Fyrri aukaspurning:
Hver er karlinn, sem sjá má á myndinni hér að ofan, með Önnu dóttur sinni?
Aðalspurningar:
- Nýjasta og fullkomnasta flugvélamóðurskip Bandaríkjanna var tekið í notkun 2017. Það heitir eftir einum forseta landsins, reyndar einum þeirra sem setið hafa STYST í starfi. Síðan á 19. öld hefur aðeins einn forseti setið skemur en þessi (fyrir utan náttúrlega Biden). Hver er þessi skammsetni forseti sem samt er heiðraður með svona risastórri vígvél?
- Hversu marga fætur hefur kónguló?
- En sporðdrekinn, hve margir eru fætur hans?
- Hversu margir metrar eru í hektómetra?
- Í hvaða landi er borgin Aleppo?
- Hvaða hljómsveit flutti lögin Another One Bites the Dust og I Want to Break Free?
- En hver samdi þessi lög?
- Hvað er prímtala?
- Og hver er þá lægsta prímtalan fyrir ofan 10?
- Sjónvarpsserían Systrabönd var afar umdeild fyrir nokkrum mánuðum. Serían snerist um þrjár konur sem burðast með leyndarmál á bakinu, en hver lék lögreglukonuna, sem rannsakaði málið ásamt ungum rannsóknarlögreglumanni af karlkyni?
Seinni aukaspurning:
Hvaða sund má sjá á myndinni hér að neðan?
Svör við aðalspurningum:
- Gerald Ford.
- Átta.
- Átta.
- Hundrað.
- Sýrlandi.
- Queen.
- Bassaleikarinn Deacon.
- Tala sem engin önnur tala (nema 1) gengur upp í.
- Ellefu.
- Halldóra Geirharðsdóttir.
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni er Franklin Delano Roosevelt, síðar Bandaríkjaforseti.
Á neðri myndinni er Beringssund milli Síberíu og Alaska.
Betur má sjá sundið á myndinni hér til hliðar.
Athugasemdir