Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 3 árum.

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

Hér er þrautin frá í gær! En hérna er aftur á móti þrautin frá í fyrragær, sem öll snýst um Ítalíu.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi afreksmaðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2010 var stofnuð hljómsveit í Reykjavík. Meðal meðlima hennar þá og enn í dag eru Ragnar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjánsson og Arnar Rósenkranz Hilmarsson. Árni Guðjónsson var líka í hljómsveitinni um tíma. Hvað heitir hljómsveitin?

2.  Í upptalninguna hér að ofan vantar reyndar einn meðlim hljómsveitarinnar. Hvað heitir sá? Hér dugar fornafn.

3.  Árið 1588 tók ungur karl við konungstign í Danmörku og þar með á Íslandi líka. Hann gegndi svo konungstigninni í rétt tæp 60 ár og hefur enginn verið Danakóngur lengur. Framan af ól hann með sér mikla stórveldisdrauma en þeir fóru flestir í vaskinn, þrátt fyrir vasklega framgöng kóngsins sjálfs. Hvað hét hann? Hér þarf að hafa bæði nafn og númer rétt, er ég hræddur um.

4.  Hver er breiðasti fjörður/flói/vík/vogur á Íslandi sem enginn þéttbýlisstaður stendur við?

5.  Hvar á landinu hefur íþróttafélagið Breiðablik aðsetur?

6.  Breiðablik var í hinni fornu norrænu goðafræði aðsetur eins guðanna. Hver var sá?

7.  Eitt af tilefnum síðari heimsstyrjaldar 1939 voru deilur um borgina Danzig sem þá taldist svonefnd fríborg. Hvað heitir borgin núna?

8.  Hver sagði: „We shall go on to the end, we shall fight in France, we shall fight on the seas and oceans, we shall fight with growing confidence and growing strength in the air, we shall defend our Island, whatever the cost may be, we shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never surrender!“

9.  Þrjár konur hafa gegnt embætti utanríkisráðherra Íslands. Hvað hét sú fyrsta sem tók við starfinu 2006?

10.  En hver hefur lengst allra gegnt þessu starfi, karl eða kona? 

***

Seinni aukaspurning:

Fána hvaða ríkis má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Of Monsters and Men.

2.  Nanna Bryndís.

3.  Kristján 4.

4.  Héraðsflói.

5.  Í Kópavogi.

6.  Baldur.

7.  Gdansk.

8.  Churchill.

9.  Valgerður Sverrisdóttir.

10.  Halldór Ásgrímsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá norður-írska fótboltakappann George Best (1946-2005) sem gerði um tíma garð frægan með liði Manchester United.

Á neðri myndinni er fáni Portúgals.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Enginn tekur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvalafulls dauðdaga
1
Rannsókn

Eng­inn tek­ur ábyrgð á slysi sem leiddi til kvala­fulls dauð­daga

Dæt­ur manns sem lést eft­ir að 60 kílóa hurð féll inni í her­bergi hans á hjúkr­un­ar­heim­ili segja óvið­un­andi að eng­inn hafi tek­ið ábyrgð á slys­inu og að föð­ur þeirra hafi ver­ið kennt um at­vik­ið. Önn­ur eins hurð hafði losn­að áð­ur en slys­ið varð en eng­in frek­ari hætta var tal­in vera af hurð­un­um. Það reynd­ist röng trú. Kon­urn­ar kröfð­ust bóta en rík­is­lög­mað­ur vís­aði kröfu þeirra frá. Þær vilja segja sögu föð­ur síns til þess að vekja at­hygli á lök­um að­bún­aði aldr­aðra á Ís­landi.
Ljósið á koddanum bjargaði Yazan
3
Afhjúpun

Ljós­ið á kodd­an­um bjarg­aði Yaz­an

Enn hafa ekki feng­ist skýr svör við því hvers vegna lög­regla sótti lang­veikt barn inn á sjúkra­hús á dög­un­um og tek­ist er á um hvort það yf­ir­leitt megi. Land­spít­al­inn þver­tek­ur fyr­ir sam­vinnu við Rík­is­lög­reglu­stjóra­embætt­ið og yf­ir­lækn­ir seg­ir alrangt að rétt­læta að­gerð­irn­ar með vott­orði sem hann skrif­aði. Til­vilj­un réði þvi að brott­vís­un Yaz­an Tamimi spurð­ist út og var að lok­um aft­ur­köll­uð.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
7
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
Illugi Jökulsson
10
Pistill

Illugi Jökulsson

Sigr­aði VG Sjálf­stæð­is­flokk­inn? Nei, all­ir töp­uðu og Yas­an líka

Hinni ótrú­legu at­burða­rás gær­kvölds­ins — þeg­ar lög­reglu­menn mættu á sjúkra­hús til þess að vísa úr landi 11 göml­um fötl­uð­um og veik­um dreng og fluttu hann með valdi suð­ur á Kefla­vík­ur­flug­völl — henni lauk sem bet­ur fer með því að hætt var við allt sam­an. Mað­ur get­ur haft ýms­ar skoð­an­ir á mál­efn­um út­lend­inga og hæl­is­leit­enda en brott­vís­un Yas­ans litla — og...

Mest lesið í mánuðinum

Óli Þórðar græddi pening en tapaði heilsunni
5
FréttirHátekjulistinn 2024

Óli Þórð­ar græddi pen­ing en tap­aði heils­unni

„Já ég seldi und­an mér vöru­bíl­inn og er hrein­lega ekki að gera neitt,“ seg­ir Ólaf­ur Þórð­ar­son, knatt­spyrnugoð­sögn og vöru­bif­reið­ar­stjóri á Skag­an­um. Óli dúkk­aði nokk­uð óvænt upp á há­tekju­lista árs­ins eft­ir að fjöl­skyldu­fyr­ir­tæk­ið var selt. Hann gæti virst sest­ur í helg­an stein. Það er hann þó ekki, í það minnsta ekki ótil­neydd­ur.
Tilgangsleysi og gáleysi lýst í rannsókn slyssins í Grindavík
10
AfhjúpunFéll í sprungu í Grindavík

Til­gangs­leysi og gá­leysi lýst í rann­sókn slyss­ins í Grinda­vík

Það svar­aði ekki kostn­aði að fara í fram­kvæmd­ir við að bjarga hús­inu við Vest­ur­hóp 29 í Grinda­vík, sam­kvæmt skýrslu tveggja mats­manna sem skoð­uðu hús­ið rúm­um mán­uði áð­ur en að verktaki lést við sprungu­fyll­ingu við hús­ið. Nátt­úru­ham­fara­trygg­ing vís­ar ábyrgð á und­ir­verk­taka sinn, Eflu, sem seg­ir eng­ar kröf­ur hafa ver­ið gerð­ar um áhættumat á verkstaðn­um. Lög­regla hafði lok­ið rann­sókn en hóf hana aft­ur, af ókunn­um ástæð­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár