Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar

Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir kom að milli­færsl­um Sam­herja­fé­laga á Kýp­ur inn á leyni­reikn­ing James Hatuikulipi, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­manns Fis­hcor, í Dúbaí. Til­kynnt var í dag um ráðn­ingu henn­ar í starf fjár­mála­stjóra Orku­söl­unn­ar, sem er að fullu í eigu ís­lenska rík­is­ins.

Namibíska lögreglan bað Interpol að hafa uppi á nýráðnum fjármálastjóra Orkusölunnar
Í orkuna Elísabet Ýr hefur undanfarin ár starfað fyrir Samherja í Evrópu og kom sem slík að greiðslum til aflandsfélagsins Tundavala Investment. Greiðslurnar eru rannsakaðar sem mútur og hefur viðtakandi þeirra verið fangelsaður í Namibíu. Mynd: Orkusalan

Nýráðinn fjármálastjóri Orkusölunnar, Elísa­bet Ýr Sveins­dótt­ir, var meðal þeirra Íslendinga sem namibíska lögreglan freistaði að hafa uppi á með aðstoð alþjóðalögreglunnar Interpol. Þetta sýna gögn sem lögð hafa verið fram fyrir namibískum dómstólum. Í beiðninni til Interpol, sem lögð var fram síðastliðið sumar, sagðist lögreglan gruna hana og níu aðra nafngreinda starfsmenn Samherja um lögbrot. Hún er þó ekki meðal þeirra þriggja sem saksóknari í Namibíu hefur viljað ákæra í því máli sem nú er til meðferðar fyrir dómstólum. 

Tilkynnt var um ráðningu Elísabetar Ýrar til Orkusölunnar í dag. Það er fyrirtæki sem er að öllu leyti í eigu íslenska ríkisins í gegnum opinbera hlutafélagið Rarik. 

Elísabet Ýr var um árabil starfsmaður Samherja í Evrópu og kom sem slík að millifærslum frá kýpverskum dótturfélögum útgerðarinnar til Dúbaí-félagsins Tundavala Investment, félags í eigu James Hatuikulipi, stjórnarformanns namibísku ríkisútgerðarinnar Fischor. Nafn hennar hefur lítið sem ekkert verið nefnt í fréttum af Namibíumálinu, en hún hefur engu að síður verið einn af lykilstarfsmönnum Samherja um árabil. 

Í gögnum sem lögð voru fyrir dóm í Namibíu á síðasta ári kemur fram að hún hafi samþykkt millifærslur til Dúbaí-félagsins ásamt Ingvari Júlíussyni, fjármálastjóra Samherja á Kýpur. Hann er einn þriggja Íslendinga og Samherjamanna sem namibíski saksóknarinnar hefur sagst vilja ákæra. Saksóknarinn hefur farið fram á að hann verði framseldur til Namibíu svo hægt sé að birta honum ákæruna og rétta yfir honum. 

Í yfirlýsingu sem Ingvar sendi dómnum í síðasta mánuði vísaði hann allri ábyrgð á millifærslunum á Jóhannes Stefánsson, uppljóstrara Namibíumálsins. Millifærslurnar sem um ræðir voru þó á milli félaga sem Jóhannes stýrði ekki og af reikningum sem hann hafði ekki aðgang að. Stór hluti millifærslnanna átti sér líka stað eftir að Jóhannes hætti störfum hjá Samherja árið 2016. Til að mynda þær greiðslur sem Elísabet Ýr samþykkti. 

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

Samherjaskjölin

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
„Samherji gegndi lykilhlutverki í þessu hneyksli“ - Opið bréf til forsætisráðherra frá Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

„Sam­herji gegndi lyk­il­hlut­verki í þessu hneyksli“ - Op­ið bréf til for­sæt­is­ráð­herra frá Namib­íu

Slétt­um fjór­um ár­um eft­ir að ljóstr­að var upp um fram­ferði Sam­herja í Namib­íu kall­ar leið­togi namib­ísku stjórn­ar­and­stöð­unn­ar eft­ir því að ís­lensk stjórn­völd taki ábyrgð, í opnu bréfi til for­sæt­is­ráð­herra Ís­lands. Hundrað millj­óna rík­is­styrk­ur til Sam­herja vek­ur reiði í Namib­íu.
Lögmaður namibískra sjómanna við Samherja: „Borgið það sem þið skuldið þeim“
RannsóknirSamherjaskjölin

Lög­mað­ur namib­ískra sjó­manna við Sam­herja: „Borg­ið það sem þið skuld­ið þeim“

Lög­mað­ur skip­verj­anna tutt­ugu og þriggja sem dæmd­ar voru bæt­ur vegna ólög­legr­ar upp­sagn­ar Sam­herja­fé­lags í Namib­íu, kall­ar eft­ir því að Ís­lend­ing­ar axli ábyrgð á fram­komu sinni í Namib­íu. Það stand­ist enga skoð­un að Sam­herji hafi ekki vit­að af mál­inu. For­stjóri Sam­herja lof­aði því að fyr­ir­tæk­ið myndi sjá til þess að stað­ið yrði við all­ar skuld­bind­ing­ar og sér­stak­lega hug­að að sjó­mönn­um sem starf­að hefðu fyr­ir fé­lag­ið.

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
2
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
6
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár