Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

393. spurningaþraut: Hvaða vinsæla leikfang kom til sögunnar 1974?

393. spurningaþraut: Hvaða vinsæla leikfang kom til sögunnar 1974?

Þraut gærdagsins.

***

Fyrri aukaspurning:

Hér að ofan má sjá skjáskot af litlum hluta af tilteknu hljómplötuumslagi. Hvaða tónlistarmaður gaf út þá plötu?

***

Aðalspurningar:

1.  Hve margir Íslendingar hafa orðið stórmeistarar í skák í karlaflokki? Að þessu sinni eru ekki taldir með Daninn Henrik Danielsen né Bobby Fischer sem báðir urðu íslenskir ríkisborgarar eftir að þeir áunnu sér stórmeistaratitil. Hér má skeika einum stórmeistara til eða frá.

2.  Hvað heitir fjölmennasta borgin í Rússlandi?

3.  Árið 1974 hófst sala á tilteknum leikföngum sem þýski hugvitsmaðurinn Hans Beck hafði þá verið að þróa í þrjú ár. Honum fannst mest um vert að leikfangið væri hvorki of sveigjanlegt né of stíft fyrir börnin, og hannaði stærð þess vandlega til að passa í lófa barns. Sala á leikföngunum fór hægt af stað en árið 2009 höfðu selst 2,2 milljarðar svona leikfanga. Hvaða leikfang er þetta?

4.  Hvað heitir hin stærsta af Vestmannaeyjum?

5.  Erlendur Sveinsson er ekkert óalgengt nafn og menn sem heita þessu nafni hafa vafalítið fengist við sitt af hverju um ævina. En við hvað starfaði hinn lang, lang frægasti Erlendur Sveinsson?

6.  Sylvia Plath hét kona ein bandarísk sem féll fyrir eigin hendi aðeins þrítug að aldri árið 1963. Hvað fékkst hún við um daga sína alltof fáa?

7.  Ítalska hljómsveitin Måneskin vann Eurovision söngvakeppnina á laugardaginn var með lagið Zitti e buoni. Hvað þýðir Zitti e buoni?

8.  Hvaða þjóð varð í þriðja sæti í þessari keppni, einu sæti ofar en Ísland?

9.  Við hvaða reikistjörnu eru fjögur stór tungl sem fyrst sáust í sjónauka árið 1609 eða 1610?

10.  Hvað er helst ræktað í Þykkvabænum?

***

Seinni aukaspurning:

Hvaða konu, unga að árum, má sjá á neðri myndinni?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Þeir eru fjórtán, svo rétt telst vera 13-15.

2.  Moskva.

3.  Playmo-kallar.

4.  Heimaey.

5.  Rannsóknarlögreglumaður (í bókum Arnaldar Indriðasonar).

6.  Hún var ljóðskáld/rithöfundur.

7.  Til dæmis: „Haltu kjafti og vertu þægur“ eða „Hafðu þig hægan og hagaðu þér vel.“ Ýmsar þýðingar sem fela þetta í sér koma til álita.

8.  Svisslendingar.

9.  Júpíter.

10.  Kartöflur.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá hluta af umslagi plötunnar Blood On the Tracks.

Þá plötu gaf afmælisbarn dagsins, Bob Dylan, út á sínum tíma.

Dylan er áttræður í dag, og því fagna allir góðir menn!

Á neðri myndinni má aftur á móti sjá Díönu prinsessu á unglingsaldri.

***

Þraut gærdagsins.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu