Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

418. spurningaþraut: Feðgin á forsetastóli, og lárviðarstig í boði!

418. spurningaþraut: Feðgin á forsetastóli, og lárviðarstig í boði!

Athugið að nú er kominn hlekkur á síðustu þraut hér neðst. Ég birti samt hlekkinn á hina rammíslensku þjóðhátíðarþraut frá því í gær hérna — til öryggis.

***

Fyrri aukaspurning:

Á myndinni má sjá skip sökkva út af Írlandsströndum árið 1917. Hvað hét skipið?

***

Aðalspurningar:

1.  Jón Atli Benediktsson heitir maður sem gegnir virðulegu starfi hér í veröld. Hvaða starf er það?

2.  Í frönsku borginni Le Mans er haldinn kappakstur á hverju ári. Að hvaða leyti er sú keppni ólík flestum öðrum kappaksturskeppnum?

3.  Og fyrst minnst er á kappakstur: Hver af þessum ökumönnum hefur EKKI orðið heimsmeistari í Formúlu 1 keppninni? — Fernando Alonso, Jenson Button, David Coulthard, Lewis Hamilton, Kimi-Matias Räikkönen, Nico Rosberg, Sebastian Vettel .

4.  Simone Biles er einhver allra fremsta íþróttakona samtímans. Í hvaða grein keppir hún?

5.  En hvað hefur Kathryn Bigelow hins vegar fengist við í lífinu?

6.  Winston Churchill hafði tvö millinöfn. Nefnið annað þeirra. Ef þið getið bæði, þá megiði sæma ykkur lárviðarstigi!

7.  Susan Janet Ballion fæddist í Suður-London 1957. Hún tók sér annað nafn þegar hún stofnaði ásamt fleirum hljómsveit árið 1976. Nafnið minnti á Indíána í Norður-Ameríku og hljómsveitin hennar notaði þetta sama nafn að hluta til. Hljómsveitin starfaði til 1996 en Ballion hóf þá sólóferil, sem stóð í áratug en undanfarið hefur lítið borið á henni. En hvað hét hljómsveitin hennar?

8.   Hvað heitir hafið norður af Kólaskaga sem tilheyrir Noregi og Rússlandi?

9.  Í hvaða kjördæmi býður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sig fram til Alþingis?

10.  Hvað heitir tré sem telst vera af ætt lítilla eða meðalstórra trjáa af ertublómaætt sem ber gul blóm í löngum hangandi klösum og vex víða í görðum á Íslandi? 

***

Síðari aukaspurning:

Ekki er algengt að feðgin hafi bæði gegnt forsetaembætti, en þess eru þó dæmi. Feðginin á myndinni hér að neðan voru til dæmis bæði forsetar í landi sínu — en reyndar hafa bæði verið sökuð um ferlega spillingu og lent upp á kant við réttarkerfið þess vegna. Hvaða land er hér um að ræða?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Hann er rektor Háskóla Íslands.

2.  Keppnin stendur í sólarhring samfleytt.

3.  Coulthard.

4.  Fimleikum.

5.  Kvikmyndaleikstjórn.

6.  Winston Leonard Spencer Churchill hét hann fullu nafni.

7.  Siouxsie and the Banshees.

8.  Barentshaf.

9.  Norðvesturkjördæmi.

10.  Gullregn.

***

Svör við aukaspurningum:

Skipið hét Lusitania.

Á neðri myndinni eru feðginin Keiko og Alberto Fujimore fyrrverandi forsetar Perú.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár