Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Benedikt segir Þorgerði fara með ósannindi og rjúfa trúnað

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fyr­ir­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir nú­ver­andi formann, Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fara með rangt mál og rjúfa trún­að um það sem þeim hafi far­ið á milli í einka­sam­töl­um.

Benedikt segir Þorgerði fara með ósannindi og rjúfa trúnað
Segir Þorgerði fara með ósannindi Benedikt segir Þorgerði ekki segja satt frá samskiptum þeirra. Mynd: Facebook / Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fara með rangt mál um að hann hafi hafnað boði um að setjast í 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Þá segir hann Þorgerði rjúfa trúnað um einkasamtöl þeirra í milli.

Benedikt greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Ástæðan er frétt mbl.is frá því fyrr í dag en þar er haft eftir Þorgerði að Benedikt hafi verið boðið 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það hafi verið gert eftir að honum hafi verið boðið heiðurssætið á lista Viðreisnar í Reykjavík. „Áður en upp­still­ing­ar­nefnd­in skilaði inn lista var rætt við Bene­dikt og hon­um boðið annað sæti í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu sem hann þáði ekki,“ seg­ir Þor­gerður í samtali við mbl.is.

„Því fór sem fór“

Þetta segir Benedikt að sé ósatt hjá Þorgerði. Hann hafi sannarlega fallist á beiðni Þorgerðar um að setjast í 2. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Athygli vekur að Benedikt segir að Þorgerður hafi beðið hann um að setjast í umrætt sæti en Þorgerður sjálf er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og situr því trauðla í uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík.

„Þorgerður óskaði eftir því á mánudagsmorgun að ég tæki 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Ég féllst á þá beiðni, en taldi nauðsynlegt að þeir sem hefðu komið fram við mig með óviðurkvæmilegum hætti í þessu máli bæðu mig afsökunar,“ skrifar Benedikt og vísar þar til þess að honum hafi verið boðið heiðurssæti á lista flokksins, neðsta sætið. Slík afsökunarbeiðni færi einungis til þess að ljúka „leiðindamálum“ af sinni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi, og myndi hann ekki gera þær afsakanir opinberar. „Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Þá segir Benedikt að hann hafi átt ýmis samtöl við Þorgerði en þau verið sammála um að öll þeirra samskipti væru trúnaðarmál. „Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“

Benedikt var helsti hvatamaður að stofnun Viðreisnar og formaður flokksins frá stofnun vorið 2016 til 2017. Hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2016 til 2017 og var fjármála- og efnarhagsráðherra árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Þakklátur fyrir að vera á lífi
3
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
4
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
4
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár