Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

Hér neðst má sjá hlekki á næstu þraut á undan, og þá næstu á eftir — þegar hún kemur komin á sinn stað.

***

Aukaspurningar:

Sú fyrri felst í að þið áttið ykkur á hvað skaginn á skjáskotinu hér að ofan heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Moussaka heitir réttur einn. Hann er afbrigði af kjötkássurétti sem þekktur er í mörgum löndum, en heitið „moussaka“ er þó tengt einu sérstöku landi. Hvaða land er það?

2.  Dacca heitir höfuðborg ein. Í hvaða landi?

3.  Merlot heitir afbrigði af hvaða jurt?

4.  Hvað hét fyrsta kindin sem fæddist klónuð af annarri kind?

5.  Eitt frægasta tónskáld Bandaríkjanna bar sama nafn og höfuðborg erlends ríkis. Hvaða nafn?

6.  Hvers vegna bar tónskáldið þetta nafn? Hér eru fjórir möguleikar: A) Um var að kenna prentvillu. — B) Tónskáldið fæddist í þessari tilteknu höfuðborg þótt það flyttist svo til Bandaríkjanna. — C) Faðir tónskáldsins var ættaður frá borginni. — D) Tónskáldið vildi kenna sig við borgina vegna þess að það dáðist að því samblandi þjóðlegrar og klassískrar tónlistar sem þar var iðkuð. Hvað af þessu er rétt?

7.  Seabiscuit hét frægt dýr. Um þetta dýr hafa verið skrifaðar bækur, gerðar heimildarmyndir og árið 2003 var frumsýnd kvikmyndin Seabiscuit þar sem Tobey Maguire og Jeff Bridges fóru með aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins, þótt hún hlyti þó verðlaun reyndar ekki. En hvernig dýr var Seabiscuit?

8.  Sofia Helin heitir tæplega fimmtug sænsk leikkona. Hvað heitir persónan sem hún er frægust fyrir að leika?

9.  Í hvaða firði/flóa/vík/vogi er Hergilsey?

10.  Hver var fyrsta konan sem varð dómsmálaráðherra á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr myndinni Marshall, sem fjallar um merkan feril Thurgoods Marshalls, sem var fyrsti svarti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna. Sami leikari fór í öðrum bíómyndum með hlutverk annarra brautryðjenda svartra þar vestanhafs, svo sem hafnaboltaleikarans Jackie Robinson og söngvarans James Brown. En leikarinn var þó kunnastur fyrir annað hlutverk; þá lék hann ... hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkland.

2.  Bangladesj.

3.  Vínviður, vínber telst líka rétt.

4.  Dolly.

5.  Berlin.

6.  A) Nafn Irving Balines var misritað á nótnahefti, svo úr varð Berlin.

7.  Hestur.

8.  Saga. Hér er um að ræða persónu úr sjónvarpsseríunni Brúnni.

9.  Breiðafirði.

10.  Auður Auðuns. Rangt svar var gefið við þessari spurningu framan af — skömm sé spurningahöfundi.

***

Á efri myndinni er Kamtsjaka.

Á neðri myndinni er Chadwick Boseman sem frægastur varð fyrir að leika Black Panter.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár