Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

Hér er þrautin frá í gær! En hérna er aftur á móti þrautin frá í fyrragær, sem öll snýst um Ítalíu.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi afreksmaðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2010 var stofnuð hljómsveit í Reykjavík. Meðal meðlima hennar þá og enn í dag eru Ragnar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjánsson og Arnar Rósenkranz Hilmarsson. Árni Guðjónsson var líka í hljómsveitinni um tíma. Hvað heitir hljómsveitin?

2.  Í upptalninguna hér að ofan vantar reyndar einn meðlim hljómsveitarinnar. Hvað heitir sá? Hér dugar fornafn.

3.  Árið 1588 tók ungur karl við konungstign í Danmörku og þar með á Íslandi líka. Hann gegndi svo konungstigninni í rétt tæp 60 ár og hefur enginn verið Danakóngur lengur. Framan af ól hann með sér mikla stórveldisdrauma en þeir fóru flestir í vaskinn, þrátt fyrir vasklega framgöng kóngsins sjálfs. Hvað hét hann? Hér þarf að hafa bæði nafn og númer rétt, er ég hræddur um.

4.  Hver er breiðasti fjörður/flói/vík/vogur á Íslandi sem enginn þéttbýlisstaður stendur við?

5.  Hvar á landinu hefur íþróttafélagið Breiðablik aðsetur?

6.  Breiðablik var í hinni fornu norrænu goðafræði aðsetur eins guðanna. Hver var sá?

7.  Eitt af tilefnum síðari heimsstyrjaldar 1939 voru deilur um borgina Danzig sem þá taldist svonefnd fríborg. Hvað heitir borgin núna?

8.  Hver sagði: „We shall go on to the end, we shall fight in France, we shall fight on the seas and oceans, we shall fight with growing confidence and growing strength in the air, we shall defend our Island, whatever the cost may be, we shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never surrender!“

9.  Þrjár konur hafa gegnt embætti utanríkisráðherra Íslands. Hvað hét sú fyrsta sem tók við starfinu 2006?

10.  En hver hefur lengst allra gegnt þessu starfi, karl eða kona? 

***

Seinni aukaspurning:

Fána hvaða ríkis má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Of Monsters and Men.

2.  Nanna Bryndís.

3.  Kristján 4.

4.  Héraðsflói.

5.  Í Kópavogi.

6.  Baldur.

7.  Gdansk.

8.  Churchill.

9.  Valgerður Sverrisdóttir.

10.  Halldór Ásgrímsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá norður-írska fótboltakappann George Best (1946-2005) sem gerði um tíma garð frægan með liði Manchester United.

Á neðri myndinni er fáni Portúgals.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
1
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
3
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
4
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár