416. spurningaþraut: Óvenju margar spurningar um tölur. Það er reyndar bara tölfræðileg tilviljun

416. spurningaþraut: Óvenju margar spurningar um tölur. Það er reyndar bara tölfræðileg tilviljun

Fyrri aukaspurning:

Hver er karlinn, sem sjá má á myndinni hér að ofan, með Önnu dóttur sinni?


Aðalspurningar:

  1. Nýjasta og fullkomnasta flugvélamóðurskip Bandaríkjanna var tekið í notkun 2017. Það heitir eftir einum forseta landsins, reyndar einum þeirra sem setið hafa STYST í starfi. Síðan á 19. öld hefur aðeins einn forseti setið skemur en þessi (fyrir utan náttúrlega Biden). Hver er þessi skammsetni forseti sem samt er heiðraður með svona risastórri vígvél?
  2. Hversu marga fætur hefur kónguló?
  3. En sporðdrekinn, hve margir eru fætur hans?
  4. Hversu margir metrar eru í hektómetra?
  5. Í hvaða landi er borgin Aleppo?
  6. Hvaða hljómsveit flutti lögin Another One Bites the Dust og I Want to Break Free?
  7. En hver samdi þessi lög?
  8. Hvað er prímtala?
  9. Og hver er þá lægsta prímtalan fyrir ofan 10?
  10. Sjónvarpsserían Systrabönd var afar umdeild fyrir nokkrum mánuðum. Serían snerist um þrjár konur sem burðast með leyndarmál á bakinu, en hver lék lögreglukonuna, sem rannsakaði málið ásamt ungum rannsóknarlögreglumanni af karlkyni?

Seinni aukaspurning:

Hvaða sund má sjá á myndinni hér að neðan?


Svör við aðalspurningum:

  1. Gerald Ford.
  2. Átta.
  3. Átta.
  4. Hundrað.
  5. Sýrlandi.
  6. Queen.
  7. Bassaleikarinn Deacon.
  8. Tala sem engin önnur tala (nema 1) gengur upp í.
  9. Ellefu.
  10. Halldóra Geirharðsdóttir.

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni er Franklin Delano Roosevelt, síðar Bandaríkjaforseti.

Á neðri myndinni er Beringssund milli Síberíu og Alaska.

Betur má sjá sundið á myndinni hér til hliðar.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár