Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

418. spurningaþraut: Feðgin á forsetastóli, og lárviðarstig í boði!

418. spurningaþraut: Feðgin á forsetastóli, og lárviðarstig í boði!

Athugið að nú er kominn hlekkur á síðustu þraut hér neðst. Ég birti samt hlekkinn á hina rammíslensku þjóðhátíðarþraut frá því í gær hérna — til öryggis.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni má sjá skip sökkva út af Írlandsströndum árið 1917. Hvað hét skipið?

***

Aðalspurningar:

1.  Jón Atli Benediktsson heitir maður sem gegnir virðulegu starfi hér í veröld. Hvaða starf er það?

2.  Í frönsku borginni Le Mans er haldinn kappakstur á hverju ári. Að hvaða leyti er sú keppni ólík flestum öðrum kappaksturskeppnum?

3.  Og fyrst minnst er á kappakstur: Hver af þessum ökumönnum hefur EKKI orðið heimsmeistari í Formúlu 1 keppninni? — Fernando Alonso, Jenson Button, David Coulthard, Lewis Hamilton, Kimi-Matias Räikkönen, Nico Rosberg, Sebastian Vettel .

4.  Simone Biles er einhver allra fremsta íþróttakona samtímans. Í hvaða grein keppir hún?

5.  En hvað hefur Kathryn Bigelow hins vegar fengist við í lífinu?

6.  Winston Churchill hafði tvö millinöfn. Nefnið annað þeirra. Ef þið getið bæði, þá megiði sæma ykkur lárviðarstigi!

7.  Susan Janet Ballion fæddist í Suður-London 1957. Hún tók sér annað nafn þegar hún stofnaði ásamt fleirum hljómsveit árið 1976. Nafnið minnti á Indíána í Norður-Ameríku og hljómsveitin hennar notaði þetta sama nafn að hluta til. Hljómsveitin starfaði til 1996 en Ballion hóf þá sólóferil, sem stóð í áratug en undanfarið hefur lítið borið á henni. En hvað hét hljómsveitin hennar?

8.   Hvað heitir hafið norður af Kólaskaga sem tilheyrir Noregi og Rússlandi?

9.  Í hvaða kjördæmi býður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sig fram til Alþingis?

10.  Hvað heitir tré sem telst vera af ætt lítilla eða meðalstórra trjáa af ertublómaætt sem ber gul blóm í löngum hangandi klösum og vex víða í görðum á Íslandi? 

***

Síðari aukaspurning:

Ekki er algengt að feðgin hafi bæði gegnt forsetaembætti, en þess eru þó dæmi. Feðginin á myndinni hér að neðan voru til dæmis bæði forsetar í landi sínu — en reyndar hafa bæði verið sökuð um ferlega spillingu og lent upp á kant við réttarkerfið þess vegna. Hvaða land er hér um að ræða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hann er rektor Háskóla Íslands.

2.  Keppnin stendur í sólarhring samfleytt.

3.  Coulthard.

4.  Fimleikum.

5.  Kvikmyndaleikstjórn.

6.  Winston Leonard Spencer Churchill hét hann fullu nafni.

7.  Siouxsie and the Banshees.

8.  Barentshaf.

9.  Norðvesturkjördæmi.

10.  Gullregn.

***

Svör við aukaspurningum:

Skipið hét Lusitania.

Á neðri myndinni eru feðginin Keiko og Alberto Fujimore fyrrverandi forsetar Perú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
1
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
4
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár