Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

Benedikt segir Þorgerði fara með ósannindi og rjúfa trúnað

Bene­dikt Jó­hann­es­son, fyr­ir­ver­andi formað­ur Við­reisn­ar, seg­ir nú­ver­andi formann, Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, fara með rangt mál og rjúfa trún­að um það sem þeim hafi far­ið á milli í einka­sam­töl­um.

Benedikt segir Þorgerði fara með ósannindi og rjúfa trúnað
Segir Þorgerði fara með ósannindi Benedikt segir Þorgerði ekki segja satt frá samskiptum þeirra. Mynd: Facebook / Viðreisn

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur fara með rangt mál um að hann hafi hafnað boði um að setjast í 2. sæti á framboðslista flokksins í Reykjavík. Þá segir hann Þorgerði rjúfa trúnað um einkasamtöl þeirra í milli.

Benedikt greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. Ástæðan er frétt mbl.is frá því fyrr í dag en þar er haft eftir Þorgerði að Benedikt hafi verið boðið 2. sæti á lista Viðreisnar í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu. Það hafi verið gert eftir að honum hafi verið boðið heiðurssætið á lista Viðreisnar í Reykjavík. „Áður en upp­still­ing­ar­nefnd­in skilaði inn lista var rætt við Bene­dikt og hon­um boðið annað sæti í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu sem hann þáði ekki,“ seg­ir Þor­gerður í samtali við mbl.is.

„Því fór sem fór“

Þetta segir Benedikt að sé ósatt hjá Þorgerði. Hann hafi sannarlega fallist á beiðni Þorgerðar um að setjast í 2. sæti á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæmanna. Athygli vekur að Benedikt segir að Þorgerður hafi beðið hann um að setjast í umrætt sæti en Þorgerður sjálf er oddviti flokksins í Suðurkjördæmi og situr því trauðla í uppstillingarnefnd flokksins í Reykjavík.

„Þorgerður óskaði eftir því á mánudagsmorgun að ég tæki 2. sæti á lista flokksins í Reykjavík norður. Ég féllst á þá beiðni, en taldi nauðsynlegt að þeir sem hefðu komið fram við mig með óviðurkvæmilegum hætti í þessu máli bæðu mig afsökunar,“ skrifar Benedikt og vísar þar til þess að honum hafi verið boðið heiðurssæti á lista flokksins, neðsta sætið. Slík afsökunarbeiðni færi einungis til þess að ljúka „leiðindamálum“ af sinni hálfu og leggja grunn að góðu samstarfi, og myndi hann ekki gera þær afsakanir opinberar. „Þorgerður svaraði eftir umhugsun að slík persónuleg afsökunarbeiðni væri ekki í boði. Því fór sem fór.“

Þá segir Benedikt að hann hafi átt ýmis samtöl við Þorgerði en þau verið sammála um að öll þeirra samskipti væru trúnaðarmál. „Ástæða þess að ég tala nú um þessi mál er að Þorgerður kýs að ræða þau opinberlega.“

Benedikt var helsti hvatamaður að stofnun Viðreisnar og formaður flokksins frá stofnun vorið 2016 til 2017. Hann sat á þingi fyrir flokkinn á árunum 2016 til 2017 og var fjármála- og efnarhagsráðherra árið 2017.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Fiskurinn sem fer um Belarús: „Ég mun ræða þetta“
5
Fréttir

Fisk­ur­inn sem fer um Bela­rús: „Ég mun ræða þetta“

Ferða­manna­laus­ir Þing­vell­ir í rign­ingu og roki voru vett­vang­ur einka­fund­ar Bjarna Bene­dikts­son­ar for­sæt­is­ráð­herra og Volodomír Selenski, for­seta Úkraínu, síð­deg­is á mánu­dag. „Við þurf­um raun­veru­leg­an stuðn­ing,“ sagði Selenskí á leið inn á fund­inn en virt­ist hissa þeg­ar hann var spurð­ur út í hvort út­flutn­ing­ur Ís­lend­inga á fiski til Rúss­lands í gegn­um bela­rúss­nesk­an milli­lið hefði bor­ið á góma.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Grunaði að það ætti að reka hana
1
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.

Mest lesið í mánuðinum

Lögreglan á nýrri slóð: Fundu skilaboð Þorsteins
1
AfhjúpunSamherjaskjölin

Lög­regl­an á nýrri slóð: Fundu skila­boð Þor­steins

Tækni­mönn­um á veg­um hér­aðssak­sókn­ara tókst á dög­un­um að end­ur­heimta á ann­að þús­und smá­skila­boð sem fóru á milli Þor­steins Más Bald­vins­son­ar og Jó­hann­es­ar Stef­áns­son­ar, á með­an sá síð­ar­nefndi var við störf í Namib­íu. Skila­boð­in draga upp allt aðra mynd en for­stjór­inn og aðr­ir tals­menn fyr­ir­tæk­is­ins hafa reynt að mála síð­ustu fimm ár.
Missir húsið upp í skattaskuld fyrrverandi eiginmanns
6
Fréttir

Miss­ir hús­ið upp í skatta­skuld fyrr­ver­andi eig­in­manns

Fyrr­ver­andi eig­in­kona Sig­urð­ar Gísla Björns­son­ar í Sæ­marki sér fram á að missa fast­eign sína upp í skatta­skuld hans, eft­ir úr­skurð Hæsta­rétt­ar í síð­ustu viku. Hjóna­band­inu lauk fyr­ir rúm­um ára­tug og fjög­ur ár voru lið­in frá skiln­aði þeirra þeg­ar Sæ­marks-mál­ið, sem snýr að um­fangs­mikl­um skattsvik­um Sig­urð­ar, komst upp.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár