Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

Hér er þrautin frá í gær, ef þið skylduð bara misst af henni.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina af kennslustund í líffærafræði hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

2.  En hvað heitir það næststærsta?

3.  Og af því allt er þá er þrennt er, hvað heitir þá þriðja stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

4.  Tashkent heitir borg ein í Mið-Asíu, höfuðborg í tilteknu ríki sem hlaut sjálfstæði 1991. Hvaða ríki er það?

5.  Khaleda Zia heitir kona ein sem varð forsætisráðherra í heimalandi sínu 1991 og gegndi embætti til 1996, og svo aftur frá 2001 til 2006. Þetta var til tíðinda talið þar sem Zia býr í fjölmennu ríki þar sem múslimar eru yfirgnæfandi og konur hafa löngum átt undir högg að sækja. Hvað heitir ríki hennar?

6.  Víkjum nú að íslenskri landafræði. Upp úr hvaða dal kemur sá sem keyrir norður Holtavörðuheiði?

7.  Rhea Perlman og Shelly Long eru bandarískar leikkonur, nú rúmlega sjötugar, sem voru í byrjun níunda áratugarins frægastar fyrir að leika helstu kvenhlutverkin í frægri sjónvarpsþáttaröð sem var ein hin vinsælasta í heimi um þær mundir. Serían var lengi sýnd hér á landi. Hvaða sería var þetta?

8.  Á hvaða tungumáli skrifuðu þau Aristofanes og Saffó verk sín?

9.  Lewandowski heitir einn mesti markaskorarinn í karlafótboltanum þessi misserin. Undir hvaða fána spilar hann landsleiki?

10.  Hver barðist við vindmyllur? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brasilía.

2.  Argentína.

3.  Perú.

4.  Úsbekistan.

5.  Bangladesj.

6.  Norðurárdal.

7.  Cheers eða Staupasteinn.

8.  Grísku.

9.  Póllands.

10.  Don Kíkóti.

***

Svör við aukaspurningum:

Krufninguna málaði Rembrandt.

Karlinn á neðri myndinni er Rembrandt. Hann málaði myndina reyndar sjálfur.

***

Og lox, aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu