins áhrifa­mesta hag­stjórn­ar­tæk­is kapí­tal­ism­ans, nið­ur­skurð­ar­stefn­una. Cl­ara sett­ist nið­ur með blaða­manni Heim­ild­ar­inn­ar og ræddi kenn­ing­ar sín­ar um nið­ur­skurð­ar­stefn­una og hlut­verk hag­fræð­inn­ar í heimi sem breyt­ist hratt.
Kjósendur vilji ekki hermikráku
8
FréttirBaráttan um íhaldsfylgið

Kjós­end­ur vilji ekki hermikráku

Gunn­hild­ur Lily Magnús­dótt­ir, dós­ent í stjórn­mála­fræði við Há­skól­ann í Mal­mö, seg­ir að alls stað­ar í Evr­ópu hafi hóf­sam­ir hægri­flokk­ar að ein­hverju leyti tek­ið upp harða flótta­manna­stefnu flokka sem séu yst á hægri væng stjórn­mál­anna. Marg­ir kjós­end­ur gömlu hægri flokk­anna vilji þó ekki eft­ir­herm­ur og kjósi því flokka sem hafi fyrst tal­að fyr­ir harð­ari flótta­manna­stefnu.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Sigmundur Davíð skríður inn í breiðan faðminn
4
ÚttektBaráttan um íhaldsfylgið

Sig­mund­ur Dav­íð skríð­ur inn í breið­an faðm­inn

Fylgi virð­ist leka frá Sjálf­stæð­is­flokki yf­ir til Mið­flokks í stríð­um straum­um. Sjúk­dóms­grein­ing margra Sjálf­stæð­is­manna er að flokk­ur­inn þurfi að skerpa á áhersl­um sín­um til hægri í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu. Deild­ar mein­ing­ar eru uppi um það hversu lík­legt það er til ár­ang­urs. Heim­ild­in rýn­ir í stöðu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Hvaða kosti á þessi forni risi ís­lenskra stjórn­mála? Hef­ur harð­ari tónn Bjarna Bene­dikts­son­ar í út­lend­inga­mál­um vald­eflt Sig­mund Dav­íð Gunn­laugs­son í sam­fé­lagsum­ræð­unni?
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
6
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.
Illugi Jökulsson
9
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
5
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.
Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
7
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár