Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

404. spurningaþraut: Hvaða afkomendur á dýrið „pakistani“?

404. spurningaþraut: Hvaða afkomendur á dýrið „pakistani“?

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða starfi má ætla að karlmaðurinn hægra megin á myndinni hafi gegnt?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét bassaleikari Stuðmanna, sem lést fyrir nokkrum árum, langt fyrir aldur fram?

2.  Hvað hét bassaleikari Duran Duran? Eftirnafnið nægir EKKI.

3.  Friðrik I var konungur bæði Þýskalands og Ítalíu á 12. öld. Hann var síðan krýndur keisari Germanska veldisins („hins heilaga rómverska ríkis“). Friðrik þótti hraustur vel og sópaði að honum með áberandi rautt skegg hans. Skeggið færði honum ákveðið viðurnefni. Hvað var það?

4.  751 ári eftir að Friðrik drukknaði í krossferð var viðurnefni hans notað við fræga aðgerð, sem mikið var lagt í, en misheppnaðist þó með öllu að lokum. Hvaða aðgerð var það?

5.  Hver samdi kammerverkið Eine kleine Nachtmusik?

6.  21. september 1918 gerði Áslaug Þorláksdóttir Johnson svolítið. Hún var fyrsta konan sem gerði þetta á Íslandi en áður höfðu 80 karlmenn gert slíkt hið sama. Þetta er vitað vegna þess að hið opinbera hélt nákvæma skrá yfir alla þá sem gerðu þetta. Hvað var það sem Áslaug gerði?

7.  Vinsæl dönsk sjónvarpsþáttaröð var framleidd á árunum 2013-16. Hún var meðal sýnd hér á landi. Þar sagði frá blaðamanni sem sérhæfir sig í glæpamálum, en eftir skilnað yfirgefur blaðamaðurinn Kaupmannahöfn og sest að í Árósum sem reynist úa og grúa af glæpalýð. Hvað heitir blaðamaðurinn og þar með serían?

8.  Hvað er skottís?

9.  Tilraunafélagið var stofnað í Reykjavík árið 1905. Á hvaða sviði var því ætlað að gera tilraunir?

10.  Árið 2011 lést 97 ára gamall karl sem hafði meðal annars unnið sér það til frægðar að þýða öll leikrit William Shakespeares á íslensku. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Dýrið á myndinni hér að neðan var uppi fyrir um 50 milljónum ára og tilheyrði ætt sem nú er kölluð Pakicetidae. Nafnið gefur til kynna að dýrið bjó þar sem nú er Pakistan. Þetta var kjötæta. Stærstu dýrin af þessari tegund voru á stærð við úlf en þrátt fyrir fremur rennilegt útlit gefa litlar loppur og þung bein til kynna að dýrið hafi hvorki verið lipurt til sunds né fljótt að hlaupa. En þó gat þetta dýr af sér afkomendur sem víða búa nú á dögum og eru ekki sérstaklega svipaðir Pakicetidae í útliti. Hverjir eru þeir afkomendur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tómas Tómasson.

2.  John Taylor.

3.  Barbarossa.

4.  Innrás Hitlers-Þýskalands í Sovétríkin 1941.

5.  Mozart.

6.  Tók bílpróf.

7.  Dicte.

8.  Þjóðdans.

9.  Spíritisma, sem fólst í að ná sambandi við dáið fólk.

10.  Helgi Hálfdanarson.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlmaðurinn á efri myndinni er greinilega læknir.

Dýrið á neðri myndinni er formóðir eða -faðir allra hvala í sjónum.

***

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
2
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
3
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...
Leitin að upprunanum
6
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár