394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

394. spurningaþraut: Lönd í Suður-Ameríku, borg í Asíu, vindmyllur

Hér er þrautin frá í gær, ef þið skylduð bara misst af henni.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver málaði myndina af kennslustund í líffærafræði hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Hvað heitir stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

2.  En hvað heitir það næststærsta?

3.  Og af því allt er þá er þrennt er, hvað heitir þá þriðja stærsta ríkið í Suður-Ameríku?

4.  Tashkent heitir borg ein í Mið-Asíu, höfuðborg í tilteknu ríki sem hlaut sjálfstæði 1991. Hvaða ríki er það?

5.  Khaleda Zia heitir kona ein sem varð forsætisráðherra í heimalandi sínu 1991 og gegndi embætti til 1996, og svo aftur frá 2001 til 2006. Þetta var til tíðinda talið þar sem Zia býr í fjölmennu ríki þar sem múslimar eru yfirgnæfandi og konur hafa löngum átt undir högg að sækja. Hvað heitir ríki hennar?

6.  Víkjum nú að íslenskri landafræði. Upp úr hvaða dal kemur sá sem keyrir norður Holtavörðuheiði?

7.  Rhea Perlman og Shelly Long eru bandarískar leikkonur, nú rúmlega sjötugar, sem voru í byrjun níunda áratugarins frægastar fyrir að leika helstu kvenhlutverkin í frægri sjónvarpsþáttaröð sem var ein hin vinsælasta í heimi um þær mundir. Serían var lengi sýnd hér á landi. Hvaða sería var þetta?

8.  Á hvaða tungumáli skrifuðu þau Aristofanes og Saffó verk sín?

9.  Lewandowski heitir einn mesti markaskorarinn í karlafótboltanum þessi misserin. Undir hvaða fána spilar hann landsleiki?

10.  Hver barðist við vindmyllur? 

***

Seinni aukaspurning:

Hver er karlinn á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Brasilía.

2.  Argentína.

3.  Perú.

4.  Úsbekistan.

5.  Bangladesj.

6.  Norðurárdal.

7.  Cheers eða Staupasteinn.

8.  Grísku.

9.  Póllands.

10.  Don Kíkóti.

***

Svör við aukaspurningum:

Krufninguna málaði Rembrandt.

Karlinn á neðri myndinni er Rembrandt. Hann málaði myndina reyndar sjálfur.

***

Og lox, aftur hlekkur á þrautina frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár