Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

392. spurningaþraut: Hver hefur allra lengst verið Íslandskóngur?

Hér er þrautin frá í gær! En hérna er aftur á móti þrautin frá í fyrragær, sem öll snýst um Ítalíu.

***

Fyrri aukaspurning:

Hver er ungi afreksmaðurinn á myndinni hér að ofan?

***

Aðalspurningar:

1.  Árið 2010 var stofnuð hljómsveit í Reykjavík. Meðal meðlima hennar þá og enn í dag eru Ragnar Þórhallsson, Brynjar Leifsson, Kristján Páll Kristjánsson og Arnar Rósenkranz Hilmarsson. Árni Guðjónsson var líka í hljómsveitinni um tíma. Hvað heitir hljómsveitin?

2.  Í upptalninguna hér að ofan vantar reyndar einn meðlim hljómsveitarinnar. Hvað heitir sá? Hér dugar fornafn.

3.  Árið 1588 tók ungur karl við konungstign í Danmörku og þar með á Íslandi líka. Hann gegndi svo konungstigninni í rétt tæp 60 ár og hefur enginn verið Danakóngur lengur. Framan af ól hann með sér mikla stórveldisdrauma en þeir fóru flestir í vaskinn, þrátt fyrir vasklega framgöng kóngsins sjálfs. Hvað hét hann? Hér þarf að hafa bæði nafn og númer rétt, er ég hræddur um.

4.  Hver er breiðasti fjörður/flói/vík/vogur á Íslandi sem enginn þéttbýlisstaður stendur við?

5.  Hvar á landinu hefur íþróttafélagið Breiðablik aðsetur?

6.  Breiðablik var í hinni fornu norrænu goðafræði aðsetur eins guðanna. Hver var sá?

7.  Eitt af tilefnum síðari heimsstyrjaldar 1939 voru deilur um borgina Danzig sem þá taldist svonefnd fríborg. Hvað heitir borgin núna?

8.  Hver sagði: „We shall go on to the end, we shall fight in France, we shall fight on the seas and oceans, we shall fight with growing confidence and growing strength in the air, we shall defend our Island, whatever the cost may be, we shall fight on the beaches, we shall fight on the landing grounds, we shall fight in the fields and in the streets, we shall fight in the hills; we shall never surrender!“

9.  Þrjár konur hafa gegnt embætti utanríkisráðherra Íslands. Hvað hét sú fyrsta sem tók við starfinu 2006?

10.  En hver hefur lengst allra gegnt þessu starfi, karl eða kona? 

***

Seinni aukaspurning:

Fána hvaða ríkis má sjá á myndinni hér að neðan?

***

Svör við aðalspurningum:

1.  Of Monsters and Men.

2.  Nanna Bryndís.

3.  Kristján 4.

4.  Héraðsflói.

5.  Í Kópavogi.

6.  Baldur.

7.  Gdansk.

8.  Churchill.

9.  Valgerður Sverrisdóttir.

10.  Halldór Ásgrímsson.

***

Svör við aukaspurningum:

Á efri myndinni má sjá norður-írska fótboltakappann George Best (1946-2005) sem gerði um tíma garð frægan með liði Manchester United.

Á neðri myndinni er fáni Portúgals.

***

Og þrautin frá í gær.

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.
Tengdar greinar

Spurningaþrautin

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
3
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég veit ekki hvernig ég lifði af“

„Mér voru gef­in erf­ið spil og þeg­ar þú kannt ekki leik­inn er flók­ið að spila vel úr þeim,“ seg­ir Arn­ar Smári Lárus­son, sem glímdi við al­var­leg­ar af­leið­ing­ar áfalla og reyndi all­ar leið­ir til þess að deyfa sárs­auk­ann, þar til það var ekki aft­ur snú­ið. „Ég var veik­ur, brot­inn og fannst ég ekki verð­skulda ást.“ Hann árétt­ar mik­il­vægi þess að gef­ast aldrei upp. „Það er alltaf von.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár