Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

416. spurningaþraut: Óvenju margar spurningar um tölur. Það er reyndar bara tölfræðileg tilviljun

416. spurningaþraut: Óvenju margar spurningar um tölur. Það er reyndar bara tölfræðileg tilviljun

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn, sem sjá má á myndinni hér að ofan, með Önnu dóttur sinni?


Aðalspurningar:

  1. Nýjasta og fullkomnasta flugvélamóðurskip Bandaríkjanna var tekið í notkun 2017. Það heitir eftir einum forseta landsins, reyndar einum þeirra sem setið hafa STYST í starfi. Síðan á 19. öld hefur aðeins einn forseti setið skemur en þessi (fyrir utan náttúrlega Biden). Hver er þessi skammsetni forseti sem samt er heiðraður með svona risastórri vígvél?
  2. Hversu marga fætur hefur kónguló?
  3. En sporðdrekinn, hve margir eru fætur hans?
  4. Hversu margir metrar eru í hektómetra?
  5. Í hvaða landi er borgin Aleppo?
  6. Hvaða hljómsveit flutti lögin Another One Bites the Dust og I Want to Break Free?
  7. En hver samdi þessi lög?
  8. Hvað er prímtala?
  9. Og hver er þá lægsta prímtalan fyrir ofan 10?
  10. Sjónvarpsserían Systrabönd var afar umdeild fyrir nokkrum mánuðum. Serían snerist um þrjár konur sem burðast með leyndarmál á bakinu, en hver lék lögreglukonuna, sem rannsakaði málið ásamt ungum rannsóknarlögreglumanni af karlkyni?

Seinni aukaspurning:

Hvaða sund má sjá á myndinni hér að neðan?


Svör við aðalspurningum:

  1. Gerald Ford.
  2. Átta.
  3. Átta.
  4. Hundrað.
  5. Sýrlandi.
  6. Queen.
  7. Bassaleikarinn Deacon.
  8. Tala sem engin önnur tala (nema 1) gengur upp í.
  9. Ellefu.
  10. Halldóra Geirharðsdóttir.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Franklin Delano Roosevelt, síðar Bandaríkjaforseti.

Á neðri myndinni er Beringssund milli Síberíu og Alaska.

Betur má sjá sundið á myndinni hér til hliðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
4
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár