Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

Hér er þrautin frá í gær, ef þið skylduð bara misst af henni.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina af kennslustund í líffærafræði hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

2.  En hvað heitir það næststærsta?

3.  Og af því allt er þá er þrennt er, hvað heitir þá þriðja stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

4.  Tashkent heitir borg ein í Mið-Asíu, höfuðborg í tilteknu ríki sem hlaut sjálfstæði 1991. Hvaða ríki er það?

5.  Khaleda Zia heitir kona ein sem varð forsætisráðherra í heimalandi sínu 1991 og gegndi embætti til 1996, og svo aftur frá 2001 til 2006. Þetta var til tíðinda talið þar sem Zia býr í fjölmennu ríki þar sem múslimar eru yfirgnæfandi og konur hafa löngum átt undir högg að sækja. Hvað heitir ríki hennar?

6.  Víkjum nú að íslenskri landafræði. Upp úr hvaða dal kemur sá sem keyrir norður Holtavörðuheiði?

7.  Rhea Perlman og Shelly Long eru bandarískar leikkonur, nú rúmlega sjötugar, sem voru í byrjun níunda áratugarins frægastar fyrir að leika helstu kvenhlutverkin í frægri sjónvarpsþáttaröð sem var ein hin vinsælasta í heimi um þær mundir. Serían var lengi sýnd hér á landi. Hvaða sería var þetta?

8.  Á hvaða tungumáli skrifuðu þau Aristofanes og Saffó verk sín?

9.  Lewandowski heitir einn mesti markaskorarinn í karlafótboltanum þessi misserin. Undir hvaða fána spilar hann landsleiki?

10.  Hver barðist við vindmyllur? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brasilía.

2.  Argentína.

3.  Perú.

4.  Úsbekistan.

5.  Bangladesj.

6.  Norðurárdal.

7.  Cheers eða Staupasteinn.

8.  Grísku.

9.  Póllands.

10.  Don Kíkóti.

***

Svör við aukaspurningum:

Krufninguna málaði Rembrandt.

Karlinn á neðri myndinni er Rembrandt. Hann málaði myndina reyndar sjálfur.

***

Og lox, aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
6
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár