Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Benedikt segir Þorgerði fara með ósannindi og rjúfa trúnað

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fyr­ir­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir nú­ver­andi formann, Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fara með rangt mál og rjúfa trún­að um það sem þeim hafi far­ið á milli í einka­sam­töl­um.

Benedikt segir Þorgerði fara með ósannindi og rjúfa trúnað
Segir Þorgerði fara með ósannindi Benedikt segir Þorgerði ekki segja satt frá samskiptum þeirra. Mynd: Facebook / Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fara með rangt mál um að hann hafi hafnað boði um að setjast í 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Þá segir hann Þorgerði rjúfa trúnað um einkasamtöl þeirra í milli.

Benedikt greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Ástæðan er frétt mbl.is frá því fyrr í dag en þar er haft eftir Þorgerði að Benedikt hafi verið boðið 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það hafi verið gert eftir að honum hafi verið boðið heiðurssætið á lista Viðreisnar í Reykjavík. „Áður en upp­still­ing­ar­nefnd­in skilaði inn lista var rætt við Bene­dikt og hon­um boðið annað sæti í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu sem hann þáði ekki,“ seg­ir Þor­gerður í samtali við mbl.is.

„Því fór sem fór“

Þetta segir Benedikt að sé ósatt hjá Þorgerði. Hann hafi sannarlega fallist á beiðni Þorgerðar um að setjast í 2. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Athygli vekur að Benedikt segir að Þorgerður hafi beðið hann um að setjast í umrætt sæti en Þorgerður sjálf er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og situr því trauðla í uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík.

„Þorgerður óskaði eftir því á mánudagsmorgun að ég tæki 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Ég féllst á þá beiðni, en taldi nauðsynlegt að þeir sem hefðu komið fram við mig með óviðurkvæmilegum hætti í þessu máli bæðu mig afsökunar,“ skrifar Benedikt og vísar þar til þess að honum hafi verið boðið heiðurssæti á lista flokksins, neðsta sætið. Slík afsökunarbeiðni færi einungis til þess að ljúka „leiðindamálum“ af sinni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi, og myndi hann ekki gera þær afsakanir opinberar. „Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Þá segir Benedikt að hann hafi átt ýmis samtöl við Þorgerði en þau verið sammála um að öll þeirra samskipti væru trúnaðarmál. „Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“

Benedikt var helsti hvatamaður að stofnun Viðreisnar og formaður flokksins frá stofnun vorið 2016 til 2017. Hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2016 til 2017 og var fjármála- og efnarhagsráðherra árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
4
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.
Hollt mataræði lykilatriði að góðri heilsu
6
Fréttir

Hollt mataræði lyk­il­at­riði að góðri heilsu

Ax­el F. Sig­urðs­son, sér­fræð­ing­ur í hjarta­lækn­ing­um, hef­ur skoð­að tengsl fæðu og lífs­stíls við sjúk­dóma, einkum hjarta- og æða­sjúk­dóma. Tal­að hef­ur ver­ið um að lífs­stíls­sjúk­dóm­ar séu stærsta ógn­in við heilsu fólks og heil­brigðis­kerfi til næstu ára­tuga. Ax­el seg­ir að fólk geti breytt miklu með hollu mataræði og hreyf­ingu. Fé­lags­leg tengsl séu líka mik­il­væg. Hann ráð­legg­ur hreina fæðu til að sporna við kvill­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár