Gögn úr persónulegu rafrænu geymsluskýi Jóhannesar Stefánssonar komust í hendur starfsmanna Samherja eftir uppljóstrun Samherjaskjalanna. Svo virðist sem starfsmennirnir hafi beinlínis farið inn á skýið og sótt þangað upplýsingar. Það var gert án samþykkis og vitundar Jóhannesar.
Málsvörn fyrirtækisins hefur að miklu leyti byggt á því að draga upp þá mynd af uppljóstraranum sem óstýrlátum óreglumanni sem beri einn ábyrgð á nokkru því sem gæti hafa verið ólöglegt í starfsemi Samherja í Afríku.
Gögnin sem um ræðir geymdi Jóhannes á persónulegum Dropbox-reikningi sínum.
Uppruni gagnanna vandamál
Starfsmenn Samherja hafa ekki svarað erindum Stundarinnar vegna umfjöllunar um „skæruliðadeild“ fyrirtækisins. Kjarninn, sem einnig fjallaði um málið, fékk yfirlýsingu senda frá fyrirtækinu þar sem fram kom að forsvarsmenn þess myndu ekki svara fyrir það sökum þess að um væri að ræða stolin gögn.
Uppruni gagna hefur hins vegar ekki alltaf flækst fyrir Samherjamönnum.
Athugasemdir