Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

Hér er þrautin frá í gær! En hérna er aftur á móti þrautin frá í fyrragær, sem öll snýst um Ítalíu.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi afreksmaðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2010 var stofnuð hljómsveit í Reykjavík. Meðal meðlima hennar þá og enn í dag eru Ragnar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjánsson og Arnar Rósenkranz Hilmarsson. Árni Guðjónsson var líka í hljómsveitinni um tíma. Hvað heitir hljómsveitin?

2.  Í upptalninguna hér að ofan vantar reyndar einn meðlim hljómsveitarinnar. Hvað heitir sá? Hér dugar fornafn.

3.  Árið 1588 tók ungur karl við konungstign í Danmörku og þar með á Íslandi líka. Hann gegndi svo konungstigninni í rétt tæp 60 ár og hefur enginn verið Danakóngur lengur. Framan af ól hann með sér mikla stórveldisdrauma en þeir fóru flestir í vaskinn, þrátt fyrir vasklega framgöng kóngsins sjálfs. Hvað hét hann? Hér þarf að hafa bæði nafn og númer rétt, er ég hræddur um.

4.  Hver er breiðasti fjörður/flói/vík/vogur á Íslandi sem enginn þéttbýlisstaður stendur við?

5.  Hvar á landinu hefur íþróttafélagið Breiðablik aðsetur?

6.  Breiðablik var í hinni fornu norrænu goðafræði aðsetur eins guðanna. Hver var sá?

7.  Eitt af tilefnum síðari heimsstyrjaldar 1939 voru deilur um borgina Danzig sem þá taldist svonefnd fríborg. Hvað heitir borgin núna?

8.  Hver sagði: „We shall go on to the end, we shall fight in France, we shall fight on the seas and oceans, we shall fight with growing confidence and growing strength in the air, we shall defend our Island, whatever the cost may be, we shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never surrender!“

9.  Þrjár konur hafa gegnt embætti utanríkisráðherra Íslands. Hvað hét sú fyrsta sem tók við starfinu 2006?

10.  En hver hefur lengst allra gegnt þessu starfi, karl eða kona? 

***

Seinni aukaspurning:

Fána hvaða ríkis má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Of Monsters and Men.

2.  Nanna Bryndís.

3.  Kristján 4.

4.  Héraðsflói.

5.  Í Kópavogi.

6.  Baldur.

7.  Gdansk.

8.  Churchill.

9.  Valgerður Sverrisdóttir.

10.  Halldór Ásgrímsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá norður-írska fótboltakappann George Best (1946-2005) sem gerði um tíma garð frægan með liði Manchester United.

Á neðri myndinni er fáni Portúgals.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hélt að hún myndi höndla álagið betur
2
ViðtalÍ leikskóla er álag

Hélt að hún myndi höndla álag­ið bet­ur

Að vinna með börn­um er það skemmti­leg­asta sem Gunn­hild­ur Gunn­ars­dótt­ir barna­sál­fræð­ing­ur ger­ir. Þeg­ar hún tók að sér tíma­bund­ið starf á leik­skóla til að tryggja syni sín­um leik­skóla­pláss hélt hún að hún myndi höndla álag­ið en það kom henni á óvart hversu krefj­andi starfs­um­hverf­ið er. „Stund­um þeg­ar ég kom heim eft­ir lang­an dag vildi ég bara að eng­inn tal­aði við mig, ég var svo ótrú­lega þreytt.“
Aðalsteinn Kjartansson
4
Leiðari

Aðalsteinn Kjartansson

Að teygja sig of langt

Á sama tíma og ann­ars stað­ar er reynt að verja fjöl­miðla, vill formað­ur stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar að þing­menn rann­saki þá. Ekki dug­ir þriggja ára rann­sókn lög­regl­unn­ar sem leiddi ekk­ert ann­að í ljós en það að rétt var haft eft­ir þeim sem lýstu sér sem „skæru­liða­deild“ Sam­herja, þeg­ar það tal­aði frjáls­lega um að ná sér nið­ur á þeim sem ljóstr­aði upp um stór­felld­ar mútu­greiðsl­ur út­gerð­ar­inn­ar.
Síðasta hálmstráið að vinna á leikskóla — en dýrmætt
6
FréttirÍ leikskóla er álag

Síð­asta hálmstrá­ið að vinna á leik­skóla — en dýr­mætt

Vil­hjálm­ur Þór Svans­son, lög­fræð­ing­ur og starfs­mað­ur á leik­skól­an­um Nóa­borg, bjóst ekki við að hefja störf á leik­skóla til að koma dótt­ur sinni að á leik­skóla. Hann seg­ir það hollt fyr­ir for­eldra að stíga að­eins út fyr­ir þæg­ind­aramm­ann og dýr­mætt að fylgj­ast með dætr­um sín­um vaxa og dafna í leik­skóla­starf­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
4
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár