***
Fyrri aukaspurning:
Hér að ofan má sjá skjáskot af litlum hluta af tilteknu hljómplötuumslagi. Hvaða tónlistarmaður gaf út þá plötu?
***
Aðalspurningar:
1. Hve margir Íslendingar hafa orðið stórmeistarar í skák í karlaflokki? Að þessu sinni eru ekki taldir með Daninn Henrik Danielsen né Bobby Fischer sem báðir urðu íslenskir ríkisborgarar eftir að þeir áunnu sér stórmeistaratitil. Hér má skeika einum stórmeistara til eða frá.
2. Hvað heitir fjölmennasta borgin í Rússlandi?
3. Árið 1974 hófst sala á tilteknum leikföngum sem þýski hugvitsmaðurinn Hans Beck hafði þá verið að þróa í þrjú ár. Honum fannst mest um vert að leikfangið væri hvorki of sveigjanlegt né of stíft fyrir börnin, og hannaði stærð þess vandlega til að passa í lófa barns. Sala á leikföngunum fór hægt af stað en árið 2009 höfðu selst 2,2 milljarðar svona leikfanga. Hvaða leikfang er þetta?
4. Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?
5. Erlendur Sveinsson er ekkert óalgengt nafn og menn sem heita þessu nafni hafa vafalítið fengist við sitt af hverju um ævina. En við hvað starfaði hinn lang, lang frægasti Erlendur Sveinsson?
6. Sylvia Plath hét kona ein bandarísk sem féll fyrir eigin hendi aðeins þrítug að aldri árið 1963. Hvað fékkst hún við um daga sína alltof fáa?
7. Ítalska hljómsveitin Måneskin vann Eurovision söngvakeppnina á laugardaginn var með lagið Zitti e buoni. Hvað þýðir Zitti e buoni?
8. Hvaða þjóð varð í þriðja sæti í þessari keppni, einu sæti ofar en Ísland?
9. Við hvaða reikistjörnu eru fjögur stór tungl sem fyrst sáust í sjónauka árið 1609 eða 1610?
10. Hvað er helst ræktað í Þykkvabænum?
***
Seinni aukaspurning:
Hvaða konu, unga að árum, má sjá á neðri myndinni?
***
Svör við aðalspurningum:
1. Þeir eru fjórtán, svo rétt telst vera 13-15.
2. Moskva.
3. Playmo-kallar.
4. Heimaey.
5. Rannsóknarlögreglumaður (í bókum Arnaldar Indriðasonar).
6. Hún var ljóðskáld/rithöfundur.
7. Til dæmis: „Haltu kjafti og vertu þægur“ eða „Hafðu þig hægan og hagaðu þér vel.“ Ýmsar þýðingar sem fela þetta í sér koma til álita.
8. Svisslendingar.
9. Júpíter.
10. Kartöflur.
***
Svör við aukaspurningum:
Á efri myndinni má sjá hluta af umslagi plötunnar Blood On the Tracks.
Þá plötu gaf afmælisbarn dagsins, Bob Dylan, út á sínum tíma.
Dylan er áttræður í dag, og því fagna allir góðir menn!
Á neðri myndinni má aftur á móti sjá Díönu prinsessu á unglingsaldri.
***
Athugasemdir