Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Samherji segist hafa gengið of langt en sakar fjölmiðla um einhliða, ósanngjarnar og rangar fréttir

Í óund­ir­rit­aðri yf­ir­lýs­ingu sem birt var á vef Sam­herja í gær er beðist af­sök­un­ar of hörð­um við­brögð­um fyr­ir­tæk­is­ins við frétta­flutn­ingi, sem sagð­ur er ein­hliða, ósann­gjarn og ekki alltaf byggð­ur á stað­reynd­um. Vara­f­rétta­stjóri RÚV, Heið­ar Örn Sig­urfinns­son seg­ir af­sök­un­ar­beiðn­in hefði ver­ið betri, væri hún skýr­ari.

Samherji segist hafa gengið of langt en sakar fjölmiðla um einhliða, ósanngjarnar og rangar fréttir
Maðurinn Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, var í góðu sambandi við þá sem mynduðu skæruliðadeild fyrirtækisins. Það var Jón Óttar Ólafsson, rannsakandi fyrirtækisins, líka. Mynd: Heiða Helgadóttir

Útgerðarfélagið Samherji hefur beðist afsökunar á framgöngu stjórnenda þess í viðbrögðum við fréttaflutningi um fyrirtækið. Í yfirlýsingu þess frá því í gær er umfjöllun sögð „einhliða, ósanngjörn og ekki alltaf byggð á staðreyndum“. Er þar vísað í umfjöllun um Namibíumálið og viðbrögð við henni. 

Í yfirlýsingu útgerðarinnar er beðist afsökunar á framgöngu stjórnendur fyrirtækisins í viðbrögðum við það sem kallað er neikvæð umfjöllun um félagið og „ljóst að of langt hefur verið gengið í þeim viðbrögðum.“

Bregðast við afhjúpun

Yfirlýsingin frá Samherji var viðbragð við fréttum Stundarinnar og Kjarnans um „skæruliðadeild“ fyrirtækisins. Í umfjöllun miðlanna voru brot úr samskiptum starfsmanna og ráðgjafa Samherja afhjúpuð en þar var meðal annars rætt um hvernig koma ætti í veg fyrir að Jóhannes Stefánsson, uppljóstrarinn í Namibíumálinu, myndi bera vitni fyrir dómi í Namibíu. 

„Þarna var um að ræða persónuleg samskipti á milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber“
Úr yfirlýsingu Samherja

Árásir á blaðamenn og þá sem gagnrýnt hafa framferði fyrirtækisins voru einnig til umræðu á milli þessara starfsmanna; til að mynda fjölda greina sem innanhúslögmaður Samherja og utanaðkomandi almannatengslaráðgjafi sömdu en birtu í nafni skipstjóra hjá félaginu.

Samherji segir þessi samskipti hafi verið persónuleg og ekki átt að verða opinber.

„Þarna var um að ræða persónuleg samskipti á milli starfsfélaga og vina sem enginn gerði ráð fyrir að yrðu opinber. Það breytir því þó ekki að þau orð og sú umræða sem þar var viðhöfð voru óheppileg,“ segir í yfirlýsingunni.

Einstaka starfsmenn og fyrirtækið sjálft hafa hins vegar ekki svarað spurningum um málið. 

Gerir athugasemdir við afsökunina

Helgi Seljan fréttamaður, sem einna helst hefur orðið fyrir barðinu á skæruliðadeild fyrirtækisins sagði í kvöldfréttum RÚV í gær að hann túlkaði yfirlýsingu Samherja sem einlæga. „Að því sögðu þá eru auðvitað hlutir sem hafa gerst á þessu einu og hálfa ári sem þetta slær ekkert striki yfir,“ sagði hann. 

Heiðar Örn Sigurfinnsson, varafréttastjóri RÚV, segir að þó kveði við nýjan tón frá Samherja sé ýmislegt sem vanti. „Í fyrsta lagi er ekki mjög skýrt hver er að biðjast afsökunar,“ skrifar hann á Facebook og bendir á að enginn sé skrifaður fyrir afsökunarbeiðninni. Hann spyr af hverju stjórnendurnir sjálfir hafi ekki beðist afsökunar á framferði sínu. 

Heiðar spyr einnig hvern sé verið að biðja afsökunar. Enginn er nefndur á nafn í afsökunarbeiðninni. Fyrir liggur að fyrirtækið hefur ekki beðið Helga sjálfan afsökunar á framgöngu sinni. 

„Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju“
Heiðar Örn Sigurfinnsson
varafréttastjóri RÚV

Þá segir Heiðar óljóst á hverju sé verið að biðjast afsökunar á. Hann nefnir að fyrirtækið hafi sakað fréttamenn Kveiks um að falsa skjöl, reynt að hafa af fjölmiðlafólki æruna og sent „spæjara“ á eftir Helga Seljan, sem sendi honum ógnandi sms-skilaboð og sat fyrir honum á kaffihúsi, og njósnað um aðra fjölmiðlamenn og listamenn. 

„Er það kannski allt þetta eða eitthvað annað sem ekki hefur komið fram í opinberri umræðu?“ spyr Heiðar. 

„Kannski hefði þessi afsökunarbeiðni verið betri ef það væri skýrara hver væri að biðja hvern afsökunar og á hverju. Eins og fram kom í frétt RÚV í kvöld þá vildi forstjóri Samherja ekki veita viðtal til að skýra það. Ekki frekar en hann hefur viljað veita viðtöl til að svara þeim ásökunum sem settar hafa verið fram,“ segir varafréttastjórinn.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.
Tengdar greinar

„Skæruliðar“ Samherja

„Þetta eru glæpamenn og hegða sér eftir því“
ViðtalSamherjaskjölin

„Þetta eru glæpa­menn og hegða sér eft­ir því“

Jó­hann­es Stef­áns­son, upp­ljóstr­ari í Sam­herja­mál­inu, er sátt­ur við gang rann­sókn­ar­inn­ar hér á landi og seg­ir að fátt geti kom­ið í veg fyr­ir að mál­ið endi með dómi. Hann gagn­rýn­ir þó að­gerð­ar­leysi yf­ir­valda við því þeg­ar Sam­herja­menn hafa áreitt, njósn­að um eða reynt að hræða hann frá því að bera vitni. Fátt í við­brögð­um Sam­herja­fólks hafi þó kom­ið hon­um á óvart, enda fái þau að ganga mun lengra en öðr­um lið­ist.
Þorsteinn svarar engu um dylgjur í afsökunarbeiðni
Fréttir

Þor­steinn svar­ar engu um dylgj­ur í af­sök­un­ar­beiðni

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ist ekki ætla að svara um efni af­sök­un­ar­beiðni sem fyr­ir­tæki hans birti óund­ir­rit­aða á vef­síðu sinni um helg­ina. Stund­in beindi til hans sömu spurn­ingu og lög­mað­ur fyr­ir­tæk­is­ins hafði kraf­ið Lilju Dögg Al­freðs­dótt­ur mennta­mála­ráð­herra svara um nokkr­um vik­um fyrr. Í af­sök­un­ar­beiðn­inni er full­yrt að um­fjöll­un hafi ver­ið „ein­hliða, ósann­gjörn og ekki alltaf byggð á stað­reynd­um“.

Mest lesið

„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
1
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.
Var krabbamein í sýninu?
4
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
2
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár