Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

421. spurningaþraut: Hér er nú margt í mörgu, eins og karlinn sagði

Hér neðst má sjá hlekki á næstu þraut á undan, og þá næstu á eftir — þegar hún kemur komin á sinn stað.

***

Aukaspurningar:

Sú fyrri felst í að þið áttið ykkur á hvað skaginn á skjáskotinu hér að ofan heitir.

***

Aðalspurningar:

1.  Moussaka heitir réttur einn. Hann er afbrigði af kjötkássurétti sem þekktur er í mörgum löndum, en heitið „moussaka“ er þó tengt einu sérstöku landi. Hvaða land er það?

2.  Dacca heitir höfuðborg ein. Í hvaða landi?

3.  Merlot heitir afbrigði af hvaða jurt?

4.  Hvað hét fyrsta kindin sem fæddist klónuð af annarri kind?

5.  Eitt frægasta tónskáld Bandaríkjanna bar sama nafn og höfuðborg erlends ríkis. Hvaða nafn?

6.  Hvers vegna bar tónskáldið þetta nafn? Hér eru fjórir möguleikar: A) Um var að kenna prentvillu. — B) Tónskáldið fæddist í þessari tilteknu höfuðborg þótt það flyttist svo til Bandaríkjanna. — C) Faðir tónskáldsins var ættaður frá borginni. — D) Tónskáldið vildi kenna sig við borgina vegna þess að það dáðist að því samblandi þjóðlegrar og klassískrar tónlistar sem þar var iðkuð. Hvað af þessu er rétt?

7.  Seabiscuit hét frægt dýr. Um þetta dýr hafa verið skrifaðar bækur, gerðar heimildarmyndir og árið 2003 var frumsýnd kvikmyndin Seabiscuit þar sem Tobey Maguire og Jeff Bridges fóru með aðalhlutverkið. Myndin var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta mynd ársins, þótt hún hlyti þó verðlaun reyndar ekki. En hvernig dýr var Seabiscuit?

8.  Sofia Helin heitir tæplega fimmtug sænsk leikkona. Hvað heitir persónan sem hún er frægust fyrir að leika?

9.  Í hvaða firði/flóa/vík/vogi er Hergilsey?

10.  Hver var fyrsta konan sem varð dómsmálaráðherra á Íslandi?

***

Síðari aukaspurning:

Hér að neðan má sjá skjáskot úr myndinni Marshall, sem fjallar um merkan feril Thurgoods Marshalls, sem var fyrsti svarti Hæstaréttardómari Bandaríkjanna. Sami leikari fór í öðrum bíómyndum með hlutverk annarra brautryðjenda svartra þar vestanhafs, svo sem hafnaboltaleikarans Jackie Robinson og söngvarans James Brown. En leikarinn var þó kunnastur fyrir annað hlutverk; þá lék hann ... hvern?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Grikkland.

2.  Bangladesj.

3.  Vínviður, vínber telst líka rétt.

4.  Dolly.

5.  Berlin.

6.  A) Nafn Irving Balines var misritað á nótnahefti, svo úr varð Berlin.

7.  Hestur.

8.  Saga. Hér er um að ræða persónu úr sjónvarpsseríunni Brúnni.

9.  Breiðafirði.

10.  Auður Auðuns. Rangt svar var gefið við þessari spurningu framan af — skömm sé spurningahöfundi.

***

Á efri myndinni er Kamtsjaka.

Á neðri myndinni er Chadwick Boseman sem frægastur varð fyrir að leika Black Panter.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár