Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

404. spurningaþraut: Hvaða afkomendur á dýrið „pakistani“?

404. spurningaþraut: Hvaða afkomendur á dýrið „pakistani“?

Hér er þrautin frá í gær.

***

Fyrri aukaspurning:

Hvaða starfi má ætla að karlmaðurinn hægra megin á myndinni hafi gegnt?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað hét bassaleikari Stuðmanna, sem lést fyrir nokkrum árum, langt fyrir aldur fram?

2.  Hvað hét bassaleikari Duran Duran? Eftirnafnið nægir EKKI.

3.  Friðrik I var konungur bæði Þýskalands og Ítalíu á 12. öld. Hann var síðan krýndur keisari Germanska veldisins („hins heilaga rómverska ríkis“). Friðrik þótti hraustur vel og sópaði að honum með áberandi rautt skegg hans. Skeggið færði honum ákveðið viðurnefni. Hvað var það?

4.  751 ári eftir að Friðrik drukknaði í krossferð var viðurnefni hans notað við fræga aðgerð, sem mikið var lagt í, en misheppnaðist þó með öllu að lokum. Hvaða aðgerð var það?

5.  Hver samdi kammerverkið Eine kleine Nachtmusik?

6.  21. september 1918 gerði Áslaug Þorláksdóttir Johnson svolítið. Hún var fyrsta konan sem gerði þetta á Íslandi en áður höfðu 80 karlmenn gert slíkt hið sama. Þetta er vitað vegna þess að hið opinbera hélt nákvæma skrá yfir alla þá sem gerðu þetta. Hvað var það sem Áslaug gerði?

7.  Vinsæl dönsk sjónvarpsþáttaröð var framleidd á árunum 2013-16. Hún var meðal sýnd hér á landi. Þar sagði frá blaðamanni sem sérhæfir sig í glæpamálum, en eftir skilnað yfirgefur blaðamaðurinn Kaupmannahöfn og sest að í Árósum sem reynist úa og grúa af glæpalýð. Hvað heitir blaðamaðurinn og þar með serían?

8.  Hvað er skottís?

9.  Tilraunafélagið var stofnað í Reykjavík árið 1905. Á hvaða sviði var því ætlað að gera tilraunir?

10.  Árið 2011 lést 97 ára gamall karl sem hafði meðal annars unnið sér það til frægðar að þýða öll leikrit William Shakespeares á íslensku. Hvað hét hann?

***

Seinni aukaspurning:

Dýrið á myndinni hér að neðan var uppi fyrir um 50 milljónum ára og tilheyrði ætt sem nú er kölluð Pakicetidae. Nafnið gefur til kynna að dýrið bjó þar sem nú er Pakistan. Þetta var kjötæta. Stærstu dýrin af þessari tegund voru á stærð við úlf en þrátt fyrir fremur rennilegt útlit gefa litlar loppur og þung bein til kynna að dýrið hafi hvorki verið lipurt til sunds né fljótt að hlaupa. En þó gat þetta dýr af sér afkomendur sem víða búa nú á dögum og eru ekki sérstaklega svipaðir Pakicetidae í útliti. Hverjir eru þeir afkomendur?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Tómas Tómasson.

2.  John Taylor.

3.  Barbarossa.

4.  Innrás Hitlers-Þýskalands í Sovétríkin 1941.

5.  Mozart.

6.  Tók bílpróf.

7.  Dicte.

8.  Þjóðdans.

9.  Spíritisma, sem fólst í að ná sambandi við dáið fólk.

10.  Helgi Hálfdanarson.

***

Svör við aukaspurningum:

Karlmaðurinn á efri myndinni er greinilega læknir.

Dýrið á neðri myndinni er formóðir eða -faðir allra hvala í sjónum.

