Athugið að nú er kominn hlekkur á síðustu þraut hér neðst. Ég birti samt hlekkinn á hina rammíslensku þjóðhátíðarþraut frá því í gær hérna — til öryggis.
***
Fyrri aukaspurning:
Á myndinni má sjá skip sökkva út af Írlandsströndum árið 1917. Hvað hét skipið?
***
Aðalspurningar:
1. Jón Atli Benediktsson heitir maður sem gegnir virðulegu starfi hér í veröld. Hvaða starf er það?
2. Í frönsku borginni Le Mans er haldinn kappakstur á hverju ári. Að hvaða leyti er sú keppni ólík flestum öðrum kappaksturskeppnum?
3. Og fyrst minnst er á kappakstur: Hver af þessum ökumönnum hefur EKKI orðið heimsmeistari í Formúlu 1 keppninni? — Fernando Alonso, Jenson Button, David Coulthard, Lewis Hamilton, Kimi-Matias Räikkönen, Nico Rosberg, Sebastian Vettel .
4. Simone Biles er einhver allra fremsta íþróttakona samtímans. Í hvaða grein keppir hún?
5. En hvað hefur Kathryn Bigelow hins vegar fengist við í lífinu?
6. Winston Churchill hafði tvö millinöfn. Nefnið annað þeirra. Ef þið getið bæði, þá megiði sæma ykkur lárviðarstigi!
7. Susan Janet Ballion fæddist í Suður-London 1957. Hún tók sér annað nafn þegar hún stofnaði ásamt fleirum hljómsveit árið 1976. Nafnið minnti á Indíána í Norður-Ameríku og hljómsveitin hennar notaði þetta sama nafn að hluta til. Hljómsveitin starfaði til 1996 en Ballion hóf þá sólóferil, sem stóð í áratug en undanfarið hefur lítið borið á henni. En hvað hét hljómsveitin hennar?
8. Hvað heitir hafið norður af Kólaskaga sem tilheyrir Noregi og Rússlandi?
9. Í hvaða kjördæmi býður Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir sig fram til Alþingis?
10. Hvað heitir tré sem telst vera af ætt lítilla eða meðalstórra trjáa af ertublómaætt sem ber gul blóm í löngum hangandi klösum og vex víða í görðum á Íslandi?
***
Síðari aukaspurning:
Ekki er algengt að feðgin hafi bæði gegnt forsetaembætti, en þess eru þó dæmi. Feðginin á myndinni hér að neðan voru til dæmis bæði forsetar í landi sínu — en reyndar hafa bæði verið sökuð um ferlega spillingu og lent upp á kant við réttarkerfið þess vegna. Hvaða land er hér um að ræða?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Hann er rektor Háskóla Íslands.
2. Keppnin stendur í sólarhring samfleytt.
3. Coulthard.
4. Fimleikum.
5. Kvikmyndaleikstjórn.
6. Winston Leonard Spencer Churchill hét hann fullu nafni.
7. Siouxsie and the Banshees.
8. Barentshaf.
9. Norðvesturkjördæmi.
10. Gullregn.
***
Svör við aukaspurningum:
Skipið hét Lusitania.
Á neðri myndinni eru feðginin Keiko og Alberto Fujimore fyrrverandi forsetar Perú.
Athugasemdir