***

Hér er þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Við mætum í vinnuna til þess að sigra“
2
Á vettvangi

„Við mæt­um í vinn­una til þess að sigra“

Kona sem sit­ur á bið­stofu með fleira fólki er að grein­ast með heila­æxli og það þarf að til­kynna henni það. En það er eng­inn stað­ur sem hægt er að fara með hana á, til að ræða við hana í næði. Í ann­an stað er rætt við að­stand­end­ur frammi, fyr­ir fram­an sjálfsal­ann en þá fer neyð­ar­bjall­an af stað og hama­gang­ur­inn er mik­ill þeg­ar starfs­fólk­ið hleyp­ur af stað. Í fjóra mán­uði hef­ur blaða­mað­ur ver­ið á vett­vangi bráða­mót­tök­unn­ar á Land­spít­al­an­um og fylgst með starf­inu þar.

Mest lesið í mánuðinum

Leyniupptaka lýsir vinargreiða og hrossakaupum Bjarna og Jóns
1
Afhjúpun

Leyniupp­taka lýs­ir vin­ar­greiða og hrossa­kaup­um Bjarna og Jóns

Son­ur og við­skipta­fé­lagi Jóns Gunn­ars­son­ar þing­manns full­yrð­ir í upp­tök­um sem tekn­ar voru af manni sem sagð­ist vera fjár­fest­ir að Jón hafi sam­þykkt beiðni Bjarna Bene­dikts­son­ar um að þiggja sæti á lista gegn því að Jón kom­ist í að­stöðu til veita veiði­leyfi til Hvals hf. Það verði arf­leifð Jóns að tryggja Kristjáni Lofts­syni nán­um vini sín­um leyf­ið. Það sé hins veg­ar eitt­hvað sem eigi að fara leynt.
„Hann sagðist ekki geta meir“
2
Viðtal

„Hann sagð­ist ekki geta meir“

„Ég gat ekki bjarg­að barna­barn­inu mínu. En ef það verð­ur til þess að ég geti kannski bjarg­að ein­hverj­um, þó ekki nema einu barni, þá vil ég segja sögu okk­ar,“ seg­ir Þór­hild­ur Helga Þor­leifs­dótt­ir kennslu­ráð­gjafi. Son­ar­son­ur henn­ar, Pat­rek­ur Jó­hann Kjart­ans­son Eberl, fannst lát­inn mið­viku­dag­inn 12. maí 2021, að­eins fimmtán ára gam­all. Hann hafði svipt sig lífi.
Grunaði að það ætti að reka hana
3
Viðtal

Grun­aði að það ætti að reka hana

Vig­dís Häsler var rek­in úr starfi fram­kvæmda­stjóra Bænda­sam­tak­anna eft­ir að nýr formað­ur tók þar við fyrr á ár­inu. Hún seg­ir kosn­inga­vél Fram­sókn­ar­flokks­ins hafa ver­ið gang­setta til að koma hon­um að. Vig­dís ræð­ir brottrekst­ur­inn og rasísk um­mæli sem formað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins hafði um hana. Orð­in hafi átt að smætta og brjóta hana nið­ur. Hún seg­ist aldrei munu líta Sig­urð Inga Jó­hanns­son sömu aug­um eft­ir það.
Myndir af neyðarmóttöku sendar áfram: „Ekki myndir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“
6
FréttirKynferðisbrot

Mynd­ir af neyð­ar­mót­töku send­ar áfram: „Ekki mynd­ir sem ég vildi sjá af sjálfri mér“

Lög­reglu var heim­ilt að senda mynd­ir sem tekn­ar voru af Guðnýju S. Bjarna­dótt­ur á neyð­ar­mót­töku fyr­ir þo­lend­ur kyn­ferð­isof­beld­is á verj­anda manns sem hún kærði fyr­ir nauðg­un. Þetta er nið­ur­staða Per­sónu­vernd­ar. Guðný seg­ir ótækt að gerend­ur í kyn­ferð­isaf­brota­mál­um geti með þess­um hætti feng­ið að­gang að við­kvæm­um mynd­um af þo­lend­um. „Þetta er bara sta­f­rænt kyn­ferð­isof­beldi af hendi lög­regl­unn­ar.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár